Reykjavik@Night

Í kvöld er ég að fara með nokkra sænska ættingja mína út á lífið í henni Reykjavík, sýna þeim hver munurinn er á Reykjavik @ Night annars vegar og Gautaborg @ Night Cool hins vegar og ætti það ekki að vera mikið mál og líklega bara mjög skemmtilegt líka. Eða það hélt ég..............................

Ég nefnilega ákvað í gær að spyrja þau hvernig tónlist þau hlusta helst á og þá hvernig staðir heilluðu mest. Svarið var á þá leið að ég er bara ekkert viss um hvert maður skyldi fara. Þau eru nefnilega öll rokkarar. Ég er reyndar líka rokkarari en ég fíla þess utan líka allt hitt dótið og þá sérstaklega þegar ég fer út að skemmta mér.

Eina óskin sem þau höfðu var að við færum EKKI á staði sem spila eingöngu búmm ts búmm ts búmm ts tónlist. Og þá vandast nefnilega málið í henni Reykjavík. Hér úir allt og grúir í búmm ts búmm ts búmm stöðum en minna fer fyrir hinum. En svo mundi ég auðvitað eftir Gauknum sem aldrei klikkar. En hvað,.............SPÚTNIK er að spila þar í kvöld og ef það er einhver ein grúbba sem ég bara get ekki hlustað á, þá er það Spútnik. Hún er jafnvel verri en Mika og þá er nú töluvert mikið sagt. Já, þá er það eiginlega steindautt.

Vandi minn í kvöld liggur því í því að ég þarf að leita uppi staði sem spila eitthvað annað en Justin Timberlake, Nelly Furtato og vini þeirra.

Og svo ef Kiddi Bigfoot skyldi nú rekast á þetta blogg, þá má hann alveg fara að vinna í því að gera Gaukinn að því sem hann eitt sinn var. Ég er að tala um tímana þegar Loðin rotta, Jet Black Joe og Bubbi Morthens tróðu upp þarna í bland við Dúndurfréttir og fleiri góða. Hvar er rokkið á Íslandi, það vantar eitthvað fyrir þennan hóp sem ekki vill djamma við búmm ts búmm ts búmm ts tónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grandrokk og Dillon, Deco (gæti sloppið).
Amsterdam og Dubliners (Ef þig langar að fara á verulega skítuga staði)

Svo gæti Kofinn sloppið...

Sigrún (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:02

2 identicon

Svo geturu farið með útlendingana á geðveikan stað sem heitir...
dadadara daaaaa ... CELTIC CROSS....
*hóst*hóst*

Sigrún (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:06

3 identicon

búmm ts búmm ts búmm ts

Arna (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Steini Thorst

Jæja......kvöldið fór ágætlega eftir allt saman. Enduðum þó að stað sem ég sé mig ekki alveg fitta inn, Dillon,..........................

En allt endaði vel og allir komust nokkuð heilir heim :)

Steini Thorst, 1.9.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband