Öryggisgæsla dauðans

Ertu að grínast í mér með viðbragðstímann. Securitas er VIÐ HLIÐINA Á Bang&Olufsen í Síðumúla. Getur þetta á einhvern hátt verið neyðarlegra fyrir þá? Jú kannski ef brotist væri inn hjá þeim sjálfum. Hvaða ferli fer í gang hjá Securitas þegar öryggiskerfi fer í gang hjá fyrirtæki sem borgar þeim fyrir að fylgjast með, það er spurning sem ég held að þeir ættu að svara og jafnvel að endurskoða frá A-Ö.

Húrra fyrir Securitas


mbl.is Brotist inn hjá Bang&Olufssen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algjört djók! Öryggisgæslan er engin, og það er algjörlega tilgangslaust að láta þessi öryggisfyrirtæki vera að féfletta mann mánuð eftir mánuð,  með þjónustu sem virkar síðan ekki betur en þetta þegar á reynir ! .. Þetta er ótrúlega vandræðilegt  þar sem brotist var inn í húsið við hliðiná aðalstarfsstöð Securitas!

Ólafur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Landfari

Ekki haldið þið í alvöru að öryggisverðirnir sitji í kaffi í stjórnstöðinni alla nóttina að bíða eftir útkalli.

Þeir eru á ferðinni út um allan bæ í eftirlitsferðum en þetta er hinsvegar ótrúlega neyðarleg uppákoma. Því verður ekki neitað.

Landfari, 28.9.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Steini Thorst

Nei, við höldum það ekki. En það eru hins vegar starfsmenn í stjórnstöðinni alla nóttina og hún er þarna hinu megin við götuna, beint á móti. Hvernig væri bara að kíkja út í glugga t.d. ?? Ekki reyna að verja þetta.

Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 16:49

4 identicon

Stjórnstöð Securitas er í Skógarhlíð, ekki Síðumúla.

Gummi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 16:51

5 Smámynd: Landfari

Já það er rétt. Stjórnstöðin er í Skógarhlíð hjá Neyðarlínunni en ekki í Síðumúlanum.

Ég veit ekki hvernig stjórnstöðin er hjá Securitas en ein svona stöð sem ég skoðaði erlendis var gluggalaus af öryggisástæðum.

Landfari, 28.9.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Steini Thorst

Ok,..kannski er ég að fara með rangt mál varðandi stjórnstöðina. Tek það því til baka. En höfuðstöðvar Securitas er þarna og það er það sem gerir þetta vandræðalegt í mínum huga.

Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 17:07

7 identicon

Ekki kannski, þú ert að fara með rangt mál.  Stjórnstöð Securitas er í Skógarhlíð og afhverju er það neyðarlegt að höfustöðvar Securitas séu þarna?  Ekki eins og sölumenn og annað skrifstofufólk sé starfandi við öryggisgæslu hvað þá að það sé að vinna þarna utan hefðbundins skrifstofutíma á virkum dögum.

Gummi (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 18:51

8 Smámynd: Steini Thorst

Já, ég tók það til baka var það ekki? :)

Mér finnst það samt neyðarlegt fyrir Securitas að innbrotsþjófar hafi náð að brjótast inn og dunda sér við að taka það sem þeir vildu í húsi við hlið aðalstöðva öryggisfyrirtækisins sem sér um innbrotsvarnir í viðkomandi húsi. Mér finnst það, ekki þér og það er bara allt í fína sko :)

Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 19:14

9 Smámynd: Jón Svavarsson

Jú ég tek heilshugar undir þetta allt, þrátt fyrir að stjórnstöðin sé í Skógarhlíð þá eru starfsmenn að fara út og inn þarna í Siðumúlanum allan sólarhringin, og þó svo að fyrirtækið væri tengt þá er undir hælin lagt hvenær þeir kæmu á staðinn og hvað þá að þeir myndu gera Lögreglu aðvart. Til hvers þá að vera að eyða stórfé í slíka vöktun sem engu skilar, það væri betra að leggja peningana inn á Ríkisskuldabréf verðtryggð á sæmilegum vöxtum og þannig tryggja sig fyrir áföllum af ýmsu tagi og eiga samt alla peningana:-)

Jón Svavarsson, 28.9.2008 kl. 19:18

10 identicon

Jæja gott fólk er ekki málið að kynna sér málin betur?

Öryggisvörður var innan við 2 min á svæðið en lögreglan 8 min á svæðið, þetta er allt skráð!

Útkallsþjónusta Securitas er stödd allt annars staðar en Skrifstofunar! Mjög leiðinlegt að fólk getur bara verið með staðhæfingar um hluti sem það veit ekkert um! 

öryggisvörður (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:40

11 Smámynd: Ólafur Árni Torfason

Heyr heyr... Tek undir síðasta með síðasta ræðumanni!

Ólafur Árni Torfason, 28.9.2008 kl. 21:25

12 Smámynd: Jón Svavarsson

Enn samt sem áður var heilmiklu stolið, hvernig stendur þá á því? Reynsla mín af öryggisvöktun er sú að það tekur amk 10 - 30 mínútur að sjá viðbrögð þegar innbrotskerfi fara í gang, gengt þar sem ég bý er leikskóli sem er með öryggiskerfi sem hefur átt það til að fara í gang án tilefnis og hefur það venjulega tekið lágmark 15 - 20 mínútur fyrir öryggisverðina að komast á staðinn, þrátt fyrir að ég hafi hringt í 112 og tilkynnt það að auki, því að mikill hávaði fylgir vælum í slíkum kerfum sem geta verið hvimleið á stillum sumarnóttum. Dæmi nú hver fyrir sig!

Jón Svavarsson, 28.9.2008 kl. 21:50

13 identicon

Enn og aftur kannið ykkar heimildir betur áður en þið komið með staðhæfingar!

öryggisvörður (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:12

14 Smámynd: Steini Thorst

Já sæll,..........bara stationútgáfan

Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 22:17

15 Smámynd: Jón Svavarsson

Fréttin gengur út á það aðþað var miklum verðmætum stolið, hvaða aðrar heimildir/staðreyndir þarf að taka til. Innhringing kerfis og viðbragð öryggisvarða var örugglega meira en gefið er í skyn, nema þeir hafi verið áhorfendur að öllu saman og þá er þetta meira en station útgáfa... eða eigum við að ræða það.

Jón Svavarsson, 28.9.2008 kl. 22:59

16 identicon

jæja þá ætla ég aðeins að reyna að útskýra ferlið sem fer í gang þegar innbrota kerfi fer í ganag.

Innbrota kerfi sendir ekki boð fyrr en 15-30 sec eftir að eithver fer inn þetta er til að fólk sem fer inn hafi tíma til að taka kerfið af verði síðan koma boðin upp á stjórnstöð og það geta liðið allt að 2-4 min að kalla í okkur og senda okkur í útkallið í þessu tilfelli var mikið að gera hjá okkur þennig smá stund líður þangað til þeir senda mann á staðinn öryggisvörðurinn var í minna en 2 min á staðinn sem er mjög góður viðbragðs tími síðan erum við líka með ferðir í fyrirtæki þar sem við sinnum frágangi og það getur komið uppá að við séum á 4 hæð í eithverju húsi og þurfum að hlaupa út til að sinna útkallinu. Síðan er eitt sem mig langar til að bæta við og það er að við erum ekkert niðri í Síðumúla á nóttunni þar sem við förum ekki þarna í kaffi við förum niður í skógarhlíð til að éta eða í eithverja af þessum nætursjoppum þannig þið megið endilega reyna að kynna ykkur málin betur áður en þið farið að rakka eithvað fyrirtæki niður svo hefur það líka sýnt sig að ef þú ert með kerfi þá eru minni líkur að þjófur fari inn því auðvitað fer hann frekar þar sem ekkert kerfi er og hann getur gefið sér allan tíman í heiminum í stað þess að fara þar sem er kerfi og hafa bara 1-3 min.

öryggisvörður (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:19

17 Smámynd: Steini Thorst

Heyrðu, það var nú ekki beinlínis verið að rakka fyrirtækið niður. Þetta þykir bara smá vandræðalegt og svolítið hjákátlegt líka þegar litið er til staðsetningar Securitas annars vegar og B&O hins vegar. Gott hjá þér að útskýra málið frá ykkar sjónarhóli.

Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 23:36

18 identicon

svo er securitas nú sjaldan hrósað fyrir svona fréttir en alltaf jarðaðir fyrir þegar þeir ná þeim ekki... kíktu á þessa frétt sem ég fann  http://www.visir.is/article/20070903/FRETTIR01/70903003

Gunnar Örn Eggertsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 03:57

19 identicon

vá...fólk þar aðeins að róa sig, þrátt fyrir að útkallstíminn hafi verið jafn frábær eins og sumir vilja halda, þá er þetta allt frekar neyðarlegt fyrir securitas. Svo er Steini ekki beint að rakka neinn niður, besta fólk getur lent í vandræðalegum stundum og þetta var bara slæmur dagur hjá Securitas, hverjar sem ástæðurnar eru. það bara vildi svo óheppilega til að þessi slæmi dagur lenti á sama degi og menn ákváðu að brjótast inn í fyrirtæki sem er beint á móti Securitas. Svo er þetta blessaða, og annars góða blogg síða hugsanir og vangaveltur eins manns, og hann hefur fullan rétt á sínum skoðunum. Sama hvað öðrum finnst um þær.

steini kani (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 06:23

20 identicon

Af hverju er fólk alltaf að tala um eitthvað "vandræðanlegt" hérna .. ?? húsið við hliðina á B&O eru skrifstofur securitas sem eru ekki opnar á nóttinni .. stjórnstöð securitas er u.þ.b 2,1km frá B&O  .. veit ekki alveg hvað fólk á við þegar það segir að securitas hafi eitthvað verið að drulla á sig ,, fyrsti bíll frá Sec var c.a 55 sec á staðinn eftir að það var kallað hann út í þetta innbrot ,, OG er það ekki skrambi góður tími ?????? ég bara spyr .. meðalviðbragðstími slökkvuliðs er c.a 7-8 min og securitas var rétt innan við mínotu !!!!!! Þó að securitas hafa ekki náð neinum í þetta skiptið þýðir það ekki að sec hafi drullað eitthvað á sig .. Ég veit um mörg tilvik þar sem sec er á undar lögreglu og náð að yfirbuga innbrotsþjófa og skemmdarvarga!! og hananú  :) , fólk er að tala um slæman dag hjá securitas .. hehe .. góður dagur ! .. og að lokum var mér kennt af karli föður mínum að virða skoðanir annara sama hversu vitlausar þær séu , þannig að þið sem eruð að rakka niður Sec ég virði ykkar skoðannir :)

Vigfus (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:55

21 identicon

Verð að segja það að ég hef verið eigandi og starfað hjá fyrirtæki sem hefur haft öryggiskerfi hjá securitas og í þeim skiptum sem kerfið fer í gang ,  t.d. þegar maður er ekki nógu fljótur að stimpla inn leynikóðann eða man hann ekki þá byrjar maður á því að fá símtal frá securtias sem spyr mann útí fullt nafn og hvort maður sé starfsmaður/eigandi..  Veit ekki hvernig þessu er háttað hjá Bang&Olufssen en eitthvað segir manni að meðan starfsmaður Securitas er að reyna að ná í mann í síma að þá geta þjófar verið að stela öllu steini léttara.. Verður að teljast mjög neyðarlegt fyrir orðstír Securitas og alveg ljóst að maður heldur ekki áfram að eyða tugi þúsunda í öryggiskerfi sem er ekki svo mikið öryggi þegar eitthvað bjátar á.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:05

22 identicon

Já Ólafur... og þið hinir sem vita ekki hvernig Securitas og önnur öryggisfyrirtæki starfa...

Ef þú setur kerfið óvart í gang, stymplar svo inn kóðann þinn þá kemur upp á stjórnstöð að þú sért á staðnum og þeir hringja niður eftir...

En í sömu andrá og þú ert að klúðra málunum í fyrirtækinu þínu er ö.v. sendur á staðinn... Svo er hringt... 

Ef þú svarar og gefur upp rétt nafn og leyniorð/kóða við það nafn þá ert þú staðfestur og öryggisvörðurinn afturkallaður... Ef það svarar enginn og enginn hringir inn til að láta vita af sér þá er öryggisvörðurinn hvort sem er á leiðinni til að staðfesta að allt sé í góðu á staðnum... T.d. ef einhver brýst inn og er með kóða af kerfinu..... Svona gengur þetta fyrir sig.

