Algjörlega óþolandi dómur

Mér finnst það mjög svo slæmt mál að þessi dómur skuli hafa fallið svona. Ástæðan auðvitað fyrst og fremst að mér finnst þetta skerða gríðarlega möguleika hæfra einstaklinga á vinnumarkaði.

Svo ég tali nú bara um sjálfan mig, þá hef ég verið að vinna innan sama geira meira og minna síðustu 12 ár. Ekki allan tímann hjá sama fyrirtæki þó en ég tel mig hins vegar vera fyrir löngu orðinn "sérhæfðan" í þeim geira sem gerir það að verkum að þetta er starfsvettvangur sem ég vill starfa í. Er í dag hjá mjög öflugu og góðu fyrirtæki, en myndi ég vilja vera bundinn því fyrirtæki með lögum ef vindar snerust? Nei, ég vill hafa frelsi til að selja þekkingu mína og hæfni án slíkra hafta.

Á sölumaður Toyota ekki að geta orðið sölumaður Mitsubishi ef hann er ósáttur hjá P.Samúelsson?

Eftir því sem mér skilst, þá er hérna um prófmál að ræða og það er bara svo að við, einstaklingarnir í landinu, töpuðum í dag fyrir fyrirtækjum landsins, það er ekkert minna. Og þá vill ég bara ráðleggja fólki að láta ekki setja sig í þá stöðu að skrifa undir starfssamning sem felur í sér slík höft því það að flytja sig á milli fyrirtækja í sama geira, í samkeppni, þýðir ekki að menn séu að misnota eitt eða neitt. Það er bara allt annað mál og ótengt því að menn vilji starfa í geira sem þeir þekkja. Ég hef sjálfur farið úr einu fyrirtæki í annað sem var í beinni samkeppni og það vita þeir sem með mér starfa að þó ég hafi komið með þekkingu, þá kom ég ekki með trúnaðarupplýsingar af einu eða neinu tagi frá fyrra fyrirtækinu.

Þessi dómur kemur auðvitað líka, geri ég ráð fyrir, í veg fyrir að við horfum á t.d. Loga Bergman lesa fréttir á Stöð 2 á föstudegi en á RUV á mánudegi. Er það gott fyrir starfsmenn í þeim geira svo eitthvað sé nefnt? Mér finnst þetta álíka vitlaust eins og að knattspyrnumaður í KR sé meinað að spila með öðru liði næstu 2 árin eftir að hann hættir hjá KR. Sumum finnst þetta líklega asnaleg líking, en knattspyrnumaðurinn er atvinnumaður á sínu sviði, hann er pro. Það sama á við um aðra menn og konur sem hafa sérhæft sig í ákveðnum geira, þeir eru atvinnumenn/konur á því sviði og vilja starfa á því sviði.

Nei, þetta er vondur dómur að mínu áliti..............fyrir okkur starfsmenn, einstaklinga þessa lands. Þetta á bara að snúast um frelsi einstaklinga til að selja þekkingu sína og hæfni sem og fyrirtækja að krækja í þá bestu. Frelsi!!!!


mbl.is Braut gegn samningi með störfum fyrir samkeppnisaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir

Alveg sammála Steini.

Ég hef ekki lesið dómin en svo lengi sem menn hafi ekki unnið með mjög sérstakar trúnaðarupplýsingar.Það er verið að dæma hinn almenna vinnandi mann í ánauð með svona  dómi?

Ægir , 12.3.2009 kl. 18:55

2 identicon

Prófmál er þetta ekki, mörg lík mál hafa verið dæmd í Hæstarétti. Þetta samningsákvæði er báðum aðilum kynnt þegar gengið er í samning til að tryggja að ákveðnar trúnaðarupplýsingar sem að maður mun vinna með eða læra eða kynnast í starfi, muni ekki leka til næsta vinnuveitanda. Regla samningaréttar er að "samninga skal halda", er það meginregla sem að tryggir öryggi í samningsgerð. Er það þó háð því að samningur sé ekki nauðung eða misbeyting, eða álíka ógildisástæður.

 Svona vinnusamningar eru skoðaðir með það í huga, að tímabil það sem að vinnuveitandi setji aðila, sé ekki strangari eða lengri en nauðsynlegt er og eru ekki taldir brjóta í bága við atvinnufrelsi einstaklinga að ströngum skilyrðum uppfylltum.

 Finnst mér það nauðsyn að þeir sem að vinna með upplýsingar og sérstaklega vinnuaðferðir sem að gefa þeim sterka stöðu á markaði(t.d. sérstaklega góð vinnubrögð) meini starfsfólki sínu að fara með þær aðferðir lengra.

Einar Örn Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:08

3 Smámynd: Björn Jónsson

Sæll Steini.

Ég verð nú að taka undir það sem Einar Örn segir hér á undan, ef þú skrifar undir ráðningarsamning verður þú að sjálfsögðu að fara eftir honum.

Þú skrifar ekki undir neitt tilneyddur er það ?

Björn Jónsson, 12.3.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Steini Thorst

Tilneyddur og ekki tilneyddur, læt það í hendurnar á hverjum fyrir sig að meta hvenær menn eru í stöðu að hafna slíkum skilyrðum í starfsamningum.

Steini Thorst, 12.3.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Steini, þú bullar bara, ef þú er búinn að skrifa undir svona samning þá ber þér að virða hann,

svo þessi líking með knattspyrnumanninn sannar það að þú bullar, að sjálfsögðu má knattspyrnumaður sem er samningsbundin KR ekki spila með öðru liði nema með leifi KR eða samningurinn sér keyptur upp

þessi tilteikni starfsmaður var samningsbundin ákveðnu fyrirtæki og eins og ég segi þá ber að virða samninga....

kv 

Finnur Ólafsson Thorlacius, 12.3.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Steini Thorst

Já, þetta snýst nefnilega um fleira en það hvort starfsmaðurinn hafi brotið samning heldur um það hvort yfir höfuð ætti að leyfa slík skilyrði í samningum. Ég gæti skilið slíkt í einhverjum tilfellum þar sem um mjög viðkvæmar upplýsingar væri að ræða, iðnaðarleyndarmál o.s.frv. Breytir í raun öllu hvers konar starf um ræðir. Það er ekki bara allt svart og hvítt.

Þetta snýst nefnilega um hvort löglegt ætti að vera að setja svona klausur í samninga og því miður fór það svo, það er löglegt. En ég mun nú samt halda áfram að bulla.

Steini Thorst, 12.3.2009 kl. 23:59

7 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Steini, nú ertu farinn að tala um allt aðra hluti sko, þér er velkomið að hafa þessa skoðun á svona klausum í smaningum, en þá ber þér að gagnrýna lögin en ekki dóminn sem gerir ekkert annað en að fara eftir gildandi lögum....

kv

Finnur Ólafsson Thorlacius, 13.3.2009 kl. 00:08

8 identicon

Finnur og Björn, langar að leiðrétta aðeins, Björn þú tala um að skrifa ekki undir neitt tilneyddur, það er reyndar ekki alveg rétt, hver er staða launþegans þegar hann er beðin um að skrifa undir samning, kannski búin að finna draumajobbið, hún er ekki rosalega sterk. Ef þið kynnið ykkur staðreyndir málsins þá skrifaði þessi aðili undir samning þegar hann hóf störf hjá 12 manna lítilli heildsölu með 200.000 kr í mánaðarlaun. Þegar hann síðan hætti var að orðinn Rekstrarstjóri 5 verslana. Hann bað um nýjan samning en ekkert var gert í því, fyrir dómi gat eigandi fyrirtækisins ekki greint frá því hvaða hagsmuni hann hefði verið að vernda talaði bara um "almenna hagsmuni" og honum fannst þessi samningur fínn og tók þessa samkeppnisklausu beint upp úr bók og á þessum árum hefði verið vinsælt að setja svona klausu inn í samninga. Þannig að ég hvet menn til að lesa dóminn, http://haestirettur.is/domar?nr=5749 og kynna sér staðreyndir málsins. Í dag er A4 í eigu banka en ekki Office 1 alla vega ekki opinberlega, Office 1 er að opna búðir en A4 að loka þannig að þetta hafa líklega verið mikið af trúnaðarupplýsingum sem þessi einstaklingur hafði undir höndunum.

Jasmin (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:01

9 identicon

Þetta er reymdar víst prófmál því að það hefur aðeins einn dómur fallið áður í svona máli fyrir Hæstarétti, svokallaður Plast miða og tæki dómur, þar fór starfsmaður menntaður sem Rafeindavirki á vegum PMT til útlanda að læra á vél sem var að koma til landsins og veitti PMT ákveðið forskot í samkeppni þá við fjóra aðra samkeppnisaðila. Þegar svo starfsmaður kom heim eftir sérmenntum kostaða af vinnuveitenda var gerður NÝR ráðningarsamningur. laun hækkuð og þessir fjórir samkeppnisaðilar nafngreindir. Starfsmaður hætti eftir ca mánuð að mig minni og fór beint til eins af samkeppnisaðilunum 4 og hóf strax störf þar á svona vél. Hann var dæmdur til að greiða bætur og starfaði í nokkurn tíma við þetta. Rafeindavirki að mennt. Aðilinn sem var dæmdur í Office 1 og A4 dómnum er menntaður verslunafræðingur og var valinn til að stýra Office 1 vegna þekkingu sinna á verslun sem hann hafði hlotið í fyrri störfum en ekki með námskeiðum kostuðum af Office 1.

Jasmin (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband