11.1.2008 | 13:27
Afmælisbörn dagsins
Í dag á hann sonur minn, Óðinn Örn 2 ára afmæli :D
ótrúlegt hvað tíminn flýgur en samt á hinn bóginn finnst mér hann hafa verið hluti af mér alltaf. Óútskýranlegt líklega :)
Hann fékk að sjálfsögðu fjarstýrðan bíl frá pabba sínum, hvað annað. Ég var svolítið hræddur um að það væri ekki tímabært,............en þetta er nú bara eitthvað sem ég gat ekki beðið öllu lengur eftir að gera. Hitt er svo reyndar annað mál að þetta reyndist síður en svo ótímabært því hann stoppaði ekki aksturinn fyrr en rafhlöðurnar voru búnar :) Ég man reyndar eftir því þegar ég fékk minn fyrsta og reyndar eina fjarstýrða bíl að gjöf frá foreldrum mínum. það var jólagjöf og ég held ég hafi verið 10 ára. Ég byrjaði auðvitað strax að leika mér með hann en fjörið entist stutt því pabbi hafði víst "prófað" á Þorláksmessu hvort hann virkaði ekki örugglega. Það próf ku hafa staðið lengur en til stóð og rafhlöðurnar kláruðust :) Á þessum tíma voru ALLAR verslanir lokaðar í 3-4 daga eftir Jólin svo þetta var visst áfall.
Óðinn er ekki sá eini í fjölskyldunni sem á afmæli því hún stóra (litla) systir mín á líka afmæli.
Til hamingju bæði tvö :)
Hérna eru þau bæði
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þau :-)
Arna (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:41
Takk fyrir kveðjuna hér, heimsóknina og pakkann - og síðast en ekki síst að gefa mér í afmælisgjöf fyrir tveimur árum þennan yndislega litla frænda
Katla sys - afmælisbarn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.