Flugleiðir - Framhald af töskuvandræðum

Eins og ég sagði frá um daginn þá lentum ég og félagar mínir í vandræðum með farangurinn okkar á leið okkar til Barcelona, þ.e. hann týndist. Þeir fengu sínar töskur þó loksins rétt áður en við yfirgáfum Barcelona en mína vantaði enn.

Ég fékk hins vegar hringingu frá Flugleiðum í gærmorgun þar sem mér var tjáð að taskan væri komin til þeirra. Ég var spurður hvort ég vildi ekki fá hana og jú, auðvitað vill ég það. Sú sem hringdi tók þá niður símanúmer og heimilisfang og spurði mig hvort ég yrði ekki heima milli kl 19 og 21 sama dag, í gær semsagt. Jú sagði ég, ég verð heima. Flott, þá sendum við þér hana.

Klukkan 20:20 í gærkvöldi hringdi svo einhver drengur í mig og spurði hvort eitthvað hefði breyst, hvort ég hefði ekki örugglega viljað fá töskuna á Drekavelli í Hafnarfirði. Nei, sagði ég, ég vill ekkert fá hana þangað, ég vill fá hana heim til mín, á það heimilsfang sem ég gaf upp fyrr um daginn. Nú ok, segir hann. Einhver misskilningur. En hún er blá er það ekki, spyr hann. Uhh nei, hún er svört segi ég. Ó!, ehh heyrðu, hún er víst svört segir hann. Flott, þá renni ég henni til þín núna. Frábært segi ég og þakka fyrir. Taskan kom nú samt ekki og þessi gaur hringdi úr leyninúmeri svo ég gat ekki hringt til baka.

Ég hringdi hins vegar í Flugleiðir í morgun og spurðist fyrir um þetta eftir að hafa sagt þeim hvað gerðist í gærkvöld. Sú sem fyrir svörum var ætlaði að kanna málið strax og hringja í mig aftur. Hún hefur ekki enn hringt og vinnudeginum lokið á þeim bænum.

Taskan er samsagt ekki enn komin til skila og ég velti því fyrir mér hvort hún sé núna í Hafnarfirði. Gæti það verið???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, hvað er svo að frétta af eldhúsmálum ?

Fer ekki að koma að partyhaldi ?

Arna (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:30

2 identicon

ég hef lengi haldið því fram að Icelandair er eitt lélegasta þjónustu fyrirtæki á íslandi, og þessi saga þín er bara til að staðfesta það !

steini kani (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband