27.7.2008 | 20:26
Sjósundið :)
Vá hvað þetta er geggjað, að synda í sjónum.
Skellti mér í dag út í og synti töluvert lengra en síðast. Reyndar synti ég mjög lítið síðast þegar ég fór enda voru það bara fyrstu tvö skiptin mín. En núna fór ég kannski 200 metra eða svo. Það var töluverður öldugangur líka í dag sem gerir þetta aðeins erfiðara. En mikið rosalega er þetta gaman og gott. Maður verður ansi ánægður með sig eftir á :) Alveg magnað að finna eftir ca 5 mínútur þegar kuldinn byrjar að hverfa og sjórinn verður allt í einu hlýr að manni finnst. Reyndar er það ekki sjórinn sem er að hlýna heldur er líkaminn að dofna og sömuleiðis að hamast við að halda hita. Ég held að þetta sé allt uppí huganum, maður er bara duglegur að segja sjálfum sér að þetta sé ekkert kalt og þá verður það ekki kalt :)
Annars er bara að ljúka fínni helgi. Fór á föstudaginn á línuskauta, kannski 25 km eða svo. Fór svo í grillveislu hjá systur minni,...þvílík veisla alltaf hjá henni enda snilldarkokkur :) Kvöldið endaði reyndar með því að ég hitti vinnufélaga minn og við skelltum okkur aðeins í bæinn. En svo bara heim að lúlla. Á laugardaginn hjálpaði ég vinkonu minni að flytja og eyddi svo kvöldinu heima í rólegheitum. Í dag var það svo barnaafmæli í fjölskyldunni en ég læt slíkt sjaldan framhjá mér fara enda súkkulaðikökufíkill :) Það vantaði heldur ekki súkkulaðið í þessu afmæli,..nammminamm. Fór svo í sjóinn á eftir.
Morgundagurinn verður svolítið erfiðari og sorglegri en flestir dagar því þá fer ég í jarðarför frænda míns sem fór því miður langt fyrir aldur fram á vit feðra sinna. Lífið hefur sinn gang og maður skilur ekki alltaf allt, svo mikið er víst.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1221
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.