17.7.2008 | 10:13
Enn og aftur rangar fréttir tengdar iPhone umfjöllun
Mikið yrði ég glaður ef sá fréttamaður sem virðist hafa það sem sitt aðalstarf að fjalla um iPhone myndi kynna sér Betur tölulegar staðreyndir þegar hann skrifar sínar fréttir.
Í þessari frétt segir hann að Blackberry sé með yfirburðarstöðu á smartsímamarkaði viðskiptaheimsins. Það er bara tóm þvæla. Blaðamaðurinn er alveg að gleyma Windows Mobile símum en það sem meira er, hann er að gleyma Symbian sem er LANGSTÆRSTI aðilinn á smartsímamarkaði í heiminum. LANGSTÆRSTI.
Það sem ég tel reyndar að blaðamaðurinn sé að "klikka" á er að hann er að sækja sínar fréttir til bandarískra fréttamiðla en Blackberry er klárlega stærst í USA. Þegar bandarískir fréttamenn, sumir hverjir, skrifa fréttir, þá gleyma þeir stundum að það er heimur fyrir utan USA.
En svo er annað í fréttinni sem ég hefði viljað fá betri útskýringu á. Hvernig verður rekstur iPhone dýrari með GPS? Það skil ég illa þar sem GPS styðst við beint og samband við gervitungl og kostar ekkert. Hitt er verðið,......hvernig er það komið í 230.000 krónur?
iPhone 3G með aukinn hraða en líka aukinn kostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jámm.. Hann er að skoða bandarískar tölur. Og þar rúlar Blackberry. Og reyndar skiljanlega eftir að ég prufaði Windows Mobile. Fáránlegt að geta ekki ræst eitthvað forrit vegna þess að maður er búinn með minnið og að þurfa grafa upp task manager til að slökkva á forritum sem maður hélt að maður hefði slökkt á. Eins gott að maður sé ekki að keyra þegar maður er að baksast í þessu.
Symbian er kúl hinsvegar. Ekki alveg minn stíll en hey það er mín skoðun bara.
En já... Frekar amazing þessi verðmiði sem blaðamaður setur á iPhone. Hann reiknar þarna inn í verðið læstann símann og 2ja ára samning. Þegar að þú getur bara einfaldlega kaypt hann ólæstann á verði sem er ósköp venjulegt smartsímaverð.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:29
Hvað varðar verðið vegna gps þá dettur mér í hug að það sé verið að sækja kortið í gegnum vefinn.
Dóri (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:52
En talandi um Task manager, þá er t.d. iPhone ekki multitask græja og getur eingöngu keyrt á einu forriti í einu.
Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í Windows Mobile eins og öðrum multitask græjum að komið geti að því að of mörg forrit séu í gangi og þurfi þess vegna að slökkva á einhverju þeirra til að opna nýtt. Þetta þekkist nú alveg í tölvum almennt,....þó þær séu nú flestar það öflugar í dag að þola ansi mikla keyrslu áður en vinnsluminni þrýtur.
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 10:58
Nei Dóri. Þú varst alltaf að sækja kortið í gegnum netið í gamla líka. Bæði iPhone og iPod voru alltaf með Google Maps.
Er ekki bara verið að meina kostnað við að vera með GPS. Kostnaður á framleiðanda sem þarf að láta notendur borga. Þeas búnaðinn sjálfann. Og þarf ekki framleiðandinn að borga líka einhver leyfi til hersins eða eitthvað þannig?
Þorsteinn: Já ég skil alveg af hverju þetta er svosem. Og þetta er bara spurning um design choice. Apple þurftu að leggja vinnu í akkúrat að taka burt multitasking þar sem það er innbyggt í stýrikerfið. Þannig að það var erfiðara að gera non-mutlitasking græju. Málið er hvort design choiceið meikar meira sens í svona græju. Og mulittasking meikar bara ekkert sens og er rosalega pointless. Þarftu virkilega að hafa GPS forritið actually í gangi í bakgrunni að eyða batteríi og takandi minni þannig að þú getur ekki ræst annað forrit. Það tekur hvort eð er innan við sec að ræsa það upp frá grunni.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:05
Dóri: Veistu þá við hvaða kortagrunn er stuðst? Nokia á sinn eigin kortagrunn í gegnum fyrirtæki sem Nokia á og heitir Navtech. Hjá Nokia kostar ekkert að setja kortið í símann, það er gert í gegnum PC tölvu. Hins vegar er hægt að hlaða því niður á vefnum beint í símann og þá auðvitað greiðir maður fyrir niðurhal.
En ég myndi ekki kalla þetta rekstrarkostnað á GPS.
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 11:05
Þorsteinn: Það sem er innbyggt er bara Google Maps sem er náttúrulega voðalega basic. En Garmin og fleiri eru að koma út með útgáfur af sínum eigin GPS forritum bráðlega fyrir iPhone.
Sigmar: Er GPRS eitthvað sérstaklega ódýrara á Blackberry? Ég spyr bara þar sem ég hef ekkert skoðað þetta. Er það vegna einhverra samninga eða er einhver compression tækni í gangi eða eitthvað. Annars er iPhone ódýrar fyrir fyrirtækið sem þú vinnur hjá. Blackberry þarfnast middleware á Exchange þjóninn sem fæst ekki gefins á meðan iPhone getur tengst þjóninum sjálfum.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:15
Sigmar, þú hefðir átt að hlaða kortinu frítt í símann áður en þú lagðir af stað í ferðalagið. Bara Danmörk eru einhver 24MB og það segir sig sjálft að það er rándýrt að hlaða því niður í gegnum GPRS eða 3G. Hefðir reyndar líka getað farið á Hotspot og gert það þar frítt.
