20.11.2010 | 11:37
Löngu komið á markað - Micro USB
Þessi gerð hleðslutækja er reyndar löngu komin á markað og flestir farsímaframleiðendur byrjaðir að nota þetta.
Hleðsluinntakið sem um ræðir er MicroUSB og er eins og áður segir nú þegar að finna í miklum fjölda farsíma.
Apple er líklega eini framleiðandinn sem ekki hefur enn brugðist við þessari Evróputilskipun sem tekur gildi 1. janúar 2011 en aðrir framleiðendur eins og Nokia, HTC, Motorola, Samsung, LG, SonyEricsson, Sonim og fleiri minni byrjuðu að framleiða sína síma með þessari gerð hleðsluinntaks á þessu og síðasta ári.
Hleðsluinntakið sem um ræðir er MicroUSB og er eins og áður segir nú þegar að finna í miklum fjölda farsíma.
Apple er líklega eini framleiðandinn sem ekki hefur enn brugðist við þessari Evróputilskipun sem tekur gildi 1. janúar 2011 en aðrir framleiðendur eins og Nokia, HTC, Motorola, Samsung, LG, SonyEricsson, Sonim og fleiri minni byrjuðu að framleiða sína síma með þessari gerð hleðsluinntaks á þessu og síðasta ári.
Samræmd hleðslutæki fyrir síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefðir betur átt að skrifa þessa frétt. Takk fyrir alvöru upplýsingar.
Róbert Þórhallsson, 20.11.2010 kl. 11:40
Mér fannst þetta hálf kjánalegt að lesa þessa frétt sem er í raun ekki rétt. Já og meira að segja Blackberry er kominn með Micro USB líka. Svo þessi frétt er það sem kalla má "Ekki frétt". Legg til að viðkomandi blaðamaður kynni sér þetta og uppfæri skrif sín. Eins má benda á að með þessu verður líka hægt að hlaða alla síma í gegnum USB tengingu við tölvur. svo það þarf ekki einu sinni hleðslutæki heldur bara réttan USB kapal, því tölvur eru nánast allstaðar og mörg önnur tæki en tölvur eru farin að hafa USB tengi. Líklega stutt í að það verður í bílum rétt eins og sígaréttukveikjari sem í dag er orðin að rafmangstengi.
Íslendingur (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 12:41
Mér er nokk sama hver visssi hvað.Aðalatriðið að það er frábært að vita af samræmingu á plöggum fyrir hleðslutæki,(MicroUSB) .Á mínu heimili eru fjögur hleðslutæki í notkun .Nokia minni og stærri og svo tvö mismunandi Samsung hleðslutæki.
Hörður Halldórsson, 20.11.2010 kl. 18:28
Sammála Hörður að þetta er alveg hreint frábært og löngu tímabært. Ég starfa í þessum bransa og þekki vel "vandamálin" við þetta. Nú þarf þetta sama að gerast með fartölvurnar og reyndar er ég hissa á að þessi tilskipun skyldi ekki hafa verið tekin fyrir um þær á sama tíma en margir þekkja það að rafmagnssnúrur fyrir fartölvur eru hreint ekki gefins og sjaldnast fáanlegar annarsstaðar en hjá umboðsaðila. Það eina sem er international þar er snúran frá straumbreytinum í vegg. En straumbreytir til tölvu er unique eftir tegundum og jafnvel innan tegunda.
Mér finnst hins vegar að MBL hefði átt að taka eins og eitt símtal á annað hvort Hátækni eða Tæknivörur, (sem eru þau tvö fyrirtæki sem annast hvað mestan innflutning á farsímum til landsins), við vinnslu þessarar fréttar því þessi frétt nær til allra landsmanna sem eiga farsíma. Sem eru basicly allir íslendingar yfir 10-12 ára.
Steini Thorst, 20.11.2010 kl. 18:59
Það sem mér finnst fyndnast við þessa frétt er hvernig mbl tekst gjörsamlega að skauta framhjá þeirri staðreynd að þetta sé að gerast vegna tilskipunar ESB.
En það samræmist náttúrulega ekki Heimssýn morgunblaðsmanna að eitthvað gott komi þaðan :)
Halcon (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 22:51
ekki allir símar með micro usb geta hlaðið í gegnum það. T.d Nokia N95 og fleiri álika símar.
Einar (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 00:02
Nei Einar, enda kom N95 á markað 2007 og þá var þessi tilskipun ekki komin. Og ef ég man rétt, þá er hann ekki með MicroUSB heldur MiniUSB. En í dag eru nokkrir af amk Nokia símum sem eru með bæði mjóa tengið og MicroUSB og hægt að hlaða í gegnum bæði tengin.
Steini Thorst, 21.11.2010 kl. 00:06
Halcon, þetta er góður hlutur frá ESB en eins og með megnið af því góða sem kemur frá ESB þá fáum við að njóta þess fyrir tilstilli EES samninganna án þess að þurfa nokkuð að ganga inn í Evrópusambandið.
Axel (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 00:22
Munur að hafa hér starfsmann Hátækni til að hjálpa okkur, takk fyrir upplúsngaran, Fáum við ekki bloggaraafslátt hjá þér Steini, ertu í búðinni allan daginn?
Halldór (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 00:42
Ég á nokia 3210, bjó til USB hleðslu-snúru fyrir hann og bjó til líka tengi í bílnum þannig að ég get notað sömu snúruna í bílnum og í tölvuni heima.
Magnfreð Ingi Ottesen, 21.11.2010 kl. 02:49
Það er góð og gild ástæða afhverju Apple hefur ekki sett þennan staðal í iphone símana og hún er að þeir nota sitt eigið 31pinna tengi sem hefur meðal annars útgang fyrir hljóð, video, rafmagn inn og rafmagn út ásammt öðru sem ég hef ekki kynnt mér almennilega.
Jónas Ingimar Hallgrímsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 17:08
svipuð frétt birtist líka í febrúar 2009, aðeins öðruvísi, en sama myndin :D
http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2009/02/17/eitt_hledslutaeki_fyrir_alla_sima/
Nói Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.