9.7.2008 | 21:33
Kerfið, hið opinber og endaleysan þar. Skítt með kerfið kannski?
Það er alveg með ólíkindum hvað opinberar stofnanir geta verið mikill frumskógur að fara í gegnum.
Í apríl flutti dóttir mín alfarið til mín og það var tilkynnt til Þjóðskrár um leið og lögheimilið var fært. En svo þurftum við mamma hennar að fara til sýslumanns til að gera þetta nú allt formlega. Reyndar alveg furðulegt að það þurfi þegar um fullkomið samkomulag er að ræða, snýst bara um að dóttir okkar er að flytja frá henni og til mín. Hefði í mínum huga átt að vera bara nóg að við skrifuðum bæði undir skjal þess efnis. Ok, fine,....við mættum á tilsettum tíma, sem btw var einum og hálfum mánuði eftir flutninginn því engan annan tíma var að fá. Við biðum á biðstofunni hjá sýslumanninum í Reykjavík í einhvern hálftíma áður en við vorum kölluð inn. Þar mætti okkur skrifstofa innréttuð árið 1976 með starfsmanni innréttuðum 1976 líka. Hvorugt hafði breyst á þessum tíma.
Það eina sem okkur var sagt að gera var að mæta bæði. En það fyrsta sem Hr. 1976 gerði var að spyrja hvort við værum með skilnaðarpappírana. Hmmm,....nei sko, við erum löööööngu skilin og gerðum það hérna fyrir 13 árum síðan. Við erum ekki að skilja, við erum bara að ganga frá því að dóttir okkar er að flytja frá móður til föður. Okkur var sagt að mæta hingað. Já ég skil,....en eruð þið með sönnun þess að þið séuð skilin spurði hann,.....döhhh. Nei, við erum ekki með sönnun fyrir því aðra en orð okkar og við getum svo svarið að við erum skilin. Sérð þú ekkert í tölvunni þinni um það þar sem við erum jú hjá Sýslumanninum í Reykjavík og á Sifjadeild sem annast skilnaði? Sérðu ekkert þar? Hmm,...nei en augnablik sagði hann og fór fram.
Hr. 1976 kom aftur eftir ca hálftíma með blað í höndunum, Jæja, hérna stendur að þið hafið skilið fyrir 13 árum síðan. Ég var nú orðinn smá pirraður á þessu og hreytti því hálfpartinn útúr mér að það hefði einmitt verið það sem við sögðum honum bæði fyrir hálftíma.
En semsagt núna var það sannað svo nú var hægt að breyta dvalarstað dóttur okkar. Í skjalinu kom svo auðvitað fram að breyting yrði á meðlagsgreiðslum. Semsagt nú færi ég að fá greitt meðlag í stað þess að greiða það. Við spurðumst fyrir um það hvernig ferlið yrði á því, hvort hann gengi frá slíkum málum á staðnum. Nei, ekki er það svo sagði hann. Þið þurfið að bíða í nokkra daga og þá fáið þið sent stimplað bréf sem svo ætti að fara með til Tryggingastofnunar til að tilkynna þessa breytingu og að ég þyrfti að sækja þar um meðlag. Hmm,...ok ekkert mál.
Ég fékk bréfið 3 dögum seinna og fór í Tryggingastofnun. Þar gekk reyndar allt alveg ágætlega og mér sagt að þetta myndi nú ganga allt sjálfvirkt fyrir sig og ég fengi greitt meðlag næstu mánaðarmót á eftir. En ég þyrfti þó að hafa samband við Innheimtustofnun sveitafélaga sem sér um að rukka meðlag og tilkynna þar að ekki ætti lengur að draga af mér. Ég gerði það en þó með ótrúlegum flækjum. Ætla ekki einu sinni að reyna að rekja hringavitleysuna sem ég fór í þar til að leiðrétta ofgreitt meðlag frá mér.
Svo komu mánaðarmótin og ekkert meðlag. Á föstudaginn hringdi ég í Tryggingastofnun og spurðist fyrir um þetta. Þar var mér í þetta skiptið tjáð að þar sem ég bý í Kópavogi eigi ég að tala við Sýslumanninn í Kópavogi. Klukkan var orðin 3 svo ég varð að bíða til mánudags. Hringdi reyndar ekki fyrr en í dag þangað og sagðist vera að spyrjast fyrir um þetta. Nei sko, þú verður að sækja um þetta fyrst. Já, ég er búinn að því sagði ég. En þú verður fyrst að fara til Sýslum í Rek og tilkynna þetta. Hmmm,......ég er löngu búinn að því. Nú? Þá þarftu að fara niður í Tryggingastofnun og fylla þar út....................Nei heyrðu sagði ég,....ég er búinn að þessu öllu. Það er allt frágengið hjá Sýsla í Rek, hjá Tryggingastofnun, hjá Innheimtustofnun og allsstaðar,....það hefur bara ekki borist greiðsla og mér var sagt að tala við ykkur. Nú? Heyrðu, ætla þá að gefa þér samband við konuna sem sér um þessi mál......................sko eftir 5 mínútna samtal og hálfgert rifrildi.
Sú sem kom í símann sagði málið einfalt. Ekki væri búið að færa lögheimili Alexöndru og þess vegna stoppaði allt. Sagði mér að hringja í Þjóðskrá. Ég gerði það og eftir mikinn eltingarleik við rétta manneskju kom í ljós að tilkynningin hafði borist en mamma Alexöndru hafði gleymt að undirrita hana. Hún er búin að því núna svo núna loksins ættu málin að vera komin í rétt horf.
En hvað er málið eiginlega með þetta kerfi,..........er eitthvað skrítið að það sé dýrt að reka þetta bákn allt þegar ekki eitt einasta skref sem tekið er, leiðir af sér nokkurn skapaðan hlut. Ég hefði haldið að svona nokkuð ætti að klárast frá A-Ö hjá sýslumanni.
Skítt með kerfið kannski?
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
áfram Sjáljfstæðisflokkurinn..áfram Geir og Davíð...lengi lifi hi geggjað góða kerfi sem þeir sköpuðu...eða breyttu aldrei, hvernig sem þú vilt hafa það ;)
steini kani (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 05:03
Steini,......flest af þessu sem ég er að tala um heyrir undir félagsmálaráðuneytið og sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið sem ekkert komið nálægt því undanfarna áratugi svo það þýðir lítið að nefna hann einn og sér í þessu samhengi :) Kynna sér málin Steini, kynna sér málin :)
Hitt er svo annað mál að ég held að þetta hafi nú lítið með það að gera hvaða flokkur er í stjórn hverju sinni. Heldur hefur þetta meira með embættismennina sem stýra þessum stofnunum að gera. Held ég.......
Steini Thorst, 10.7.2008 kl. 13:15
Það hefur alveg sýnt sig undanfarin ár að það skiptir ENGU máli hvaða flokkur er í stjórn með karlaklúbbnum Dabbi kóngur, þeir ráða alltaf. Enn annars átti þetta bara að vera skot á mína kóngabláu fjölskyldu;)
steini kani (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:12
Hahahah,....já, ég vissi að þú varst að REYNA að skjóta. En hnitin sem þú settir inn voru bara kolröng og lentu beint í miðju enninu á Framsóknarmönnum :)
Steini Thorst, 10.7.2008 kl. 19:09
EKKI er það verra, það er eiginlega betra ef maður spáir í því ! Enn framsókn er bara klósettið hjá sjálfstæðisflokknum, þar eru skítalabbarnir sem voru aldrei valdnir í liðið..þannig að þeir fóru bara í framsókn ;)
steini kani (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.