21.8.2007 | 22:39
Camilla Läckberg
Í dag kom hún Camilla frænka mín frá Svíþjóð í heimsókn. Hún er fyrst og fremst hingað komin sem einn vinsælasti og farsælasti spennusagnarithöfundur svía og mun eiga hérna fréttamannafund á morgun ásamt því að Kastljósið mun ræða við hana.
Einnig mun hún lesa úr tveimur af 4 bókum sínum í Norræna húsinu annað kvöld. Bækurnar tvær sem hún les uppúr eru þær tvær sem búið er að þýða og gefa út á Íslandi. Ísdrottningin og Predikarinn.
Gaman að hitta þessa gullfallegu frænku mína aftur en við hittumst síðast fyrir alltof löngu síðan. Skelltum okkur að sjálfsögðu í Bláa Lónið ásamt syni hennar og pabba gamla. Frekar leiðinlegt veður reyndar en það skiptir svosem ekki miklu máli þar. Lónið stendur alltaf fyrir sínu.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í kvöld eða annað kvöld ;)
Steini Thorst, 22.8.2007 kl. 09:47
Gamli bara stendur sig í stykkinu ! Keep up the good work hérna í netheiminum ;-)
Arna (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.