Svo má benda á að innbrotakerfi er svo miklu meira en bara til að hafa fælandi áhrif á innbrotsþjófa... Við erum að ræða um að ef það kemur upp vatnsleki, bruni, of mikill hiti í serverherbergi eða kælirými og það er kerfi frá Securitas á staðnum fá þeir boð frá kerfinu, mæta á staðinn, meta aðstæður og bregðast við.... Ef þú ert með sama fyrirtæki og eitthvað af því sem ég taldi upp kemur uppá um miðja nótt eða eftir að fyrirtækinu lokar(segjum fyrir helgi) kemur það ekki í ljós fyrr en starfsfólk mætir næst til vinnu... allt á floti, húsið brunnið til kaldra kola, serverarnir ónýtir og kælivara rotin og ónýt... EN ef það er kerfi á staðnum, það sendir boð, mætir öryggisvörður á staðinn, athugar hvort það sé ekki allt í lagi og þú tengiliður fyrir kerfinu látinn vita hvort sem það er eitthvað að eða ekk.

Svo veit ég líka til þess að öryggisverðir Securitas hafa bjargað fólki úr brennandi húsum og slökt eldinn áður en slökkviliðið mætir á staðinn. Staðið innbrotsþjófa að verki og haft hendur í hári þeirra og afhent lögreglu. Bjargað ótal mannslífum í gegnum útköll frá neyðarhnöppum sem eldra fólkið er með á sér. Komið í veg fyrir gríðarlegt eignatjón í fyrirtækjum og heimahúsum vegna útkalla frá vatnsskynjurum, hitanemum og reykskynjurum. Komið í veg fyrir eignaspjöll og rýrnun með sýnilegu eftirliti og síðast en ekki síst að koma í veg fyrir innbrot, bruna, vatnsleka og annað með fyrirbyggjanlegum eftirlitsferðum í fyrirtæki og stofnanir...

Mér finnst að fólk ætti aðeins að kynna sér þetta betur áður en það fer að kasta steinum... Innbrotið í Bang & Olufsen var vel unnið af öryggisvörðum Securitas, við erum að tala um viðbragðstíma undir mínútu á háannar tíma á laugardegi... Svo ekki sé minnst á það að það var búið að brjótast inn í 5 fyrirtæki sömu nótt... á 3 tímum fyrir þetta innbrot.

Hefði ekki verið innbrotakerfi á staðnum væri án efa búið að sópa út úr búðinni öllum vörunum, hún staðið opin þangað til starfsemi myndi hefjast næst eða vegfarandi labbað framhjá og kallað til lögreglu(eða tekið eitthvað líka) og miklu MIKLU meira tjón fyrir fyrirtækið...

Það er allt of mikið af fólki sem heldur að öryggisvörður fái borgað fyrir að sitja á rassinum og stara á vegg eða vera latur og feitur að bíða eftir að eitthvað gerist í næsta húsi... Bara ef fólk vissi... 

Þetta verða mín lokaorð og vona ég að menn hætti að kasta skít á eitthvað sem þeir skilja ekki og hafa ranghugmyndir um... Ég vill benda öllum sem lesa þetta að kíkja á http://www.securitas.is og kynna sér málið betur.

Kveðja.

Bjarni

Bjarni (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:24

23 Smámynd: Steini Thorst

Jæja þetta er nú að verða ágætt sko.

Ég vill taka það fram að innlegg mitt í þetta var aldrei meint sem skítkast og ég held að það sjáist nú vel á því sem ég skrifaði. Ég ætla síst af öllu að taka undir með þeim sem tala um að peningum í öryggiskerfi sé illa varið. Það er bara vitleysa að segja það. Ég er sjálfur með öryggiskerfi heima hjá mér og það veitir mér mikla hugarró, sérstaklega þegar ég er erlendis eða út á landi. En ég er einmitt með eldskynjara og vatnsskynjara. 

Mitt innlegg í þetta var bara þetta sem ég sagði,.......... svolítið neyðarlegt. En látum nú bara gott heita og seljum evrur eins og enginn sé morgundagurinn.

Steini Thorst, 29.9.2008 kl. 15:43

24 Smámynd: Guðrún

 það er bara allt brjálað hehe

Guðrún, 29.9.2008 kl. 20:47

25 Smámynd: Guðrún

Steini ertu þá með öryggiskerfi frá Secu eða Öryggismiðst. ?

Guðrún, 29.9.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband