12.12.2007 | 23:05
Kominn gangur í þetta
Jæja, þá er maður byrjaður að sjá hlutina gerast hægt og rólega. Er byrjaður að setja upp innréttinguna, búinn að kaupa öll 9 ljósin sem verða inní eldhúsi, búinn að heimsækja stólahönnuðinn og leggja fram formlega pöntun á 3 barstólum og já, þetta mun hafast, trúi því. Eini "gallinn" er að stólarnir verða ekki tilbúnir fyrr en um mánaðarmótin jan/feb en þeir eru algjörlega rúsinan í pylsunendann enda hannaði ég eldhúsið út frá hugmyndum mínum um þá :)
Múraði heilan vegg en þar sem ég er ekki múrari, þá tókst það ekki fullkomlega í fyrstu tilraun. Þurfti að múra aftur hluta af honum. Er hins vegar bara nokkuð ánægður með árangurinn :)
Innréttingin á réttri leið enda eins gott þar sem mæling á borðplötunni er háð því að grindin fari upp. Það tekur viku að gera borðplötuna svo hún sleppur rétt fyrir Jól :)
Raflangnir á raflagnir ofan. Reyndar fór það svo að það þarf að stækka rafmagnstöfluna svo ég keypti hana í dag. Það verður ekki annað sagt en að það bætist endalaust við reikninginn :S
Klukkan 8 í fyrramálið koma svo spónar og gifsplötunar svo þá verður hægt að byrja að klæða veggina uppá nýtt.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get ekki beðið eftir að sjá afraksturinn !
Arna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:46
Þá erum við bara sáttir :)
Steini Thorst, 13.12.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.