Það var hér fyrir fimmtán árum......

Í dag á hún Allý skvísa dóttir mín afmæli, 15 ára að verða 18. Til hamingju elsku dúllan mín Heart

Hún er frumburðurðurinn og það er óhætt að segja að lífið hafi breyst daginn sem hún fæddist. Er ekki frá því að ég hafi tekið mitt stærsta þroskaskeið í kjölfarið en þeir sem mig þekkja vita að ég þroskast mjög hægt :)

Alveg frá fæðingu var hún mjög hænd að mér og við alveg sérstaklega náin alla tíð. Verð nú samt að viðurkenna að það hefur nú aðeins breyst nú í seinni tíð, þegar hún skreið inná þetta blessaða unglingstímabil. Pabba gamla er ekki lengur sagt allt og það er síður en svo í uppáhaldi að eyða öllum stundum með pabba,........en ég held nú að þetta komi allt til baka seinna. Hún Allý er ljúfari en allt sem er ljúft en hún er líka svolítið ævintýragjörn á köflum eins og t.d. skríða útum gluggann í herberginu sínu um miðja nótt. Hún var frekar óheppin að gamli skyldi vera að fylgjast með :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi segja að hún hafi bara verið heppin að pabbi hafi fylgst með. Annars vil ég bara óska þér til hamingju með daginn. Yngsti sonur minn er líka 15 , að verða 20  í dag. ætli þetta fylgi deginum ?

Þóra (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hjartanlega til hamingju með prinsessuna þína. Falleg stelpa sem þú átt.

Linda Lea Bogadóttir, 9.8.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Steini Thorst

Takk Linda mín og takk sömuleiðis Þóra :)

Steini Thorst, 9.8.2008 kl. 22:15

4 identicon

Til hamingju Allý og til hamingju með hana Steini

steini kani (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 07:06

5 Smámynd: Steini Thorst

Takk frændi litli :)

Og takk elsku Berglind :)

Steini Thorst, 10.8.2008 kl. 12:16

6 identicon

Síðbúin afmæliskveðja frá Dísu frænku í Los Angeles til Alexöndru og pabba. 

Lukkudagur fyrir bæði - þessi dagur fyrir 15 árum síðan.

Og... til hamingju með ömmu/mömmu daginn eftir. 

Dísa frænka í LA (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Steini Thorst

Takk fyrir kveðjuna Dísa :) Og skilaðu kveðju til Röggu frá mér

Steini Thorst, 17.8.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1056

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband