Mitt atkvæði farið

„Ég tel að það sé á sinn hátt ekki nauðsynlegt að það verði gert opinbert," Segir Bjarni Ben. Þetta er auðvitað kolrangt hjá honum og ég skil ekki hvernig honum dettur í hug að segja að það sé ekki nauðsynlegt, nú á þessum tímum sem þjóðin einmitt öskrar á að menn axli ábyrgð og hætt verði að þaga allt í hel. Menn séu dregnir til ábyrgðar.

Vandamálið er auðvitað, er ég orðinn skíthræddur um, að þeir sem hafa kallað Sjálfstæðisflokkinn spilltan stjórnmálaflokk, hafi í raun rétt fyrir sér. Verð bara að segja að þetta einstaka mál og viðbrögð æðstu manna í flokknum við því hafa orðið til þess að ég get ekki stutt flokkinn í næstu kosningum eins og ég hafði reyndar ákveðið að gera. En ég get það bara alls ekki og vill ekki. Það þarf að eiga sér stað miklu meiri hreinsun innan hans áður en hann getur sest við stjórnvölinn aftur. Og að svona mál séu að dúkka upp núna, rétt fyrir kosningar og allir benda frá sér en samt ekki á neinn segir mér bara að fleiri mál gætu allt eins dúkkað upp.

Það var svo bara brandara líkast að hlusta á Kjartan, fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins bera af sér alla vitneskju um þessa styrki í fréttum á Stöð 2 í kvöld. Það er ekki eins og hann sé bara Jón Jónsson á götunni, hann var í innsta kjarna bæði þyggjanda styrksins og veitanda hans, þ.e. 25.000.000 króna styrkurinn frá Landsbankanum.

Nei, ég er ekki að fara að setja X-D á seðilinn minn í næstu kosningum, því miður. Það sem verra er, ég mun líklega skila auðu því það er ekki sjens í helvíti að ég kjósi Samfylkinguna eða Vinstri Græna, ekki heldur þessi nýju framboð. Framsókn? Maybe,....hugsanlegt,.....ekki afskrifað amk á þessari stundu.


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ef þú ert núna fyrst að átta þig á spillingunni í Sjálfstæðisflokki hefurðu aldeilis vaðið í villu og svíma afneitunar. Þá er kannski ráð að gera heiðarlega úttekt á hvort andúð þín á hinum flokkunum sé spruttin af sama meiði? Endurskoða hugmyndafræði þína?

Páll Geir Bjarnason, 9.4.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Steini Thorst

Ég þarf ekkert að endurskoða hana.

Steini Thorst, 9.4.2009 kl. 20:19

3 identicon

Viðurkenndu það, þú ætlaðir aldrei að kjósa hann hvort eð er. Annars finnst mér að það eigi að verðlauna þá sem gátu fengið svona stóran styrk. Er þetta ekki bara öfundarvæl hjá þeim sem gagnrýna þetta?

Klemmi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það var aldeilis snöggafgreitt. Vona að það sé ekki eins með hana og trúna á heiðarleikann innan D-flokksins.

Páll Geir Bjarnason, 9.4.2009 kl. 20:35

5 identicon

Er það samt ekki raunin að styrkir sem þessir eru jú oftast nafnlausir, og upplýsingar um fjármögnun flokka í raun ekki aðgengilegar né ljósar neinum, ekki einu sinni þeim sem stýra skipinu. En við skulum ekkert fara að hlaupa í hringi, tökum þessu með ró og bíðum æsilausra svara :)

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:38

6 identicon

Sæll Steini - sammála þér hérna!

Nú er nóg komið - mínir menn kunna ekki að skammast sín einu sinni og reyna að klóra yfir skítinn.

Öll fjölskyldan ákvað í kvöldmantunum að kjósa ekki Sjálfstæðiflokkinn í kosninugnum eins og við höfum alltaf gert. Allavega 6 atvkæði farin og líklega all upp í 15 í stórfjölskyldunni.

Kjósum líklega VG sem virðist eini óspillti flokkur landsins því Borgarahreyfingin er djók og lýðskrum.

Alli (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:43

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef spillingin í íslensku stjórnsýslunni og embættismannakerfinu fær ekki núna þá áminningu sem hún hefur unnið til þá er siðgæði kjóenda ekki hótinu skárra.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt ráðuneytum fjármála og dómsmála lengur en ein kynslóð kjósenda man. Það er lítið um yfirheyrslur ennþá er mér sagt þó nú sé liðið hálft ár frá því að bankarnir fóru að dæla út milljarðahundruðum til vænstu skjólstæðinga sinna og eigenda bankanna.

Mitt álit er að þessar 55 milljónir til Guðföðurins séu ekki nema eins og lítill kökubiti í samanburði við þær greiðslur sem máli skipta.

En svo kom víst enginn úr forystu flokksins nærri þessu. Þetta gæti hafa verið strákurinn húsvarðarins í Valhöll og vinir hans. 

Árni Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 21:09

8 identicon

Fyndið hvað vinstri menn eru að reyna að búa til eitthvað scenario. "Ég og fjölskyldan ákváðum að kjósa ekki XD". Þetta er vinstriáróður út í gegn. Vá... það sátu 6 sjálfstæðismenn saman að snæðingi og það var ákveðið að öll XD atkvæðin færu yfir á vinstri græna. Hver haldið þið að trúi þessu? 

Það skiptir heldur ekki máli hver stýrði dómsmálaráðuneytinu fyrir hrun þegar kemur að yfirheyrslum vegna bankahrunsins. Það skiptir máli hver stýrði og stýrir þessu ráðuneyti eftir hrunið. Nú stýra samfylking og Vg þessu ráðuneyti og ekki sé ég að það sé farið að yfirheyra nokkurn ennþá. Þannig að hver er munurinn? 

Klemmi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:21

9 identicon

Sæll

Ef þú ert lýðræðisþenkjandi maður þá hvet ég þig til að gefa Borgarahreyfingunni tækifæri. Við lofum þér að spilling líðst ekki innan hreyfingarinnar og mundu hún hefur kostað þjóðina langmest!

www.borgarahreyfingin.is

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:01

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er afskaplega ánægð með fólk sem snýr baki við Sjálfstæðisflokknum.  Við Íslendingar viljum ekki valdhroka og spillingu í okkar litla landi.  Við þurfum heiðarlegt og réttlátt fólk við stjórnvölinn.  Þá eigum við von.

Anna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:24

11 Smámynd: Steini Thorst

Flokkur án spillingar er bara ekki nóg. Borgarahreyfingin getur að sjálfsögðu ekki verið mjög spillt enda úr litlu valdi að spilla, nýr flokkur you know. Nei, staðreyndin er nú sú að ég aðhyllist stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef lengi gert. En ég get ekki litið framhjá öllu og eiginlega alls ekki þessu. Af þeirri ástæðu fá þeir ekki mitt atkvæði nú. Ég leyfi mér hins vegar þá bjartsýni að 4 ár í stjórnarandstöðu gefi þeim það rúm sem þeir þurfa til að hreinsa til hjá sér og endurskoða valdnýtingu en ekki stefnu.

Steini Thorst, 9.4.2009 kl. 23:46

12 Smámynd: Steini Thorst

En Ernir,.....ef þú lest nú bæði fyrirsögn og innihald, þá sérðu að ég ætla einmitt ekki að kjósa D í næstu kosninum. Það ætti að vera nokkuð ljóst.

Hitt er svo annað mál sem þú minnist á, að margir kjósi flokkinn vegna þess að foreldranir hafi alltaf gert það. Það á auðvitað við um mig. En sko, foreldrar mínir fluttu erlendis í haust svo nú loksins get ég tekið eigin afstöðu í málinu. Í fullri alvöru, heldur þú virkilega að fullorðið fólk geti ekki tekið afstöðu til eigin skoðana????? Þetta er nú bara algjört rugl þó svo að einstaka unglingur geri það,....en það á við um alla flokka. Það eru alltof margir sem kjósa Samfylkinguna án þess að hugsa,......það er staðreynd. Fyrir hvað stendur Samfylkingin, hverju hefur hún áorkað og hvaða stóru stefnumál þeirra hafa náð fram að ganga? þar er stefnulaus og tvístraður flokkur á ferð, tvístraður í afstöðu.

Steini Thorst, 10.4.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband