19.11.2008 | 20:49
Bremsan virkjuð
Stundum finnst mér gott að horfa á hlutina öðrum augum, nota myndlíkingu.
Menn og konur sem fylgjast með þróun nýrra bíla eða farartækja yfirhöfuð hafa í gegnum tíðina tekið eftir einni mikilvægri breytingu eða þróun á þeim sem skiptir sköpum, sér í lagi þegar um aukinn kraft og hraða er að ræða. Það eru bremsurnar. Í dag er ekki einvörðungu talað um hversu hratt t.d. Porsche 911 carrera Turbo er að ná 100 km hraða á klst heldur er einnig tekið fram hversu fljótur hann er að bremsa sig frá 100 og niður í núll. Það er mjög svo háþróaður bremsubúnaður í Porsche og eftir því sem gerðin er kraftmeiri, þeim mun betri bremsubúnað er að finna í bílnum.
Þetta veigamikla atriði er það sem stjórnvöld klikkuðu algjörlega á að þróa,...eða amk að virkja, í kjölfar stækkandi banka, kraftmeiri banka. Bremsurnar voru óvirkar með öllu, jafnvel þó þær væru að einhverju marki til staðar. Af þessari ástæðu eru það stjórnvöld sem bera mjög mikla ábyrgð á stöðu mála, Ríkisstjórnin nú og Ríkisstjórnin á undan. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Engin þeirra ber meiri eða minni ábyrgð en hinir því allir voru þessir flokkar í aðstöðu til að stíga á bremsuna, höfðu vald til þess, voru kosin til þess.
Í heimi bílamannsins þá ber auðvitað bílstjórinn alla ábyrgð á því að bremsa á réttum tíma og keyra ekki bílinn umfram það sem bremsurnar ráða við. Í þessari samlíkingu er ég að horfa á eigendur og stjórnendur bankanna sem bílstjóra en á Ríkisstjórnina sem hönnuð bílsins. Bílstjórinn á semsagt að hægja á sér ef hraðinn er orðinn of mikill í viðkomandi aðstæðum. Hönnuðurinn hins vegar má ekki setja bílinn á markað nema bremsurnar virki.
Ég held þess vegna að ég sé fyrir mitt leyti að komast að niðurstöðu um skoðun mína á því hver ber í raun og veru ábyrgð á stöðu mála. Það er Ríkisstjórnin. Ríkisstjórnin átti aldrei að setja þennan bíl svona bremsulausan á markað. En úr því að Ríkisstjórnin gerði það, þá áttu þeir að innkalla bílinn í febrúar á þessu ári og virkja bremsurnar þegar ljóst var að ef það ekki yrði gert, myndi það enda með stórslysi.
Nauðsynlegt að vera samstiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.