Mikil er ósanngirnin

Mér finnst þetta nú algjörlega út úr kú. Maðurinn er að bjarga bílnum sínum sem þar að auki er bundinn við björgunarsveitabíl meðan á öllu stendur. Þeir eru bara að bjarga verðmætum úr sjó og ekkert annað. Hann var ekki að aka bílnum sem by the way var óökuhæfur, ónýt kúpling. Eina hættan sem þarna skapaðist var hættan á olíumengun í sjónum ef bíllinn yrði ekki tekinn.

Ég vildi vilja sjá svona harða dóma í nauðgunar- og öðrum ofbeldismálum en ekki í málum sem hinn almenni þegn getur auðveldlega sett sig í sömu stöðu og spurt sig, hvað hefði ég gert.


mbl.is Sat fullur undir stýri meðan bíll var dreginn á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúðin með drukknum?

Það er alveg ótrúlegt hvað landinn vill viðurkenna ölvunarakstur. Hræðilegt fyrirbæri sem veldur ótal hörmungum ár hvert. Ölvun undir stýri. Engin samúð frá mér.

Sigmar Þormar

Sigmar Þormar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:56

2 identicon

Sigmar, málið er að þetta er ekki aveg svona svart/hvítt. Þetta er í bestafalli voðalega lítill ölvunarakstur (ef akstur) og alveg fullkomlega skiljanlegur.

Fær mína samúð enda allt of harður dómur.

Einar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Steini Thorst

Sigmar, þetta er ekki ölvunarakstur. Bíllinn ekki í gangi, óökuhæfur og fastur í togvír. Ég hef enga samúð með fólki sem kýs að aka undir áhrifum áfengis en þetta verður með engu móti kallað AKSTUR.

Steini Thorst, 13.5.2008 kl. 15:44

4 identicon

Þetta er auðveldustu mál sem lögregla og dómsvaldið ræður við hér á landi, enda er ekki um neina alvöru glæpmenn að ræða, heldur að öðru leyti um heiðviðra borgara að ræða.

Hvíti einhyrningurinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:54

5 identicon

Því miður svona eru löginn. Ef þú set undir stýri  á bíl fullur, þá má taka þig fyrir ölvunarakstur, þó svo bíllinn sé ekki í gangi. Þess eru dæmi svo vitað er og á þennann hátt er lögum framfilgt, þó við séum ekki alltaf sammála því.

Kjartan (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:26

6 identicon

Það er alveg ljóst að þarna var ekki um neyðarástand að ræða þannig að hinn dæmdi getur ekki falið sig á bak við neyðarrétt, auk þess sem hann hafði val um að fá edrú ökumann. Ég tel því að maðurinn hafi brotið af sér, en um þyngd dómsins geta menn deilt.

Birkir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband