1. mars 1989 - The B-Day

Magnað að hugsa aftur til þessa dags, þegar bjórinn var leyfður á Íslandi. Gleymi þessu seint, þvílík upplifun sem þetta var hahahah :)

Sko, ég bjó nú í foreldrahúsum á þessum tíma og man eftir því að pabbi hafði boðið til mikillar bjórveislu þennan dag. Hann keypti einn kassa af Löwenbrau, einn af Budweiser, einn af Beck's og tvo af að mig minnir Gullinu og svo var byrjað að þjóra úr sérstökum póstulíns bjórkrúsum sem mamma hafði málað fyrir alla karlkyns fjölskyldumeðlimi er aldur höfðu til að drekka ölið.

Rosalega fannst mér þetta merkilegur dagur og rosalega fannst mér ég stórmannlegur að sitja þarna, í heimahúsi, á Íslandi, með pabba, Palla mági mínum og nokkrum öðrum velvöldum að drekka bjór sem ekki var samsettur úr Pilsner og Vodka. Já, þetta var svona eins og að sitja á Strikinu í kóngsins Köben. Þannig leið mér. Þetta var svona fullorðins.

Ég er ekki mikill bjórmaður en ég ætla nú samt, svona í tilefni þess að 19 ár eru liðin frá þessum stóra degi að opna einn á laugardaginn meðan ég mála eldhúsið. Þá finnst mér að þessi maður eigi skilið að fá sér einn Thule. 


mbl.is Nýr bjór kemur á markað um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg svellkaldur....

Arna (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband