20.3.2009 | 15:13
Loksins !!!!!
Rosalega er ég sammála þessu en finnst þó að ganga ætti lengra hvað sunnudagana varðar. Ég tel að það væri mjög skynsamlegt að loka algjörlega bæði Kringlu og Smáralind á sunnudögum.
Opnunartími verslana í Kringlunni styttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki sammála þessu. Við sem komum utan af landi í helgarferð yrðum ekki glöð með það og ætti því frekar að minnka enn frekar opnunartímann á mánudags og þriðjudagsmorgnum... Ekkert svaka margir þá í kringlunni!
Hrefna (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:07
Verð að vera sammála Hrefnu þarna. Og ekki bara í sambandi við okkur, dreifbýlistútturnar heldur líka þá sem eru að vinna 5 daga vikunnar. Væri betra að opna seinna á virkum dögum. Þá er jú annað fólk í vinnu.
Anna Guðný , 21.3.2009 kl. 01:02
Það er bara búið að ofala okkur á þjónustu, að allt þurfi alltaf að vera aðgengilegt. Í danmörku gengur það bara vel að hafa svona verslanir lokaðar á sunnudögum, líka í Svíþjóð, Noregi, Spáni (amk Barcelona), Þýskalandi og miklu miklu víðar. Hvers vegna ætti það að vera vandamál þá á Íslandi???
Þið talið um dreifbýlisfólkið. Er laugardagurinn ekki alveg nóg, að allt sé opið alla laugardaga til kl 18? Það má heldur ekki gleyma fólkinu sem vinnur í þessum verslunum. Ég hef sjálfur verið starfsmaður í verslun og langstærsti gallinn við þá vinnu var einmitt sunnudagsvinnan. Þetta sama heyri ég núverandi starfsfólk verslana tala um í dag.
Nei, ég er harður á þeirri skoðun minni að það á að loka svona verslunum og verslanamiðstöðvum á sunnudögum, óháð því hvort það eru einhverjir utan af landi í borginni eður ei.
Steini Thorst, 21.3.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.