Ævintýraleg ferð til Barcelona

Jæja, nú sit ég á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn að bíða eftir flugi heim. Það verður mjög gott að koma heim úr þessari ævintýralegu ferð á hina árlegu 3GSM farsímaráðstefnu í Barcelona.

Upphaf ferðarinnar var á mánudaginn þar sem við þurftum að fljúga í gegnum París á leið okkar til Spánar. Við létum Flugleiðir tékka töskurnar okkar alla leið en sjálfir þurftum við að tékka okkur aftur inn í París til að fá brottfararspjald. Flugstöðin í París er nú ekki beint sú skemmtilegasta til að bíða í en það slapp nú samt fyrir horn. Svo þegar við erum að tékka okkur inn, þá kemur í ljós að flugfélagið sem við áttum að fara með er ekki í neinum slíkum samningum svo miðað við þetta þá hefðum við aldrei fengið farangurinn okkar. Við þurftum því að fara aftur inn í Arrival svæðið, finna töskurnar okkar og koma svo aftur í check-in. Eini gallinn á því var hins vegar sá að innbókun átti að ljúka eftir hálftíma svo við urðum að hafa hraðar hendur.

Auðvitað voru töskurnar ekki þar sem þær áttu að vera svo það hófst leit. Sú leit var tekin á spretthlaupum dauðans með tilheyrandi rugli og veseni því það er skelfilegt að rata í þessari byggingu. Við þurftum að fara fram og tilbaka vegna ýmissa skráninga og við vorum komnir á alveg sérsamning hjá öryggisgæslunni,...sem kemur nú svolítið á óvart miðað við hvað frakkar eru ekki beinlínis vanir að sýna útlendingum einhvern sérstakan skilning þegar upp koma vandamál.

En semsagt, á endanum fengum við að vita að búið væri að finna 3 töskur af 4. Ein semsagt týnd og tröllum gefin, so far. Töskurnar áttu að berast okkur á mettíma svo við næðum nú fluginu örugglega en eftir töluverða bið var ljóst að þær kæmu ekki svo nú var staðan sú að við urðum bara að fara af stað án þeirra og láta senda þær með næsta flugi sem var nokkrum klst síðar. Vissum þó að amk ein taska væri týnd en vissum ekki hver þeirra það var. Við brunuðum af stað í check-in með eingöngu handfarangur og náðum fluginu.

Málið er nú svolítið þannig að það er ekkert æðislegt að vera á leið í viðskiptaferð, á ráðstefnu og vera eingöngu í gallabuxum, hvítum bol og strigaskóm. Hreint ekki spennandi tilhugsun og það var alveg ljóst að við myndum ekki ná til Barcelona fyrir lokun verslana. Allir fundir fyrsta daginn byrjuðu því á því að við vorum að afsaka útganginn á okkur. Allan daginn vorum við í sambandi við Flugleiðir vegna þessa en það verður ekki sagt að þeir hafi gert svo mikið sem að lyfta litla fingri við að aðstoða við að leysa úr þeirra eigin klúðri. Þeirra klúður var jú að bóka töskurnar alla leið þegar slíkt var hreint ekki í boði.

En semsagt, að loknum fyrsta degi á gallabuxunum þá rúlluðum við út á flugvöll því við höfðum fengið þær gleðifréttir að töskurnar þrjár væru komnar þangað. Air france ku hafa reddað því. Þegar við komum þangað kannaðist hins vegar enginn við neitt og engar töskur að finna þar. Þetta var þriggja tíma pakki. Við urðum því að bruna niðpur í bæ aftur og komast í verslun sem seldi allt. Þarna keypti ég jakkaföt, skyrtu, bindi, bol, skó, sokka, nærbuxur, raksápu, rakvél, deo og hárgel. Það allra nauðsynlegasta semsagt. 100 þúsund króna pakki takk fyrir. Mér var hins vegar hreint ekki skemmt því í töskunni minni voru annars vegar Boss jakkaföt og hins vegar Armani jakkaföt ásamt ýmsu öðru. 100 þúsund er því bara djók í þessu samhengi. Við komumst loksins til að fá okkur að borða klukkan 11 um kvöldið. Við vonuðum auðvitað að töskurnar myndu skila sér daginn eftir, á öðrum degi sýningarinnar. Það hins vegar gerðist ekki heldur :(

Kvöldið áður en við lögðum af stað heim, semsagt í gærkvöld, þá fengum við hins vegar símhringingu þess efnis að töskurnar þrjár væru komnar í leitirnar. Þess fjórðu vantaði hins vegar ennþá. Við vorum með veðmál í gangi hver ætti þessa tösku sem enn var týnd. Tryggvi var sá eini af okkur sem var með tvær töskur svo líkurnar voru honum í óhag. Ég gladdi hann þó með því að staða hans væri skárri fyrir þær sakir að ég er bara einstaklega óheppinn oft.

Þessu töskuævintýri lauk svo að mestu í morgun þegar við fórum frá Barcelona og fengum loksins töskurnar. Og ég reyndist sannspár, það var mín taska sem ekki var með. Og það veit enginn hvar hún er niðurkomin. Ég þarf því að fara að kanna hvað tryggingarnar dekka mikið af því tapi sem ég hef sannarleg orðið fyrir.

Á hinn bóginn var gaman í Barcelona, maturinn auðvitað geggjaður eins og alltaf, veðrið fínt og sýningin áhugaverð. Fórum svo í alveg svakalegt lokapartý hjá Nokia í gær þar sem margir frægir tróðu upp. Má þar nefna Robbie Williams, Kylie, Abba, Elvis Prestley og Freddie Mercury. Og ég er ekki að djóka,....alveg magnað show og engu líkara en að þarna væru þessar persónur í raun.

 

12022008310

Maturinn var eins og ég sagði geggjaður og við fórum að sjálfsögðu á steikhúsið góða sem við fórum á í fyrra. Nautasteikin þar er bara einhver sú besta sem ég hef smakkað og það sem meira er, eftirréttirnar algjört namminamm og þeir sem mig þekkja vel vita að ég er mikill eftirréttamaður. Ég pantaði að sjálfsögðu 3 eftirrétti eins og svo oft áður, vanilluís, súkkulaðiköku og Créme brulei :)

13022008313

Við sitjum núna á Kastrup semsagt að bíða eftir flugi en það er 6 klst bið á vellinum. Það verður mikið gott að koma heim, MIKIÐ GOTT.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Nú er ég forvitin er að fara til Barcelona á mánudag hvaða steikhús var þetta og hvar er það staðsett? virkar rosalega girnilegt

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Helga

Velkominn heim ... og hvar í ósköpunum geymiru alla þessa eftirrétti? Sæi mig í anda innbyrða þetta án þess að burðast með bumbu um allt. Og gangí þér með tryggingarnar!

kv. Helga

Helga, 14.2.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Steini Thorst

Brynja: Staðurinn heitir Los Caracoles og er í hliðargötu frá La Rambla, Escudellers 14 - 08002 Barcelona.

Þessi staður er geggjaður og láttu frontinn ekki blekkja þig því það dettur engum í hug hvað reynist vera fyrir innan nema beinlínis að koma inn. Maturinn er súper í alla staði. Þjónustan og stemningin líka.

Helga: Það er nú það, verð þó reyndar að viðurkenna að ég komst ekki í mínar þrengstu buxur í morgun :)

Berglind: Takk fyrir það :)

Steini Thorst, 15.2.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Brynja skordal

ah takk fyrir þetta ætla að skella mér á þetta veitingahús kannski ég prufi alla þessa eftirrétti tek mér bara tíma til að borða

Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Steini Thorst

Endilega farðu þangað og prófaðu eftirréttina :) Það tekur venjulega smá tíma að fá borð en aldrei meira en klukkutíma þó. Á meðan er gaman að sitja við barinn og fylgjast með þegar þeir búa til eftirréttina sem þeir gera þar. Afleiðiningin er eins og kemur fram, að mann langar í þá alla

Steini Thorst, 15.2.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband