Ný áskorun - sjósund

Ég var að koma úr Stykkishólmi þar sem ég eyddi helginni vegna fertugsafmælis bestu vinkonu minnar til síðustu 25 ára, hennar Helenu. Við vorum þarna 4 og með mikinn barnaskara með okkur :) Frábær helgi.

Helena hefur frá barnsaldri stundað það að synda í sjónum en undanfarnar vikur hefur hún verið að hvetja mig út í þetta líka og nú um helgina lét ég vaða og vá, Jesús Pétur hvað þetta var kalt,....brrrrrrrrrrrr. Sjórinn þarna var um 7-8° á celsius. Henti mér út í á föstudagskvöld og kallinn varð svo heillaður að aftur var látið vaða á laugardagskvöld og þá aðeins lengur.

Nú er ég semsagt kolfallinn fyrir þessu og ætla að fara að stunda þetta á næstunni þrátt fyrir þá staðreynd að þetta er náttúrulega bara rugl sko Tounge En ég mæli sko hiklaust með þessu.

En núna er 2 vikna sumarfríi lokið í bili og á morgun fer ég að vinna. Óðinn er búinn að vera með mér í 2 vikur og margt búið að bralla og hann búinn að ferðast heil ósköp á þessum stutta tíma. Hann hefur aldrei ferðast svona mikið. Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Stykkishólmur og þúsundir kílómetra. Svo fer hann semsagt til mömmu sinnar núna og mér skilst að hringferð um landið sé á planinu. Ferðasumarið mikla hjá mínum gaur og það verður skrítið núna að hafa hann ekki alla daga. En núna fer líka í hönd mikill skautatími hjá mér því ég hef bara 10 daga til að negla 100 kílómetrana,....Sick  Vonandi verður veðrið mér hliðhollt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

He....v  ertu duglegur drengur.  :):):):)  

Marinó Már Marinósson, 20.7.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: Steini Thorst

Þakka þér Marinó,........mæli með því að þú prófir þetta sjósund :)

Annars var ég að horfa á veðurfréttirnar fyrir vikuna og ekki lítur það vel út fyrir mig með línuskautadæmið,.....rigningu spáð alla vikuna :(

Steini Thorst, 20.7.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Helga

úfff þú ert ofvirkur!

Helga, 21.7.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband