13.11.2008 | 20:57
Enn og aftur sveiflast maður
Staðan er bara sú að maður sveiflast fram og til baka í skoðunum sínum en mikið rosalega var Kastljósviðtalið við Björgólf gott viðtal. Hann kom myndi ég segja mjög vel frá þessu á alla vegu. Talaði mjög skýrt um hlutina, viðurkenndi sína ábyrgð og reyndi að útskýra. Ég segi reyndi, því Sigmar var að mér fannst aðeins of ýtinn á að koma því að að Björgólfur væri að koma ábyrgð yfir á aðra. Hann var hreint ekkert að því, hann ítrekað sagðist axla sína ábyrgð og viðurkenna en að það væru fleiri sem að málinu koma,....sem er auðvitað rétt.
Staðreyndin er nefnilega sú að ábyrgðin er víða og ég velti því oft fyrir mér hvort hún sé ekki hreinlega mest hjá stjórnmálamönnum og Seðlabankamönnum?
En gamli kom vel frá þessu og varla hægt að segja annað. Mér er lífsins ómögulegt að horfa á sem sökudólg í þessu öllu. Og það er alls ekkert bara útaf þessu viðtali. Sú skoðun mín er byggð á miklu fleiri þáttum sem eiga sér miklu lengri sögu en þessi mál sem við stöndum í núna.
Skuldir lenda ekki á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 1225
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst Sigmar sanngjarn og góður. Mér finnst hann einn sá besti í þessum geira. Björgúlfur stóð sig líka vel og skýrði margt. Mér fannst hann auðmjúkur og taka til sín ábyrgð. Það er ólíku saman að jafna miðað við Jón Ásgeir sem telur sig yfir alla hafin og framganga hans í dag ber glöggt merki um.
J. Trausti Magnússon, 13.11.2008 kl. 21:02
Já, ég er líka sammála að Sigmar var góður, fannst bara pínulítið eins og hann væri ekki alveg að hlusta þegar hann sagði í þriðja skiptið að BG væri að koma sökinni á aðra. En jú, Sigmar var í heildina litið góður eins og mér reyndar finnst hann alltaf vera.
Steini Thorst, 13.11.2008 kl. 21:10
Sammála, mjög gott viðtal.
Karlinn kemur vel fyrir og það er auðvelt að bera hlýhug til hans.
Aftur á móti er hann í bullandi afneitun og þetta viðtal verður bara djók þegar litið verður til baka eftir nokkra mánuði.
Á sama tíma og hann segir að allt hafi leikið í lyndi og engin áhætta hafi verið tekin er hann að tala um að þeira hafi verið að hugleiða að sameinast glitni til að bjarga því sem bjargað var...!!?? og það áður en þeir opnuðu icesave reikninga í hollandi. Þeir vissu fyrir löngu hvert stefndi. Ekki trúa öðru, please!
En gagnrýnin á seðlabankann og ríkisstjórnina var góð. Ótrúlegt að þeir komi að tómum kofanum með sínar hugmyndir (áhyggjur). Ég minnist þess þegar Geir skoðaði einhverjar hagtölur í sumar og tilkynnt þjóðinni að kreppa væri misskilningur og að botninum væri náð.
Við erum með áskrifendur í ríkisstjórn og í seðlabankanum.
Skuldir icesave lenda á okkur.... eignir landsbankans eru metnar á 100-300 milljarða samkvæmd utanríkisráðherra í dag.
ekki það að ég viti hverju ég á að trúa! Bara veit að fólk vill fegra aðeins til í sínum heimagarði þegar gesti ber að garði.
kv e
einar (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:13
Það sá það hver heilvita maður að Sigmar hefði átt að þjarma betur að Björgúlfi. Sem dæmi þá vissi Björgúlfur að krónan var ónýtur gjaldmiðill. Hann vissi líka að Seðlabankinn var ekki megnugur að lána það fé sem farið var fram á. Og í þriðja lagi þá vissi Björgúlfur að bankarnir voru orðnir 10-12 sinnum stærri heldur en þjóðarskútan. Út frá þessum punktum átti Sigmar að spyrja betur. Þetta kemur bara í ljós, seinna.
365, 13.11.2008 kl. 21:13
Það er ekkert að því að vera á báðum áttum. Bendir bara til þess að þú ert hugsandi maður ogmóttækilegur fyrir rökum. Björgólfur kom vissulega vel fyrir en það kemur síðar í ljós hvort hann hefur rétt að mæla.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.11.2008 kl. 22:39
Það sem hefur böggað mig við þetta allt saman er, að ef Seðlabankinn getur ekki bakkað upp bankana, þá eiga þeir ekki að segja að allt sé í himnalagi og að við séum í góðum málum, daginn sem að það gerðist þá hefði átt að gera einhvað, hvað nákvæmlega verða sérfræðingar að svara. En Björgúlfur er snillingur og eðal maður, og Simmi líka.
steini (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.