Lúxus

Það rignir yfir þessa frétt fúkyrðum ýmsum og árásum. Ég ætla að taka annan pól í hæðina og kannski finnst einhverjum ég flakka um í skoðunum mínum á efnahagsástandinu. En ég viðurkenni það líka alveg :)

Peningarnir sem fóru í þetta, hótelið, þotuna, snekkjuna, voru til alveg eins og við áttum öll meiri pening fyrir nokkrum vikum og nokkrum mánuðum en við eigum núna, leyfðum okkur öll miklu meira en við leyfum okkur núna. Í sumum tilfellum voru það bara peningar af nafninu til, verðbréf, hlutabréf og þess háttar og í sumum tilfellum beinharðir peningar.

101 Hótel, þotan og snekkjan er geggjað dæmi og ég ætla mér ekki í eina sekúndu að halda því fram að ég myndi ekki vilja taka gott frí með öllu þessu including. Það er svona lúxusgen í ansi mörgum okkar, gen sem reyndar bara fáir fá að næra. En það er þarna í ansi hreint mörgum okkar. Getur fólk virkilega neitað því? Ég las það einhversstaðar að þetta með hótelið, þotuna og snekkjuna væri business dæmi hjá þeim hjónum, semsagt ekki eingöngu ætlað til einkanota. Ætluðu semsagt að selja lúxusferðir í þetta. Af hverju ekki? Ekki vantar markaðinn fyrir það þó svo að íslenskur markaður fyrir þetta hafi hrunið.

Atlanta átti einu sinni lúxux Júmbóþotu. Ekki var ælt yfir því. Samt var Atlanta alveg pottþétt fjármagnað á sama hátt og önnur íslensk milljarðafyrirtæki og mörg erlend líka.

Ég sagði það um daginn og segi enn, ég ætla eftir bestu getu að benda ekki á einhvern einn eða einhverja fáa sem sökudólga á því ástandi sem nú varir. Það kemur bara í ljós síðar. Og gleymum því ekki algjörlega og með öllu að Ingibjörg og hennar maður hafa nú alveg látið ýmislegt af hendi rakna til þjóðfélagsins umfram það sem þeim var skylt.

Nú verð ég líklega hengdur á blogginu,...hehe. So what!


mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlýtur að snúast um það að fólk sem verður auðugt á HEIÐARLEGAN hátt án þess að selja uppblásin fyrirtæki fram og tilbaka og láta hluthafa taka skellinn má að sjálfsögðu njóta þess lúxus sem auður þeirra býður þeim.

Mér er alveg sama hvað e-r gefur til góðgerðarmála ef hann er á sama tíma að skuldsetja heila þjóð í Matadorleik þar sem fyrirtæki eru blásin langt yfir raunvirði og seld fram og tilbaka.!!!

Steinunn Anna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Steini Thorst

Ertu viss um að það sé þannig farið með þau? Ertu alveg viss? Ég skal éta þetta ofan í mig ef raunin er sú. En þangað til !!!

Steini Thorst, 16.10.2008 kl. 20:57

3 identicon

 " ég ætla eftir bestu getu að benda ekki á einhvern einn eða einhverja fáa sem sökudólga á því ástandi sem nú varir. Það kemur bara í ljós síðar. Og gleymum því ekki algjörlega og með öllu að Ingibjörg og hennar maður hafa nú alveg látið ýmislegt af hendi rakna til þjóðfélagsins umfram það sem þeim var skylt."

Ég tek undir þér með þetta Steini, og ég held að við öll höfum meira eða að minna leiti tekið þátt  þessari útrás

það var gaman á meðan vel gekk og maður var hreikinn af því að vera Íslendingur,og  manni var vel tekið í útlöndum  ég efa að þannig hefði það verið, ef ekki hefði verið fyrir þessa útrás, þetta land er of lítið fyrir athafnasama Íslendinga  og nú meigum við ekki sitja með hendur í skauti, við verðum að læra af mistökunum og koma Íslandi á kortið á ný. Ég fór á námskeið fyrir nokkrum árum hjá björgunnarsveitunum og þá var tekið fyrir björgun með skotlínu þá var það sem hvað mest áhersla var lögð á var það að ef fyrsta skot misheppnaðist þá átti undantekningarlaust að láta sama mann skjóta aftur því hann einn vissi hvað hafði klikkað. ég held að menn verði að setjast niður þegar þetta fer að róast og leyta að lausna á þessu erfiða máli.og þá eiga allir að koma að því máli sem eitthvað hafa fram að færa. ég hef sterka trú á því að við komumst fljótlega upp úr þessum vandræðum ef við stöndum saman.

Ási P

Nú  sjáum við það að við tókum okkur of mikið í fang en að ættla að snúa tánum upp og l

Ásgrímur Pálmason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:34

4 identicon

Ég var að svara þér Steini á öðru svæði( Friðrik Höskuldsson).  En málið er að matvöruverð hefur hækkað hér upp yfir öll takmörk frá því að Bónusfeðgarnir keyptu upp markaðinn.  Matvöruverð á Íslandi er 60% hærra en víða í Evrópu.  Svíþjóð, sem hefur ekki verið þekkt fyrir að vera með lág verð er t.d. mun ódýrari en Ísland.   ´´Kaupmaðurinn á horninu´´ þar er með svipuð verð(jafnvel lægri) en Bónus er með hér á landi.  Bónus er langt frá því að vera ódýr verslun.  Hún virðist vera það í samanburði við hinar okurverslanirnar sem eru einmitt með sömu eigendur.  Í Bónus er nákvæmlega engin þjónusta og er það vegna þess að það á að halda verðinu niðri.  Hverjir vinna í Bónus?  Það eru unglingar og útlendingar á skítalaunum.  Af hverju halda þeir þá ekki verðinu niðri?  Við erum að kaupa þarna kjúklingabringur á 2.300 kr. kílóið og höldum að það sé ódýrt.  Ávextirnir eru iðulega komnir á síðasta snúning o.s.frv.

Þessir menn eru búnir að græða þvílíkt á þessari þjóð og það er svívirðilegt að við skulum sitja hér uppi með skuldir sem við verðum í tugi ára að borga, mannorð okkar hefur beðið hnekki, allt út af ábyrgðarleysi þessara manna, og nokkurra annarra, í glæfralegum fjárfestingum og sukki.

Þetta fólk mun að öllum líkindum halda áfram að sigla á snekkjum við caymaneyjur og lifa í vellistingum á meðan við og okkar börn sitjum í súpunni.  Jón Ásgeir sagði í Silfri Egils að hann bæri ekki ábyrgð á ástandinu.  Hann tilkynnti það í viðtali við Sindra Sindrason að hann og hans fjölskylda hefðu það gott og kæmu til með að hafa það gott.

Ég er ekki á móti því að fólk sé ríkt og njóti eigna sinna.  En ef það er gert á kostnað þjóðarinnar er það glæpur.

Lára (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Steini Thorst

Lára, Ég ætla svosem ekkert að þræta mikið við einn eða neinn hérna. Fólk má hafa sínar skoðanir. Ég ætla bara ekki að ásaka þau fyrir stöðuna í efnahagsmálum Íslands í dag. Ef eitthvað misjafnt sannast á þau, þá það.

Að bera saman verðlag á Íslandi við önnur lönd hefur aldrei komið vel út, þannig er það bara. Oftast hefur það með eitthvað annað en álagningu að gera. Tollar og vörugjöld auk flutnings og framleiðslukostnaðar eru þar meiri áhrifavaldar. Hvort Bónus sé dýr verslun miðað við eitthvað annað í öðru landi breytir ekki því að það er ódýrasti kosturinn á Íslandi og búið að vera í mörg ár. Baugur á ekki Kaupás sem rekur Krónuna til að mynda. Svo ekki er nú hægt að segja að Bónusfeðgar ráði öllu í þessu.

Æ ég held bara að orku okkar allra sé betur varið í eitthvað annað núna en að benda og benda á hinn og þennan í leit að sökudólgum. Það má vel vera að fámennur hópur manna hafi efnast ótrúlega á undanförnum árum með ógnarhraða. En við höfðum það nú ansi gott flest okkar á meðan ekki satt? Við eigum alveg okkar þátt í fylleríinu. Breytingin á bankakerfinu t.d. gerði okkur flestum fært að eignast betra húsnæði en ella. Það hins vegar leyddi til smá fyllerís hjá verktakafyrirtækjum og mun líka kosta okkur skildinginn. Þannig að kannski lærðum við á því að sú breyting var ekki með öllu góð,....hefði kannski mátt setja einhverjar smá hömlur. En af mistökunum lærum við......vonandi :)

Ég vona svo bara að við náum okkur fljótt uppúr þessu ástandi og er bara nokkuð bjartsýnn á það satt best að segja :)

Steini Thorst, 17.10.2008 kl. 01:05

6 identicon

Ég vona að það sé rétt hjá þér að við náum okkur fljótt upp úr þessu.  Ef þetta verður eitthvað eins og menn eru að spá þá verða það börnin okkar og barnabörn sem þurfa að læra af þessu.

Lára (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1219

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband