9.12.2008 | 18:18
Hundalíf
Jæja, þá er ég búinn að vera með Míu í 4 daga og óhætt að segja að allt gangi vonum framar. Ég hef náð að þjálfa upp í henni mun meiri hlýðni en ég þorði að vona á þessum stutta tíma.
Nú börnin eru algjörlega að dýrka hana. Allý fer mikið með hana út og mikið og gott samband að myndast milli þeirra. Óðinn var svolítið óöruggur rétt í byrjun, fyrsta daginn. En það er nú dálítið annað mál í dag því hann leikur heilmikið við hana. Henni finnst reyndar mun skemmtilegra að leika við einhvern sem getur tekið aðeins á henni. Og það er alveg ótrúlegt hvað hún gjörsamlega breytir um takt þegar Óðinn er annars vegar. Honum leyfist allt og hún fer svakalega varlega í kringum hann. Ég svosem vissi áður en ég tók hana að mér að Boxer hundar eru sérstaklega góðir við börn en það er samt alveg magnað að sjá hvernig hún skynjar að um barn er að ræða. Held líka,...og veit reyndar að það er æðislegt fyrir börn að alast upp með góðum hundi svo þetta er bara jákvætt allt.
Varðhundaeðlið er greinilegt í Míu, það fer sko ekki milli mála. En hún þarf að læra að gelta ekki að ókunnugum. Mér hefur tekist að snarminnka það og ég held hún verði hætt því eftir ekki meira en viku.
En já, gengur semsagt MJÖG vel :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 1225
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi hef ekki heimsótti þig á blogginu fyrr gaman að kíkja við og til hamingju með Míu! Ég kíkti líka á bláu myndina af þér! þú ert stórslasaður vonandi lagast það fljótt .
Kristín Ketilsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:38
Hæ hæ frænka :)
Takk fyrir kveðjuna með Míu. Hún er alveg yndisleg. En já, blámaðurinn ég,...þetta er nú allt að koma til. Ansi langlíf kúlan samt og litskrúðug :) Ég verð vonandi kominn með fyrra útlit um Jólin !
Steini Thorst, 9.12.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.