Fjölgun í fjölskyldu og íþróttameiðsl

Hún elsku frænka mín Arna var að eignast sína aðra dóttur í dag og það á nákvæmlega tilsettum tíma. "Litla" skinnið vó 18 merkur takk fyrir,....... :)

Innilega til hamingju Arna mín, Jói og Hrafnhildur Lilja litla sem nú er allt í einu orðin stóra sys Smile

En svo er önnur hugsanleg fjölgun í fjölskyldunni, og þá minni litlu fjölskyldu því í gær var mér boðið að taka að mér hund sem eigandinn getur ekki lengur verið með. Um er að ræða eins og hálfs árs gamla hvíta Boxer tík. Ég ætla að velta þessu rækilega fyrir mér í dag og á morgun og vonandi taka ákvörðun þá. Þetta er jú stór ákvörðun og mikil ábyrgð. Hún Allý mín er nú samt búin að lýsa því eindregið yfir að hún muni vera dugleg að fara með tíkina út á ganga,...án þess að ég sé nú neitt að koma mér undan slíku sjálfur. Það er hluti af því sem er svo gaman við að eiga hund.

Annars af íþróttameiðslum. Ég skellti mér í körfuboltann í gær eins og alla fimmtudaga. En það var ekki liðinn langur tími þegar mér og einum úr hópnum lennti svona líka rosalega saman, þ.e. skölluðum hvorn annan svo rosalega að ég steinlá og hann vankaðist. En svo byrjaði bara strax að myndast á höfðinu á mér einhver sú alstærsta kúla sem ég eða hinir höfum augum litið. Þetta var eiginlega bara annað höfuð. Tvíhöfði.

Þetta endaði með heimsókn á slysó þar sem ég talaði hálf þvoglulega og á endanum sendur í sneiðmyndatöku svona til að ganga úr skugga um að ekkert alvarlegt væri í gangi. Ég reyndist í fínu lagi en með heilahristingseinkenni. Ég gleymdi að taka mynd af kúlunni meðan hún var sem stærst en hérna er smá sýnishorn.......:)

28.11.2008

En semsagt,......enginn heilaskaði, amk ekkert sem bendir til þess ennþá Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Til hamingju með frænku.   

Marinó Már Marinósson, 28.11.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Steini Thorst

Takk fyrir það :-)

Steini Thorst, 28.11.2008 kl. 19:59

3 identicon

Ansi stór þessi kúla   en gott að höfuðið er í lagi.

Skellibjalla (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 01:22

4 identicon

Steini íþróttir eru stórhættulegar 

kári (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Steini Thorst

Já, þetta er stórhættulegt,...............en þess virði :)

Steini Thorst, 29.11.2008 kl. 16:57

6 identicon

hæ hæ pabbi ég vona að dúllan kemur í húsið!!!

kv bella

isabella (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Steini Thorst

Já Bella mín,....vonandi kemur Mia í fjölskylduna okkar

Steini Thorst, 1.12.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband