29.11.2007 | 20:16
Hægagangur
Það verður nú líklega ekki sagt að framkvæmdirnar hérna heima séu að ganga OF hratt. Þegar Óðinn er hjá mér, þá eiginlega get ég ekki gert neitt því hann verður bara hræddur þegar einhver hávaði er í gangi. Nú svo er brjálað að gera í vinnunni svo ekki hætti maður snemma á daginn og hvað þá að taka sér frí. Reyndar lagðist ég í veikindi í gær og lá hálfdauður frameftir degi eða þangað til ég sótti Óðinn. Mætti þó í vinnu í dag.
Á laugardaginn þarf ég svo reyndar að fara til Hollands á ráðstefnu hjá Nokia. Kem ekki til baka fyrr en á fimmtudag í næstu viku og svo koma börnin á föstudag og Óðinn verður til miðvikudags eftir þá helgi. Svo tími til að vinna við þetta fokhelda eldhús er ekki beint mikill fram til Jóla
Sem betur fer þá ætlar hann Tryggvi vinur minn að vera aktívur hérna meðan ég er úti og er búinn að lofa mér að ég verði steinhissa þegar ég kem til baka. Píparinn ætlar líka að koma núna um helgina og gera það sem gera þarf í vatnslögnum. Ég klára líklega að flísa gólfið annað kvöld en svo kemur sjálf innréttingin á mánudaginn.
En já, ég bara vona að þetta muni ganga upp fyrir Jól. Nú ef ekki, þá skilst mér að nú sé jafnvel hægt að fá hangikjöt og uppstúf frá 1944 eða ég fer bara í eldhúsið í IKEA þá daga sem verður opið. Amk þá eru þessir réttir fyrir sjálfstæða íslendinga alveg búnir að vera að gera sitt undanfarna daga.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta reddast!
Ég finn það á mér.... :)
Þannig að þú þarft ekki að borða jólamatinn í IKEA þetta árið.
Sigrún (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:42
Gott að þið hafið trú á mér stelpur :)
Steini Thorst, 30.11.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.