13.11.2008 | 10:36
Toys´R´Us Leikfangabúð - Harður heimur
Ég fer stundum með tæplega 3 ára son minn í þessa búð, honum til skemmtunar og jú, stundum til að kaupa eitthvað. Ég á þó örugglega eftir að fækka þessum ferðum eftir lestur þessarar fréttar af Vísi.
Lögregla var kvödd að versluninni ToysRUs í Kópavogi í gær eftir að þriggja ára drengur reif gat á umbúðir utan um leikfangabíl. Móðirin hafði neitað að greiða fullt verð fyrir ólaskaðan bílinn. Vaida Karinauskaite leit af syni sínum, Kristófer, örskotsstund inni í versluninni og í millitíðinni reyndi hann að ná bílnum úr umbúðunum með fyrrgreindum afleiðingum.
Starfsmenn kröfðust þess að Vaida greiddi fullt verð bílsins, fimmtán þúsund krónur, vegna umbúðaskemmdanna þótt bíllinn sjálfur hefði aldrei verið snertur.
Ég var ekki með nógu mikinn pening með mér og sagði þeim það," segir Vaida, sem furðar sig á hörðum viðbrögðum starfsfólksins og ætlar aldrei aftur að skipta við verslunina. Það var svo niðurlægjandi að fá lögregluna strax á staðinn," segir hún.
Lögregluþjónn, sem mætti á vettvang, lét sér fátt um finnast og lyktaði málum þannig að fjölskyldan fór án þess að borga.
Verslunarstjóri ToysRUs vildi ekki tjá sig um málið. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins einn gæti talað fyrir þeirra hönd en hann væri í Finnlandi og farinn úr vinnu.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er rugl. við hverju bíst starfsfólið við þetta er búð sem mikið að bornum eru og það vita flest allir að krakkar missasig í gleðini og fara að skoða og vilja kanski prufa og allt það og þá getur svona skeð, en það er frekar sorglegt að heira hvernig starfsfólkið brást við þessu. en svo verða líka foreldranir að filgjast með sínum börnum hef tekið eftir því að þegar fólk fer með börni í búðina þá eru þau kanski að hlaupa og eru alveg á milljón og svo eru foreldrarnir ekkert að gera í málonum
Margrét Ósk Sölvadóttir, 13.11.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.