Nýtt forrit ????

Já, ég held áfram að deila á þann blaðamann MBL sem virðist hafa þann starfa að skrifa fréttir um iPhone.

Fyrirsögn þessarar fréttar er"Nýtt forrit fyrir iPhone". Það er bara kolrangt því staðreyndin er sú að þarna er um að ræða hugbúnaðaruppfærslu. Ástæðan er sú að iPhone 3G hefur verið til vandræða hvað nettengingu varðar, eins og fram kemur í fréttinni frá Reuters.


mbl.is Ný uppfærsla hjá iPhone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha, þetta er ein versta frétt sem ég hef lesið á mbl.is.

Í fyrsta lagi er þetta ekki nýtt forrit,, og svo er ekkert talað um þetta "forrit" í meginmáli fréttarinnar,,, bara að iPhone hafi komið út 11. sept og að hann sé ódýrari?

Breytir því samt ekki að iPhone er mesta snilldargræja sem ég hef nokkurn tíman eignast, og ég tala af þónokkurri smartsímareynslu.

Steini (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Það er ekkert voðalega tæknilega sinnað fólk, sem skrifar "tæknifréttir" á mbl.is

Ég vona að þeir fari nú ekki að skrifa fréttir um iPhone, hvert skipti sem það kemur út ný hugbúnaðaruppfærsla.

Nú þegar hafa komið 2, frá því að 3G var gefinn út.

P.s.

Það koma src. 15-20 ný forrit á iphone, alla daga, nema sunnudaga.

Hægt að nálgast þau í AppStore

Baldvin Mar Smárason, 20.8.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Svona að lokum.

Skrifa fréttamenn mbl.is ekki undir fréttirnar?

Lágkúrulegt að skrifa nafnlausar fréttir.

Baldvin Mar Smárason, 20.8.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta er alveg svakalega léleg fréttamennska!

Hvernig væri þessi frétt í staðinn ?

Uppfærsla á stýrikerfi iPhone hefur reynst nauðsynleg vegna alvarlegra vankanta á símanum sem koma fram í slæmum 3G samböndum.

Kári Harðarson, 20.8.2008 kl. 11:54

5 identicon

Þetta er alveg ótrúlega lélegt, en því miður bara svipað og aðrar tæknifréttir á mbl.is gjörsamlega innihaldslaust, í meginatriðum rangt og klárlega um algjört skilningsleysi á viðfangsefninu að ræða. Fær mann virkilega til að íhuga réttmæti fréttamennskunnar á vefnum yfir höfuð?

Magnús (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bara horfa á og njóta.   Brosa út í annað. 

Marinó Már Marinósson, 20.8.2008 kl. 13:01

7 identicon

Virkar iPhone 3G á Íslandi?

Siggi Gumm (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 15:25

8 identicon

Já, síminn virkar á Íslandi, en hægt verður að fá hann samningslausan í Evrópu á 525 evrur nú í september...

Bambi (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 15:39

9 identicon

525 evrur, þá verð ég bara sáttur við minn ástkæra Blackberry

Jón H B (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 15:59

10 identicon

Hver er munurinn á forriti og hugbúnaði? Held að höfundur ætti að líta í eigin barm áður en hann fer að líta í kringum sig

Sturla H. Einarsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:14

11 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

@Sturla

Það er mikill munur á forriti og hugbúnaðir eins og hér er meint.

Á ensku myndi þetta kallast Program og Firmware Update.

Það er kannski pínu kjánalegt að tala um hugbúnað. Ætti frekar að tala um "harðbúnaðar-uppfærsla", "Kjanra uppfærsla" osfr.

Baldvin Mar Smárason, 20.8.2008 kl. 18:25

12 Smámynd: Cartman

Ég elska hvað þessi sími er gallaður.

Apple fólki er alltaf að reyna að sannfæra mann, að þetta sé fullkomnasti sími ever  

 Ég kaup mér frekar SAGEM heldur en iphone

Cartman, 20.8.2008 kl. 19:26

13 Smámynd: Steini Thorst

Sturla: Það er rétt það sem Baldvin segir, það sem þarna um ræðir og ég einfaldlega taldi að flestir skildu, er annað en hefðbundið forrit. En kannski hefði mátt orða þetta öðruvísi.

En svona til að útskýra betur, þá er þarna um að ræða hugbúnaðaruppfærslu á stýrikerfi sem er allt annað en "Nýtt forrit í iPhone".

Eftir sem áður er fréttin sem skrifuð er með frétt Reuters kolröng og lýsir algjörri vanþekkingu á viðfangsefninu eins og Magnús orðar það svo vel.

Steini Thorst, 20.8.2008 kl. 19:56

14 Smámynd: Steini Thorst

En jæja,...það er búið að lagfæra fréttina. Nú er hún rétt.

Steini Thorst, 20.8.2008 kl. 20:36

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

En hvaða síma mynduð þið spekingarnir mæla með fyrir mann sem að vill geta klárað öll tölvupóst samskipti sín í símanum og þá helst með öllu html stöffinu, en vill líka geta browsað á netinu án mikilla vandkvæða?

Hef verið með Blackberry síma núna í um ár en fíla afar illa net umhverfið á honum, þ.e. að fara inn á mbl.is tekur t.d. allt að 15 mínútum.

Baldvin Jónsson, 21.8.2008 kl. 21:53

16 Smámynd: Steini Thorst

Baldvin, það er eitt og annað sem þarf að skoða áður en hægt er að ráðleggja þér um hvaða tæki er það rétt fyrir þig, eins og hvers konar tölvupóstþjónustu þú notar. Ertu t.d. með Exchange server eða er um POP3 eða eitthvað slíkt að ræða?

En ég myndi klárlega ráðleggja þér að skoða Nokia E-series línuna. Þar er um að ræða 3 módel helst, E51, E71 og svo einn sem kemur á markað í næstu viku, E66. Þeir styðja allir ýmiskonar tölvupóstlausnir svosem Mail for Exchange, Blackberry, Intellisync og auðvitað Hotmail, gmail og annað slíkt. Þú getur skoðað í þeim öllum excel skjöl, word og powerpoint auk þess að það er í þeim Acrobat reader.

Þeir eru með mjög góðan vafra til að skoða netið, eru allir 3,5G (HSDPA) og allir með WLAN tengingu.

Auk þessa eru E71 og E66 með innbyggt GPS, 3.2Mpix myndavélar, tónlistarspilara og fleira og fleira.

Mæli með að þú skoðir þá þessa fyrir þá notkun sem mér sýnist þú þarfnast. 

Steini Thorst, 21.8.2008 kl. 22:18

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir þetta Þorsteinn. Ertu að vinna fyrir Nokia?  Dettur það í hug því að það virðist sem að þú sért að ráðleggja mér síma sem hafa ekkert fram yfir Blackberry nema mögulega myndavél en eru á nokkuð hærra verði.

Hvað myndirðu telja að þessi Nokia símar hefðu annað fram yfir Blackberry?

Ég er ekki að asnast með ykkur, er í alvöru að skoða nýjan síma og finnst þetta frekar flókin heimur svona við fyrstu sýn.

Baldvin Jónsson, 22.8.2008 kl. 22:59

18 Smámynd: Steini Thorst

Baldvin: Það eina sem ég ráðlagði þér var að skoða þessa síma út frá því sem þú sagðist vilja í farsíma. En skv mínu viti koma þessir símar hvað best til greina, það er svo þitt að meta. En Nokia E símarnir hafa vissulega margt fleira en myndavélina framyfir Blackberry s.s. þá staðreynd að þessir símar keyra á Symbian stýrikerfi sem opnar óendanlega möguleika. Blackberry hefur svo eitthvað annað framyfir Nokia. En þú lýstir óánægju þinni með Blackberry svo ég benti þér á að skoða þessa.

Ætla ekkert að fara að taka söluræðuna hérna á blogginu en myndi ráðleggja þér að hafa samband við aðila sem selja þessa síma, má þar nefna Vodafone, Nova, Símann, Hátækni og fleiri :)

Og já, ég starfa hjá Hátækni, umboðsaðila Nokia. Skoðaðu bara markaðinn vel hands-on :)

Steini Thorst, 23.8.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband