Sumarfrí, eða þannig !!

Ég ákvað fyrir nokkru síðan að taka frí frá vinnu þessa viku. Það er nú skemmst frá því að segja að ég þurfti að mæta á skrifstofuna á þriðjudag. Svo þurfti ég að koma í dag vegna þess að mjög mikilvægur fundur við minn helsta viðskiptavin hafði verið bókaður í dag. Ok, ekkert mál hugsaði ég nú og mætti að sjálfsögðu nokkrum tímum áður til að undirbúa fundinn. Hálftíma fyrir hann kom frestun til morguns svo ég þarf að mæta aftur á morgun. Jamm, frí þessa vikuna.

En hvaða máli skiptir það svosem, það er bara hundleiðinlegt veður, rigning og hvasst og ekki hægt að rúlla sér neitt á skautunum. Þriðjudagurinn var eini dagurinn sem það var hægt svo ég tók 35 km þá. Náði ágætis tíma en ekki nógu gott samt.

Annars erum við feðgar bara búnir að stunda sundið grimmt í vikunni og Óðinn náði því í gær í fyrsta skipti að finna til öryggis í lauginni. Hann synti eins og selur,....eða kannski frekar eins og andarungi, sleppti hendinni af mér og fílaði sig í botn. Nú er bara að halda þessu áfram og gera úr honum sundkappa eins og kall faðir hans var á sínum yngri.

Hvað er eiginlega málið með veðrið hérna? Var að horfa á veðurfréttir og það er bara eitt framundan, rigning, rigning og aftur rigning. Eina vitið hefði verið að fljúga á vit ævintýra í suðrænu landi og eyða nokkrum rándýrum evrum. Eða,...kannski maður bara fari aftur austur, þar er ALLTAF gott veður :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér, alltaf blíða í sveitinni!!

Er einmitt að fara í smá útilegu um helgina.

Alli Þorvaldar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:08

2 identicon

Þú ert alltaf velkominn í bongóblíðuna hjá mér ;)

steini kani (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 990

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband