Úr ýmsum áttum

Langt síðan ég hef sagt eitthvað af viti hér en ætla aðeins að fara yfir liðna daga og vikur.

Skellti mér á Sálartónleikana á föstudaginn og damn, djöf... voru þeir góðir strákarnir. Minnist þess reyndar ekki að hafa orðið vitni af því að þeir klikki en þetta var bara skelfilega gaman og ég sparaði röddina ekki eina sekúndu. Það er kannski bara bjánalegt, en mér fannst nú ekkert leiðinlegt beint að fara svo fljótlega eftir tónleikana í partý með hljómsveitinni Whistling Maður er nú búinn að fylgja þessum gaurum í einmitt 20 ár. Sá þá fyrst á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina 1988.

Verð líka að segja frá því að ein kona úr hópnum sem ég var með sá mann þarna álengdar sem hún kannaðist alveg svakalega við og varð mjög upprifin af því að hitta hann. Gekk að honum með bros á vör og hendurnar tilbúnar að taka utan um hann. Brosið á honum þurrkaðist þó alveg út þegar hún kallaði "Hey!!!! Geiri Sæm!!!". Flest okkar þekkja manninn undir nafninu Richard Scobie LoL 

Nú svo er ég má segja búinn með eldhúsið :) Loksins !!! Ahhh,....að vísu á ég eftir að kaupa gólflista og setja á og hugsanlega geri ég það um Páskana. Svo er eitthvað smávægilegt eftir líka,...en í heildina BÚIÐ.

07032008407

Annars voru krakkarnir hjá mér síðustu helgi og við höfum í margar vikur, ég og Óðinn, rætt það að klippa hárið. En hann hefur alltaf guggnað þegar hann hefur séð skærin. Í gær fylltist hann hins vegar miklu hugrekki og sagði þegar hann kom uppúr baðinu, "Pabbi, kippa árið". Hann var því settur í stólinn og ég byrjaði að klippa. Hann grét allan tímann, beygði sig og sveigði. Þetta tókst svona la la,..miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem ég klippi hár. Og það er líka alveg óhætt að segja hann hafi verið hamingjusamur á eftir.

16032008439

Eins og sjá má, þá fór ég ekki í Iðnskólann til að læra hárskurð Shocking

En annars er bara allt við það sama þannig séð. Er farinn að hlakka hrikalega til sumarins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið svolítið vor í lofti undanfarið. En svo verður líka bekkjarmót í loki maí á Reyðarfirði og ég bara get varla beðið eftir því. það verður æðislegt að hitta alla gömlu bekkjarfélagana. Nú svo get ég auðvitað ekki beðið eftir að fá að komast á línuskautana því síðasta ár var extra stutt þar sem það rigndi frá 19. ágúst og má segja án afláts í 2 mánuði.

En já, gott í bili.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist nú drengurinn vera nokkuð sáttur með meistaraverk Steina Klipp!
Flott eldhús....

Sigrún (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Steini Thorst

Berglind, þú getur alveg treyst því að með því að fá klippingu hjá mér, þá FÆRÐU nýtt lúkk

Takk Sigrún

Steini Thorst, 18.3.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband