28.1.2009 | 20:51
Mótmælendur?
Þetta eru ekki mótmælendur fyrir 5 aura.
Þetta er ofstækisfólk og ekkert annað. Fólk sem þefar uppi atburði til að "mótmæla" en hefur í raun ekkert fyrir sér. Vandamálið er að þessi hópur, sem hagar sér alltaf á þann hátt að beita þarf valdi til að halda aftur af þeim, er ekki með mótmæli við eitt eða neitt í huga þegar farið er af stað,.....aðeins það að valda usla, lenda í áflogum við lögreglu undir því yfirskyni að það sé að mótmæla.
Úð beint í augun á þessu pakki og hýða svo á Austurvelli.
Lögregla beitti piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þér 100% .
Digimortalis, 28.1.2009 kl. 20:55
sammála þér..
Arnar Hólm Ármannsson, 28.1.2009 kl. 20:58
Þeir mótmælendur sem hylja andlit sín gera það vegna þess að þeir eru svo ógeðslegir í framan að þeir vilja ekki sína andlit sín.
Meðmælandi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:11
Hef heyrt af því að allir þingmenn VG sem og varaþingmenn séu á mótmælendalista og fá alltaf SMS um að koma og taka þátt í mótmælum hverju sinni.
Það er geðslegt að fá þetta VG-landráðapakk í ríkisstjórn! Pakk sem komst til valda með ofbeldi. Ergó, þá verður að koma því frá völdum með ofbeldi.
Vegvísirinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:13
Já ekki ætla ég að væna VG um þennan skríl sem skilur ekki hvert hlutverk lögreglu er og hvernig fólki í siðmenntuðu samfélagi ber að bregðast við þegar lögreglan skerst í leikinn. Hitt er annað mál að ef þetta fólk beitir ofbeldi og orð virka á það sem olía á eld, þá þarf að grípa til annara ráða,...piparúða, táragass, kylfa, handtöku, fangelsun.
Ég vorkenni þessu pakki ekkert að svíða smá í augun í einhverjar mínútur eða klukkustundir. Sér í lagi þegar það veit að svo verður ef ekki verður bakkað. Einfalt mál.
Steini Thorst, 28.1.2009 kl. 21:44
Jahá, það er ekkert annað. Þú kannski veist fyrir víst að mótmælendur hafi beitt ofbeldi? Það hefði verið gaman að hafa þig á staðnum. Þarna voru 3 mótmælendur að henda snjóboltum í bygginguna og var það upphafið af ringulreiðinni. Aðspurð hvar mótmælendur ættu að standa og mótmæla sagði lögreglan að þeir gætu bara gert það heima hjá sér.
Ég stórefa að þú sért vel inni í því sem þarna gerðist miðað við þessi skrif þín og það að mótmæla NATO er ekkert nýtt. Þú þarft ekki að vera "atvinnumótmælandi" til þess að vera mótfallinn morðunum sem búa að baki NATO.
Að kalla fólk sem stendur upp og krefst breytinga skríl, er í minnsta falli algjör hroki og vanvirðing. Það er ástæða fyrir því að þessi gjörsamlega ónýta ríkisstjórn er fallin. Þú getur þakkað skrílnum það.
Sigurður J (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:04
:)
Þú ætlar þó ekki að reyna að sannfæra mig að lögreglan hafi beitt piparúða vegna snjóbolta ? :) Ef það er rétt, þá fordæmi ég það,...klárlega!! Ég hins vegar á MJÖG bágt með að trúa því. Ég var svo ekki að gagnrýna mótmælin sem slík, heldur atvinnumómælendum sem missa algjörlega marks þegar þeir beina orku sinni að því að ráðast gegn lögreglunni.
Steini Thorst, 28.1.2009 kl. 23:10
Veit ekki hvernig ég get sannfært þig en það var tilfellið. Þar að auki voru 1 eða 2 handteknir fyrir að brenna fána. En það var áður en "snjóboltaringulreiðin" hófst. Þeir rýmdu svæðið út af snjóboltunum sem verið var að kasta í bygginguna. Þeir gengu fyrst á milli og hrintu fólki í allar áttir út fyrir mörk borðans sem búið var að setja upp. Fólk spurði reglulega hvar það mætti standa og fékk lítið annað en öskur, hrindingar og dónaskap að launum. Lögreglunni var gert að vera extra hörð þetta kvöld. Það voru bein fyrirmæli og það átti ekki að líða eitt né neitt. Hef fengið þetta staðfest. En ofbeldi frá mótmælendum lýsti sér einungis í trommuslætti, fánabrennu (tveggja þeirra þ.e.a.s.) og kasti snjóbolta í hótelið (frá þremur þeirra).
Sigurður J (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.