20.6.2008 | 15:24
Svona smá update um börnin
Í dag, 20. júní á hún Ísabella mín 10 ára afmæli. Til hamingju elsku dúllan mín
Það verður sjálfsagt mikið um dýrðir hjá henni á morgun þegar afmælisveislan sjálf verður en mamma hennar er nú ekki beint þekkt fyrir að vera neitt að farast úr hógværð og hugmyndaleysi þegar góða veislu gjöra skal :)
Af Allý minni er svo það að frétta að hún er bara mjög sátt við þá breytingu sem átti sér stað í apríl þegar hún flutti alfarið til mín. Það fer vel um okkur og samkomulagið bara fínt þó svo að ég þurfi nú aðeins að temja hana og forrita :) Hún er byrjuð að vinna í sjoppu rétt hjá okkur sem er bara hið besta mál. Fínt að geta hringt í hana á laugardagskvöldi rétt áður en hún hættir að vinna og láta hana koma með ís fyrir kallinn :)
Reyndar var Allý að eignast lítinn frænda um daginn en Rósa Björk systir hennar eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun júní.
Nú svo er það prinsinn, Óðinn Örn. Hann tók það stóra skref í vikunni að pissa í fyrsta skipti í kopp . Hann var hjá mömmu sinni þegar það gerðist og stoltur og ánægður hringdi hann í pabba gamla og sagði mér frá. Og hann var sko að springa úr stolti..........og ég líka :)))
Ég þyrfti nú að fara að vinna í því að fá nýrri mynd,....þau hafa nú vaxið og þroskast svolítið síðan þessi var tekin.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1220
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyrðu, án alls gríns þá dreymdi mig Óðinn í nótt, og hann var að banka á klósetthurðina þína, biðjandi þig um að hleypa sér á klósettið.....magnað ;)
steini kani (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.