Er lækkun á iPod aðalfréttin hérna???

Alveg finnst mér þetta furðulega fyrirsögn á þessari stórfrétt.

Hvað hefur iPod með þetta að gera annað en að vera ein af þúsundum vara sem lækka mun í verði við þessa breytingu? Ekki neitt!

Afnemun vörugjalda á raftæki þýðir miklu meira en lækkun á iPod. Þetta þýðir að sjónvörp, hljómtæki almennt (ekki bara iPod), kæliskápar, þvottavélar, DVD spilarar og svo lengi mætti telja mun lækka sem nemur vörugjaldinu. Á flestum þessum vörutegundum er 25% vörugjald en lægra á öðrum.

Fréttamennskan í þessari frétt er með eindæmum og alveg magnað að blaðamaðurinn skuli einblína á iPod fyrir utan að segja að ríkissjóður verði af hundruðum milljóna í vsk tekjur vegna þess að fólk kaupi iPod erlendis. Halló,....ríkissjóður MUN verða af hundruðum milljóna í tekjur af vörugjöldum eftir þetta. Athuga þarf að mest seldu sjónvörpin sem seld eru kosta á bilinu 100 - 200.000 svo hlutfall vörugjalds af slíkum vörum er nú slatti hærra en vsk af ódýrum iPod. Það sama má segja um margar aðrar vörur. Langflestir íslendingar kaupa nefnilega sín raftæki hérna heima.

iPod eru ágætir MP3 spilarar en dýrkun ákveðinna fréttamanna á þeim gerir þá gjörsamlega blinda á hvað annað er að gerast í þessum heimi, bæði hvað varðar þá breytingu sem niðurfelling vörugjalda þýðir sem og bara í tækniheiminum. Gjörsamlega blindir á það.

Ég segi það aftur, það að iPod muni lækka í verði í verslun Apple við niðurfellingu vörugjalda er bara dropi í hafið fyrir heimilin í landinu þegar að þessu kemur. Bara pínulítill dropi. Fréttamenn ættu að skoða betur hvaða raunverulegu áhrif þetta mun hafa til hagsbóta fyrir heimilin og fólkið í landinu og hananú :)


mbl.is Verð á iPodum mun lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Mig líka,....en það er ekki fréttin.

Steini Thorst, 21.6.2008 kl. 10:58

2 identicon

Ég held í rauninni að þessi vöruskattur sé í lagi á meðan hann er lækkaður kannski niður í 5-10% topps og skattur eins og stimpilgjöld og önnur lánatengd gjöld séu afnumin.  Það sem virkilega er að sliga fólk eru lán og alls konar furðulegir kostnaðarliði sem tengdir eru þessu.  Hverjum er ekki skítsama um ipod??  Ef mann langar í ipod þá kaupir maður hann eða lætur einhvern kaupa hann í gegnum sambönd.  Það er mun ódýrara og auðveldara en að breyta húsnæðisláni eða öðru láni sem maður hefur.

eikifr (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Himmalingur

Mikið er ég sammála þér Þorsteinn!!!!

Himmalingur, 21.6.2008 kl. 16:19

4 identicon

ég held að Apple fari bráðum að borga þér fyrir að halda kj...

steini kani (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Neytandinn

Neytandinn getur þá kannski farið að setja i-Pod á bílinn í staðinn fyrir bensín?? Og tekið kannski VISA-rað fyrir i-Podum í staðinn fyrir húsnæðislán fyrir heimili!?

 Hvar eru áherslurnar? Gott mál að lækka vörugjöld af raftækjum.... en var það virkilega fremst í forgangsröðinni??  Gagnast Neytandanum ekki neitt að eiga fullt af raftækjum, ef hann getur ekki borgað af sínu eigin heimili... og missir það í fen óráðsíu stjórnvalda og bankastofnana!!

Neytandinn, 21.6.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband