7.12.2007 | 23:24
Uppbygging
Jæja þá er ég kominn heim frá Amsterdam. Var á áhugaverðri ráðstefnu þar en þess utan var afskaplega lítið um að vera. Leiðinlegt veður held ég að sé helsta ástæða þess að ég sló persónulegt met í sjónvarpsáhorfi inná hótelherbergi í evrópskri borg. Fór semsagt ekkert má segja nema til að borða. Það skrítna gerðist hins vegar að þegar ég kom inná herbergi einn daginn, þá var horfinn einn skór, ekki skópar heldur bara annar skórinn. Enginn af starfsfólki hótelsins kannaðist við neitt og ég sit uppi með bara annan skóinn af nýjasta skóparinu mínu
Eldhús-verkið heldur áfram en lá þó í dvala meðan ég var úti fyrir utan að píparinn kom og aftengdi ofninn auk þess að gera nýjar lagnir klára fyrir vask og uppþvottavél. Berglind vinkona mín bjargaði mér algjörlega með því að lána mér þennan pípara sem er pabbi hennar
Ég er ennþá fullur bjartsýni að mér muni takast þetta fyrir Jól og ætla mér bara að gera það. Eitthvað verður þó eftir af smáatriðum og smá frágangi en upp skal það. Heyrði svo í dag í hönnuðinum sem er að hanna fyrir mig barstólana og hann verður með teikningar af þeim tilbúnar eftir helgi. Svo verða þeir framleiddir í framhaldi af því ef við erum báðir sáttir sem ég hef engar efasemdir um. Þessi hönnuður heitir Reynir Sýrusson, www.syrusson.is
Flísun er svo gott sem lokið og Maggi smiður kíkir á mig á sunnudaginn. Það er semsagt allt í fullum gangi aftur og ég heiti innflutningspartýi þegar þessu er lokið
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
I told you
Sigrún (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:27
Mér finnst skósagan æðisleg !!
Geturu ekki bara gefið Heather Mills skóginn þinn !? Frétti að hún væri að skilja og gæti orðið "blönk"
Vert að kanna það - nýta þennan skó í eitthvað !
Arna Pálsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 13:10
Ég myndi bara skella honum í gluggann!!
Ég veit ekki betur en að Steini fái ennþá í skóinn...
Sigrún (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:50
Miðað við framkvæmdagleði og sérhannaða barstóla grunar mig að það verði bara kortaklippir sem lætur sjá sig í ár !
Þannig passaðu þig - hann gæti tekið restina af skóparinu upp í skuld....
Arna (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:09
Já, það er spurning stelpur hvort ég fái eitthvað í skóinn. Ég ætla amk að prófa að setja hann út í glugga.
Steini Thorst, 10.12.2007 kl. 20:28
Iss, ég myndi ekkert setja skóinn út í glugga, þá eru allar líkur á því að hann myndi hverfa líka.
Magnús V. Skúlason, 12.12.2007 kl. 21:32
Þessi skór verður boðinn upp á Ebay milli Jóla og nýárs. Fyrsta boð, $300
Steini Thorst, 12.12.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.