19.1.2009 | 12:27
Mikið til í þessu en.........
Ég lifi nú og hrærist í farsímaheiminum og pæli því mikið í einmitt þessu, hvað fólk í raun notar lítið af möguleikum þeim sem margir símar bjóða uppá, jafnvel þótt einfalt sé.
Sá fídus sem flestir nota umfram það að hringja og senda SMS er vekjaraklukkan. Aðrir tæknieiginleikar eru miklu minna notaðir sem mér finnst í raun mjög merkilegt ef litið er til þess hvað það er einfalt að nota þá og hvað það einfaldar mikið málin sömuleiðis að nota þá. Má þar kannski númer eitt nefna tónlistarspilarann. Hvers vegna skyldi maður vera með tvö tæki á sér þegar eitt tæki dugar, t.d. í ræktinni eða úti í göngu/hlaupatúr? Tónlistarspilarinn í MJÖG mörgum farsímum er hreint ekki síðri en vinsælustu tónlistarspilararnir á markaðinum.
Nú svo er það myndavélin. Auðvitað eru mjög mismunandi myndavélar í símunum og margar þeirra varla nothæfar sem slíkar en margar hverjar eru bara ansi hreint góðar. Sérstaklega þar sem um 3.2 - 5 megapixla myndavélar er að ræða. Og það er mikið úrval síma með slíkum myndavélum.
Nú svo er ýmislegt tengt netinu sem ekki margir átta sig á hversu einfalt er að nota. Má þar nefna bæði Facebook og MSN. Svo ofan á þetta allt saman er búið að setja í marga síma GPS staðsetningartæki, ekki ólíkt Garmin, sem getur nýst alveg ótrúlega. T.d. getur það staðsett allar myndir sem teknar eru á símann, skráð landfræðilega staðsetningu þeirra, hjálpað fólki að rata í útlöndum, og fyrir útivistarfólk eru möguleikarnir mjög miklir.
Ég gæti auðvitað skrifað heilmikla grein um allt sem farsímar bjóða uppá annað en að hringja úr þeim því það er nánast allt hægt. Ég get t.d. notað símann minn sem hallamál :) Ætla þó ekki að eyða mikið fleiri orðum í tæknina hér og nú.
En í raun skil ég alveg það sem sagt er, að símar geti verið flóknir í augum þeirra sem ekki leita að öðru en tóli til að hringja úr. En það sem ég hef nefnt hér að ofan, tónlistarspilarinn, myndavélin og GPS staðsetningartækið,.......þetta eru hlutir sem ekki bara einfalda fólki málin heldur sparar því einnig peninga.
Flóknir gemsar pirra notendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamálið er stýrikerfið. Ég á Samsung D900i, fallegan síma með fallegt en illa hannað stýrikerfi. Ég nota hann einmitt til að hringja, senda SMS, sem vasareikni og vekjaraklukku. Ekkert meira. Nenni ekki að grafa eftir öðrum fítusum.
Er að spá í iPhone, enda er flest það sem ávaxtabóndinn lætur frá sér vel hannað og notendavænt.
Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 13:31
Hann er líka sá sími sem fær hæstu einkun yfir að hafa besta notendaviðmótið og get ég staðfest það, lang auðveldast að nota hann og komast inn og út úr forritum.
Ólafur Jakobsson, 19.1.2009 kl. 13:57
Ég er nú dálítið langt frá því að vera sammála að iPhone sé bestur í notkun,....en flott hönnun á bæði tæki og stýrikerfi, tek undir það. Held reyndar að flestir framleiðendur taki líka undir það enda eru má segja allir að koma með eitthvað svipað.
Steini Thorst, 19.1.2009 kl. 14:31
Ég er í raun sammála þér Steini, en hvaða síma ætti ég t.d. að fá mér næst? Mjög margir sem ég ræði við um síma, dásama iPhone. :)
Marinó Már Marinósson, 19.1.2009 kl. 18:11
Hehe,...ég ætla að taka söluræðu hérna
En það er rétt, margar dásama iPhone og svo eru aðrir sem gera það ekki. Eiginlega nákvæmlega sama staða og á öllum hinum símunum, hvaða nöfnum sem þeir nefnast.
Hvaða síma þú átt að fá þér næst er allt spurning um hver þín þörf er, hvaða þættir skipta þig máli og hvað ekki.
Steini Thorst, 19.1.2009 kl. 18:20
mér finnst bara enginn hafa komið með neitt eins þægilegt viðmót eins og ipod+iphone, tala nú ekki þegar maður er að nota itunes store, það væri hægt að kenna páfagauki að nota það á 3 mín. ef einhver væri með eins gott viðmót,og þá á ég aðallega við um hvernig tónlist er flutt frá síma til tölvu, þá væri þessi farsímamarkaður aðeins meira spennandi.
Steini frændi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 05:11
Well ég hef ekki notað iTunes og iPod,....en er það ekki þannig gert að tækið er tengt við tölvuna, svo iTunes forritið opnað, lag valið og valið Transfer to device,......eða eitthvað álíka??
Ef þetta er svona, þá er það bara nákvæmlega eins með bæði SonyEricsson og Nokia, Alveg nákvæmlega eins!!!! En það sem meira er, þú getur tengt SonyEricsson og Nokia beint við hvaða tölvu sem er og flutt lög í símana (Drag and drop). Þarft ekki að vera með neitt sérstakt forrit í þeim tölvum eins og þarf með Apple. Segi þetta nú bara því þú tekur sérstaklega fram þetta með tónlistina.
En svo hvað varðar það að tölvan vinni með jaðartækið, í þessu tilfelli símarnir, þá syncar Nokia fullkomlega við Windows Media Player 11 á sama hátt og iPhone syncar fullkomlega við iTunes. Stóri munurinn er bara sá að til að færa tónlist í Nokia símann eða SonyEricsson símann, þá ertu ekki bundinn af því að hafa WMP eða neitt annað forrit.
En ég er alls ekki að gera lítið úr Apple lausninni, hún er mjög góð og kannski sú besta fyrir marga.
Steini Thorst, 20.1.2009 kl. 09:35
Ég hef átt ýmsa gemsa, en enginn verður jafn góður í heildina litið og gamli góði Nokia 5110. Þessi sem þoldi gjörsamlega allt og var mjög einfaldur (einfaldlega vegna þess að það var ekki komin flott gemsatækni til að gera símann flókinn).
Hinsvegar finnst mér flestir símar í dag mjög ómerkilegir og viðmótið lítur ekki vel út (ég er auðvitað ekki að tala um alla, enda hef ég ekkert prófað alla síma sem eru í boði)
Ég á núna iPhone og er búinn að eiga hann í meira en ár án nokkurra vandræða. Hann sinnir starfi sínu sem gemsi mjög vel. Ég nota hann mikið sem almennan gemsa (hringja, senda sms) en mér finnst vekjarinn mjög þægilegur líka. Fyrir utan allt þetta eru til bókstaflega endalausir fídusar því það er hægt að sækja forrit sem sinna hinu og þessu.
iPhone er einfaldlega idiot proof, eins og aðrar Apple vörur.
Bottom line: Ég held bara að fólk nenni ekki að hugsa þegar það er að nota þessa hluti. Gott dæmi er hin endalausu rifrildi um hvort Windows eða Osx sé betra. Allir eru vanir windows því það er almennara og í öllum pc tölvum. Þegar fólk síðan (sem er vant windows) fer í apple tölvu nennir það ekki einu sinni að reyna. Það bara sér -sömu- hlutina og í windows bara í flottari búningi og á aðeins öðruvísi stað en þau eru vön og þá er bara tekin sú afstaða að það sé ömurlegt.
Geiri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.