En það er ekki rétt hjá þér að Blackberry hafi forskot á ALLA sína samkeppnisaðila að GPRS notkunin sé margfalt ódýrari. Með Nokia Intellisync er hún sú sama eða minni. Þetta snýst semsagt um það að tölvupóstlausnin þjappi gögnunum áður en umrædd gögn eru send. Nokia er að gera það jafnvel eða betur en Blackberry.
En svo er það svo að Nokia E-series símarnir sem eru nokkrir geta allir keyrt Blackberry lausnina og það hefur vissulega áhrif á að Symbian er svona stórt sem raunin er.
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 11:15
Jón Grétar: Það er mikið um síma sem tengst geta Exchange þjóni eint án milli servers. Nokia, Windows Mobile, iPhone og fleiri geta það allir. En ódýrasti reksturinn á Mobile email fellst í að kaupa lausn af einhverju tagi líkt og Nokia Intellisync, Blackberry eða öðrum álíka lausnum. Þar er einmitt um þjöppun á göngnum að ræða sem fram fer í þessum auka server og lækkar því það gagnamagn sem sent er og þar með lækkar kostnað við að senda.
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 11:21
Ahh. Þannig sem það virkar.
En það verður samt líka að muna að ég efast um að þessi milliserver er frír. Þannig að ef að það er fyrirtækið sem borgar, eins og til dæmis með mína símaþjónustu, þá þarf fyrirtækið allavega að hugsa sig um hvort er ódýrar. Þetta er spurning um háann startkostnað eða hátt mánaðargjald.
Og þar að auki tel ég líklegra að GPRS/3G verðskráin lækki(hún er nú þegar búinn að gera það um helming hérna).
Jón Grétar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:30
Jájá,...það er fullt af spurningum og pælingum í sambandi við Mobile email sem þarf að skoða. Notir þú t.d. Blackberry getur þú ekki hýst serverinn sjálfur heldur verður símafyrirtækið að gera það. Notir þú Intellisync getur þú hins vegar hýst sjálfur. En eins og ég segi, fullt af pælingum í svona málum sem kannski alltof flókið er að fara í á athugasemdadálk á blogginu :)
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 11:36
Ok,..það getur verið misskilningur hjá mér.
En þegar þú verður kominn með 50 starfsmenn, þá skaltu skoða Intellisync frá Nokia við hlið Blackberry. Mæli eindregið með því :)
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 11:54
Eina vandamál mitt við síma á borð við N95 er að Nokia hefur þennan leiðinlega ávana að taka aldrei neitt í burtu en bæta samt fullt við. Þeir þurfa alvarlega að taka sig til og losa um nokkuð af features. Skjárinn er bara ákveðið stór og það gengur ekki upp að bæta við 10 features á ári án þess að fækka þeim gömlu.
Það er lykillinn að velgengni Apple. Þeir hugsa hvað er notað og hvað má missa sín. Já það er ekki myndavél sem vísar fram en myndsímtöl eru bara ekki notuð anyways. Já það er ekki MMS en honestly þá er MMS ekki notað. Apple hefur tekist með því að losa burt allt sem enginn notar að búa til síma sem getur allt sem allir gera en samt margalt einfaldari á allan hátt.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:07
En málið með N95 og aðra Symbian síma er nú samt það að þú getur hreinsað features úr þeim sem þú ekki kærir þig um, rétt eins og með hefðbundna tölvu.
Þetta snýst að mínu mati um að hafa valið.
Steini Thorst, 17.7.2008 kl. 13:00
Það sem ég skil ekki er af hverju það er frétt að það komi nýr sími frá Apple. Það kemur nýr sími í hverjum mánuði og reyndar hverri viku frá öðrum framleiðendum, flestir þeirra með 3G og sífellt fleiri með GPS. AF hverju er það ekki frétt?
Það er staðreynd að iPhonehefur mjög þægilegt notendaviðmót fyrir touch síma en það er það eina sem hann hefur umfram flesta aðra síma sem hugsaðir eru sem viðskiptasímar. Í reynd myndi maður segja að Blackberry, Nokia og Windows Mobile myndu henta betur inn í öll fyrirtækja umhverfi heldur en nokkurn tíma iPhone. Það á sérstaklega við á Íslandi þar sem að síminn er ekki einu sinni studdur.
Ég myndi telja það mun meiri frétt að fyrirtæki eins og Össur og Marel eru að þróa hugbúnað sem nýtir sér virkni Windows Mobile síma í vörum sínum. Þarna er komin virði sem gerir það að verkum að sími er ekki lengur bara sími heldur eitthvað sem raunverulega nýtist til að skapa virði í fyrirtækjum, þ.e. umfram voice og e-mail, sem flestir símar á markaðnum í dag bjóða upp á.
Helgi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 15:48
Ég skil ekki þetta iPhone æði.
Marinó Már Marinósson, 18.7.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.