Fjarstýring á viðskiptavininn

Ef Apple getur með fjartengingu fjarlægt forrit úr símanum, þá getur Apple líka sótt allar upplýsingar úr honum og þar með fylgst nákvæmlega með hverjum sem þeim sýnist. Kannski skiptir það engu máli,.....en samt.

Mér finnst Apple ganga alltof langt í að reyna að stýra þessum síma sínum. Það má ekki kaupa hann nema maður búi í réttu landi. Og ef maður býr í réttu landi, þá má ekki nota hann nema á símkerfi sem Apple ákveður. Það má ekki setja upp í honum forrit nema Apple ákveði að það sé ok og það má ekki uppfæra hugbúnaðinn í símanum ef maður hefur ákveðið að kaupa hann án 2 ára samnings.

Nú er ég bara að bera símann saman við aðra síma á markaðinum. Nokia, SonyEricsson, Samsung, Motorola, LG, Siemens, HTC, HP og fleiri og fleiri. Allir þessir símar eru þess eðlis að þú ákveður sjálfur sem eigandi tækisins hvaða hugbúnað þú setur upp í þeim. Alla þessa síma getur þú uppfært hugbúnað án þess að framleiðandinn eyðileggi tækið. Alla þessa síma getur þú keypt eins og hvern annan hlut og notað á þann hátt sem þér sýnist. Og alla þessa síma getur þú keypt á niðurgreiðsluverði gegn samning við símafyrirtæki án þess að framleiðandinn sé að skipta sér af hvað þú gerir við símann. Og engum framleiðanda öðrum en Apple dettur í hug að sækja með fjartengingu upplýsingar eða annað úr tækjunum.


mbl.is Jobs staðfestir að Apple geti fjarlægt forrit úr iPhone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hálf "skerí"      Meiri þráhyggjan í kallinum enda ótrúleg markaðssetning á einu tæki.   

Marinó Már Marinósson, 14.8.2008 kl. 15:39

2 identicon

Vá, hvernig haldiði eiginlega að þetta virki.. það er ekki eins og apple sendi einhvern tölvunord inní símann..

Það er einhver ákveðin slóð á netinu sem síminn tékkar á, og ef eitthvað forrit er á þeim blacklista þá fjarlægir síminn það.

Sama pæling og með vírusvarnir, þær sækja upplýsingar í einhvern blacklist á netinu.

Árni F. Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband