8.8.2008 | 17:33
Pirruð mamma og fokkmerki frá börnunum
Það þarf nú frekar mikið til að vekja hneykslun hjá mér, svo mikið er víst. En núna áðan þá tókst það. Ég var að keyra eftir Reykjanesbrautinni, rétt áður en komið var að Staldrinu, þurfti að skipta um akrein vegna þess að ég var að fara í Kópavoginn. Ég sá að það var gott pláss til þess svo ég gaf stefnuljós en sá um leið að bíllinn sem var á þeirri akrein gaf inn,...svona til að verja sitt pláss. Ég mjakaði mér mjög rólega og hægt inná akreinina, ekki síst vegna þess að bílstjóri hins bílsins fór að þjarma að mér jafnvel þó ég væri kominn með bílinn hálfan á akreinina. Ég tek það skýrt fram að ég var ekki að troða mér,...ekki á nokkurn hátt og gerði þetta allt mjög varlega enda með börnin í bílnum.
Þegar ég svo leit í baksýnisspegilinn sá ég bílstjórann sem var frekar pirruð kona sem var greinilega ekki að vanda mér kveðjurnar af líkamstjáningu hennar að dæma. Næst komum við að afrein sem ég færi mig inná til að beygja til hægri og hún kemur upp að hliðinni á mínum bíl og greinilega ennþá að argast út í það að ég skyldi voga mér að skipta um akrein, taka plássið "hennar". En þá kemur að því sem ég verð bara að viðurkenna að hneykslaði mig. Börnin hennar tvö sem sátu annars vegar í framsæti og hins vegar í aftursæti réttu mér æði fingurinn. Börnin voru bæði undir 10 ára aldri.
Halló, hvað er í gangi þegar börnin verða svo pirruð í umferðinni að þau gefa öðrum bílstjórum fokkmerki?????
Ég vill taka það aftur fram skýrt og greinilega að það var ekkert í aksturslagi mínu sem gaf ástæðu til að pirra sig yfir, hvað þá að valda hættu. Þarna er bara dæmi um íslenskan bílstjóra, konuna, sem arkar áfram í umferðinni án þess að skeyta um neitt og allir eru fyrir henni. Ef ég hefði fattað að taka niður númerið, þá hefði ég hiklaust birt það hérna og tengt við mest lesnu frétt mbl í dag og aftur á morgun.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú áttir að stöðva hana og lesa henni pistilinn.....
Haraldur Davíðsson, 8.8.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.