24.10.2007 | 18:17
Áfengi í matvöruverslanir !!
Ég bara verð að tjá mig aðeins um þetta mál.
Ég er sjálfstæðismaður og ég nota áfengi. En ég er algjörlega og fullkomlega á móti því að færa áfengið í matvöruverslanir,...alveg 100% á móti því. Ég skil svosem alveg hluta af rökum þeirra sem vilja selja það þar, semsagt opið markaðssvæði og allt það. En það er algjör rökleysa að reyna að halda því fram að svona aukið aðgengi fólks muni EKKI auka á vandann og auka aðgengi unglinga að áfengi. Það er bara hrein og bein firra að halda slíku fram.
En svo er annar flötur á málinu en hann er sá að ég er sannfærður um að úrvalið mun hrynja við þetta. Hvers vegna skyldu Bónus, Hagkaup, Nóatún og allar hinar búðirnar bjóða uppá mörg hundruð gerðir af léttu víni þegar framlegðin í raun kemur bara af 10-20% af því sem í boði er? Nei, þú munt geta valið úr mesta lagi 10-15 gerðum rauðvíns og hvítvíns. Og þá er ég að tala um stærstu of flottustu verslanir Hagkaupa og Nóatúns, ekki minni búðirnar. Það segir sig sjálft að úrvalið myndi hrynja ef þetta fer úr ÁTVR. Sættir þú þig við að geta bara keypt Bláu nunnuna ef þig langar í hvítvín?
ÁTVR myndi seint bjóða uppá sína góðu þjónustu ef þeir fengju eingöngu að njóta þess að selja dýra vínið, þetta sem ekki allir kaupa. Þeir lifa auðvitað að miklu leyti á að selja massann og geta þess vegna einnig haldið uppi úrvali af öðrum vínum.
Gæti skrifað heila grein um þetta en staðreyndin er bara að ÁTVR er að bjóða uppá afbragðsgóða þjónustu, flottar verslanir með gríðarlega mikið útval, oft mjög þægilegan afgreiðslutíma og í mörgum verslunum eru þeir með sérfræðinga í vínum sem hægt er að leita til. Fari þetta frumvarp í gegn mun úrvalið versna og áfengisvandinn mun aukast. Svo einfalt er það nú.
Ætli Hagkaup og Nóatún myndu ráða til sín vínsérfræðinga til að standa í verslunum ig ráðleggja fólki um val á rétta víninu með rétta kjötinu??? Nei, alveg pottþétt ekki.
Ég nota tóbak líka. Og satt best að segja, þá finnst mér að í stað þess að færa áfengið í matvöruverslanir, þá væri virkilega og mjög svo gott mál að færa tóbakið allt í ÁTVR og minnka þar með aðgengi að því til muna. Held að heilbrigðisráðherra ætti að beita sér frekar fyrir því en að styðja það að auka á áfengisvandann eins og hann er að gera núna,.........svo ótrúlega sem það nú hljómar.
Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna heldur þú að Nóatún og Hagkaup bjóði upp á mörg þúsund vöruflokka þegar 1-200 gefa megnið af tekjunum?
Ástæðan er sú að úrval er hluti af þjónustunni, hluti af ástæðunni fyrir því að fólk kemur og verslar í búðinni. Það sama mun gilda um vínið.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 18:28
Já en....................Nóatún býður hins vegar ekki uppá mikið úrval af vörum eða vörumerkjum innan sama vöruflokks er það? Það er það sem ég er að tala um. Sjáðu bara dæmi eins og tilbúnar pizzur. Þar eru tvö vörumerki í boði, stundum þó bara eitt.
Það er hægt að bjóða uppá þúsundir vöruflokka en vera hins vegar með lélegt úrval.
Steini Thorst, 24.10.2007 kl. 19:23
Mér þótti svolítið skrýtið að sjá frétt þessa hér á netinu með átvr auglýsingu fyrir
neðan hana. Er ekki skrýtið að sjá vínbúðina auglýsa á sama stað og
þessi frétt er birt. Tilviljun jafnvel?
Dambúi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:24
Sammála þér um þessi mál og líka m að senda sígaretturnar yfir í ríkið !
Heyr heyr !
Arna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.