Sölutorgið á Skjá einum....úffffffffff

Er í alvöru rekstrargrundvöllur fyrir svona "sjónvarpsmarkaði" eins og þetta skelfilega slæma Sölutorg er?

Í fyrsta lagi eru vörurnar þarna, þær sem ég hef séð, alveg ofboðslega lítið spennandi eins og t.d. FRÁBÆRU fatapokarnir, á FRÁBÆRA verðinu, sem eru alveg FRÁBÆRIR til að geyma föt í geymslunni án þess að það komi lykt,........og ef þú kaupir NÚNA, þá færðu pokann á 9.999 kr.

Í öðru lagi, þá er sölumaðurinn svo ofboðslega alvarlegur og uppgerðarlegri sölumann hef ég nú bara ekki augum litið,....fyrir utan hvað orðaforðinn er með allra lakasta móti sbr ofnotkunina á orðinu FRÁBÆRT. Því það er alveg sama þó varan sé hugsanlega frábær, þá verður hún bara ömurleg þegar búið er að segja að hún sé frábær, á frábæru verði og frábær í notkun við frábærar aðstæður í frábæru veðri.

Stundum hugsa ég, þegar ég sé þennan "þátt", af hverju segir honum enginn hvernig þetta er hjá honum??????

NB, ég horfi stundum á þennan þátt og þá með tvenns konar tilgang í huga.

1. Að verða aldrei svona slæmur sölumaður

2. Skemmta mér

Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta, þá bara skora ég á ykkur að horfa í 5 mínútur. Þá vitið þið nákvæmlega hvað ég er að tala um. Já, 5 mínútur duga því restin er eins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Já, nákvæmlega. Lögmálið um gagnvirkt átak,....á lyftingalóðum. Ótrúleg þróun :))))))

Steini Thorst, 27.8.2007 kl. 22:37

2 identicon

herra vörustjóri! þetta heitir samt vörutorg ;) annars fínn pistill...

Ísabella (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 10:35

3 identicon

ekki nóg með gagnvirkt átak ,heldur styrkja þau ALLA vöðva líkamans og nærliggjandi vefi ! .....WHAT hvað er hann að segja , að ef ég kaupi mér handlóð á 15.000 kall þá sé ég að styrkja rass vöðvana....meikar engann sens.  svo er hann bara móðgun við alla sölumenn , að maður skuli vera að rembast við að vera eins góður sölumaður og hægt er allan daginn , svo þegar maður kemur heim þá býður þessi viðbjóður eftir manni !! ekki uppbyggjandi fyrir mann.

steini frændi (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband