Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2008 | 16:41
Ný áskorun - sjósund
Ég var að koma úr Stykkishólmi þar sem ég eyddi helginni vegna fertugsafmælis bestu vinkonu minnar til síðustu 25 ára, hennar Helenu. Við vorum þarna 4 og með mikinn barnaskara með okkur :) Frábær helgi.
Helena hefur frá barnsaldri stundað það að synda í sjónum en undanfarnar vikur hefur hún verið að hvetja mig út í þetta líka og nú um helgina lét ég vaða og vá, Jesús Pétur hvað þetta var kalt,....brrrrrrrrrrrr. Sjórinn þarna var um 7-8° á celsius. Henti mér út í á föstudagskvöld og kallinn varð svo heillaður að aftur var látið vaða á laugardagskvöld og þá aðeins lengur.
Nú er ég semsagt kolfallinn fyrir þessu og ætla að fara að stunda þetta á næstunni þrátt fyrir þá staðreynd að þetta er náttúrulega bara rugl sko En ég mæli sko hiklaust með þessu.
En núna er 2 vikna sumarfríi lokið í bili og á morgun fer ég að vinna. Óðinn er búinn að vera með mér í 2 vikur og margt búið að bralla og hann búinn að ferðast heil ósköp á þessum stutta tíma. Hann hefur aldrei ferðast svona mikið. Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Stykkishólmur og þúsundir kílómetra. Svo fer hann semsagt til mömmu sinnar núna og mér skilst að hringferð um landið sé á planinu. Ferðasumarið mikla hjá mínum gaur og það verður skrítið núna að hafa hann ekki alla daga. En núna fer líka í hönd mikill skautatími hjá mér því ég hef bara 10 daga til að negla 100 kílómetrana,.... Vonandi verður veðrið mér hliðhollt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2008 | 10:13
Enn og aftur rangar fréttir tengdar iPhone umfjöllun
Mikið yrði ég glaður ef sá fréttamaður sem virðist hafa það sem sitt aðalstarf að fjalla um iPhone myndi kynna sér Betur tölulegar staðreyndir þegar hann skrifar sínar fréttir.
Í þessari frétt segir hann að Blackberry sé með yfirburðarstöðu á smartsímamarkaði viðskiptaheimsins. Það er bara tóm þvæla. Blaðamaðurinn er alveg að gleyma Windows Mobile símum en það sem meira er, hann er að gleyma Symbian sem er LANGSTÆRSTI aðilinn á smartsímamarkaði í heiminum. LANGSTÆRSTI.
Það sem ég tel reyndar að blaðamaðurinn sé að "klikka" á er að hann er að sækja sínar fréttir til bandarískra fréttamiðla en Blackberry er klárlega stærst í USA. Þegar bandarískir fréttamenn, sumir hverjir, skrifa fréttir, þá gleyma þeir stundum að það er heimur fyrir utan USA.
En svo er annað í fréttinni sem ég hefði viljað fá betri útskýringu á. Hvernig verður rekstur iPhone dýrari með GPS? Það skil ég illa þar sem GPS styðst við beint og samband við gervitungl og kostar ekkert. Hitt er verðið,......hvernig er það komið í 230.000 krónur?
iPhone 3G með aukinn hraða en líka aukinn kostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
16.7.2008 | 21:38
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft
Þarf maður að hugsa sérstaklega um það hvað maður gerir eða segir fyrir framan börnin sín? Já, ekki spurning. En hugsar maður alltaf um það, öllum stundum? Nei, því miður held ég að maður geri það ekki eins mikið og maður ætti að gera.
Þetta myndband vekur mann til umhugsunar og er ótrúlega góð áminning um það að börnin læra það sem þau sjá og heyra,...sérstaklega af foreldrunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 11:25
Kominn heim frá Svíþjóð
Jæja, þá er maður kominn heim eftir mjög skemmtilegt en líka stíft ferðalag. Ferðalagið út tók heila 16 klukkutíma og það er alveg slatti þegar maður er með tveggja og hálfs árs orkubolta með sér. Allý var líka með okkur og mikil hjálp í henni. En Óðinn stóð sig vægast sagt eins og hetja alla leiðina. Fyrst var það flug til Köben og það var hans fyrsta skipti í flugvél. Það er óhætt að segja að viðbrögð hans hafi farið fram úr væntingum því aldrei kvartaði hann eða varð hræddur. Vinkona mín sem er flugfreyja og var á vakt gerði nú líka sitt og leyfði honum að skoða alla vélina með sér :)
Við komuna til Köben þurftum við að hafa hraðann á til að ná lest yfir til Malmö þaðan sem við þurftum að ná annari lest á áfangastað. Við vorum alveg á því tæpasta að ná í miðasöluna en þá var þar auðvitað röð. Þegar loks kom að okkur var lestin komin á tíma. Þeir sáu hins vegar að henni seinkaði eitthvað smá svo við keyptum miðana og hlupum sem vitlaus værum að ná henni. Þar biðum við svo í 20 mínútur þar til hún kom. Þetta þýddi því að við misstum að lestinni í Malmö í staðinn og þurftum að kaupa ferð til Gautaborgar fyrst, svo aðra til Uddevalla og þaðan með Rútu til Strömstad. Samtals 16 klst og Óðinn svaf ekki nema tæpan klukkutíma á leiðinni. En það var gott að komast á áfangastað.
Óðinn er mikill Íþróttaálfur og elskar Latabæ sem sést vel á hvernig hann eyðir lausum stundum, í kollhnísa og hlaup með tilheyrandi töktum og sveiflum. En þegar við runnum eftir lestarteinunum innan um skógana í Svíþjóð sagði hann eitt skipti "Pabbi! Vá !!!!,....það er mikið grænmeti hérna" Hans nammi er nefnilega oftar en ekki gúrkur, tómatar og annað grænmeti svo þetta var mikil gleði fyrir hann :)
Ættarmótið var frábært í alla staði. Mjög gaman að hitta alla ættingjana. Mikið af þessu fólki hafði maður hitt áður og suma oft en svo var líka stór hluti sem ég hafði aldrei hitt og hefði líklega aldrei hitt ef ekki hefði verið fyrir þetta ættarmót. Óhætt að segja að þetta hafi ærlega styrkt taugarnar til Svíþjóðar, ættarinnar og upprunans. Läckberg ættin á töluvert í manni og núna eins og oft áður komu upp pælingar hjá okkur hvort við ættum að bæta þessu ættarnafni við nöfnin okkar. Við bjuggum í nokkrum pínulitlum húsum á svona útilegusvæði rétt við staðinn sem ættarmótið var á og það var alveg frábært. Geggjað veður og allt bara súper. Sjórinn hlýr og ég, Allý, Diljá, Maríus og mamma fórum öll í sjóinn að synda. Óðinn auðvitað dýrkaði það að vera öllum stundum útivið að leika sér.
Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði eins og svo oft áður þarna, hvað er maður að búa á Íslandi??? En svo kemur maður heim og þá man maður af hverju :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 22:44
Ekki þægileg tilhugsun
Engir Íslendingar meðal hinna slösuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 21:33
Kerfið, hið opinber og endaleysan þar. Skítt með kerfið kannski?
Það er alveg með ólíkindum hvað opinberar stofnanir geta verið mikill frumskógur að fara í gegnum.
Í apríl flutti dóttir mín alfarið til mín og það var tilkynnt til Þjóðskrár um leið og lögheimilið var fært. En svo þurftum við mamma hennar að fara til sýslumanns til að gera þetta nú allt formlega. Reyndar alveg furðulegt að það þurfi þegar um fullkomið samkomulag er að ræða, snýst bara um að dóttir okkar er að flytja frá henni og til mín. Hefði í mínum huga átt að vera bara nóg að við skrifuðum bæði undir skjal þess efnis. Ok, fine,....við mættum á tilsettum tíma, sem btw var einum og hálfum mánuði eftir flutninginn því engan annan tíma var að fá. Við biðum á biðstofunni hjá sýslumanninum í Reykjavík í einhvern hálftíma áður en við vorum kölluð inn. Þar mætti okkur skrifstofa innréttuð árið 1976 með starfsmanni innréttuðum 1976 líka. Hvorugt hafði breyst á þessum tíma.
Það eina sem okkur var sagt að gera var að mæta bæði. En það fyrsta sem Hr. 1976 gerði var að spyrja hvort við værum með skilnaðarpappírana. Hmmm,....nei sko, við erum löööööngu skilin og gerðum það hérna fyrir 13 árum síðan. Við erum ekki að skilja, við erum bara að ganga frá því að dóttir okkar er að flytja frá móður til föður. Okkur var sagt að mæta hingað. Já ég skil,....en eruð þið með sönnun þess að þið séuð skilin spurði hann,.....döhhh. Nei, við erum ekki með sönnun fyrir því aðra en orð okkar og við getum svo svarið að við erum skilin. Sérð þú ekkert í tölvunni þinni um það þar sem við erum jú hjá Sýslumanninum í Reykjavík og á Sifjadeild sem annast skilnaði? Sérðu ekkert þar? Hmm,...nei en augnablik sagði hann og fór fram.
Hr. 1976 kom aftur eftir ca hálftíma með blað í höndunum, Jæja, hérna stendur að þið hafið skilið fyrir 13 árum síðan. Ég var nú orðinn smá pirraður á þessu og hreytti því hálfpartinn útúr mér að það hefði einmitt verið það sem við sögðum honum bæði fyrir hálftíma.
En semsagt núna var það sannað svo nú var hægt að breyta dvalarstað dóttur okkar. Í skjalinu kom svo auðvitað fram að breyting yrði á meðlagsgreiðslum. Semsagt nú færi ég að fá greitt meðlag í stað þess að greiða það. Við spurðumst fyrir um það hvernig ferlið yrði á því, hvort hann gengi frá slíkum málum á staðnum. Nei, ekki er það svo sagði hann. Þið þurfið að bíða í nokkra daga og þá fáið þið sent stimplað bréf sem svo ætti að fara með til Tryggingastofnunar til að tilkynna þessa breytingu og að ég þyrfti að sækja þar um meðlag. Hmm,...ok ekkert mál.
Ég fékk bréfið 3 dögum seinna og fór í Tryggingastofnun. Þar gekk reyndar allt alveg ágætlega og mér sagt að þetta myndi nú ganga allt sjálfvirkt fyrir sig og ég fengi greitt meðlag næstu mánaðarmót á eftir. En ég þyrfti þó að hafa samband við Innheimtustofnun sveitafélaga sem sér um að rukka meðlag og tilkynna þar að ekki ætti lengur að draga af mér. Ég gerði það en þó með ótrúlegum flækjum. Ætla ekki einu sinni að reyna að rekja hringavitleysuna sem ég fór í þar til að leiðrétta ofgreitt meðlag frá mér.
Svo komu mánaðarmótin og ekkert meðlag. Á föstudaginn hringdi ég í Tryggingastofnun og spurðist fyrir um þetta. Þar var mér í þetta skiptið tjáð að þar sem ég bý í Kópavogi eigi ég að tala við Sýslumanninn í Kópavogi. Klukkan var orðin 3 svo ég varð að bíða til mánudags. Hringdi reyndar ekki fyrr en í dag þangað og sagðist vera að spyrjast fyrir um þetta. Nei sko, þú verður að sækja um þetta fyrst. Já, ég er búinn að því sagði ég. En þú verður fyrst að fara til Sýslum í Rek og tilkynna þetta. Hmmm,......ég er löngu búinn að því. Nú? Þá þarftu að fara niður í Tryggingastofnun og fylla þar út....................Nei heyrðu sagði ég,....ég er búinn að þessu öllu. Það er allt frágengið hjá Sýsla í Rek, hjá Tryggingastofnun, hjá Innheimtustofnun og allsstaðar,....það hefur bara ekki borist greiðsla og mér var sagt að tala við ykkur. Nú? Heyrðu, ætla þá að gefa þér samband við konuna sem sér um þessi mál......................sko eftir 5 mínútna samtal og hálfgert rifrildi.
Sú sem kom í símann sagði málið einfalt. Ekki væri búið að færa lögheimili Alexöndru og þess vegna stoppaði allt. Sagði mér að hringja í Þjóðskrá. Ég gerði það og eftir mikinn eltingarleik við rétta manneskju kom í ljós að tilkynningin hafði borist en mamma Alexöndru hafði gleymt að undirrita hana. Hún er búin að því núna svo núna loksins ættu málin að vera komin í rétt horf.
En hvað er málið eiginlega með þetta kerfi,..........er eitthvað skrítið að það sé dýrt að reka þetta bákn allt þegar ekki eitt einasta skref sem tekið er, leiðir af sér nokkurn skapaðan hlut. Ég hefði haldið að svona nokkuð ætti að klárast frá A-Ö hjá sýslumanni.
Skítt með kerfið kannski?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.7.2008 | 16:50
Sumir menn eru upplýstir, aðrir ekki.
Hvernig í ósköpunum átti BB að vita af þessu, hann var í ræktinni þegar þegar um þetta var fjallað í aðalfréttum sjónvarpsins. Svo var hann í göngutúr næst þegar um það var fjallað og MSN-ið hans lá niðri vegna eldveggs í Dómsmálaráðuneytinu og tölvupósturinn sem honum var sendur fór óvart í Junkmail. Nú svo var hann með iPod í eyrunum að hlusta á fyrirlesturinn "How to look good without knowing anything" og eins og allir vita er iPod ekki með útvarpi svo ekki gat hann heyrt fréttirnar þar. Hann gat engan veginn vitað af þessu og fólk verður að skilja það.
Bara varð að taka upp hanskann fyrir kallinn eftir allar þessar árásir.
Ráðherra ókunnugt um málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 23:05
Fullt að gerast....meira að segja krónan að styrkjast
Hrikalega er veðrið búið að vera gott, þetta er bara bilun,....eða hvað? Var þetta ekki einmitt svona allt síðasta sumar, alveg fram til 19. ágúst? Á maður þá ekki bara að gera kröfu um það sama og aðeins betur ef það er það sem þarf? Ég ætla að minnst kosti að gera þá kröfu :)
Var annars að lenda eftir 25km túr á skautunum. Og ég verð að viðurkenna að ég er píííííííínulítið farinn að óttast að ég muni ekki ná 100 km markmiðinu mínu svona miðað við hvernig ég verð í fótunum eftir bara 25km og eins og ég varð eftir 47 km um daginn. En ég velti því samt fyrir mér áðan þegar ég var búinn með um 18 km leið hvað myndi algjörlega tryggja að ég færi þetta hvað sem tautaði. Datt í hug að setja mér það að ef ég ekki næði, þá myndi ég raka af mér hárið á hausnum. En það er bara ekki nógu mikið því það er bara þægilegt að vera hárlaus. Þá velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að setja mér það að ef ég ekki næði, þá myndi ég aflita á mér hárið. Það er eitthvað sem ég myndi aldrei gera og lít örugglega út eins og sturlaður hálfviti þannig. Og takandi mið af því að mér er ekkert alveg sama hvernig ég lít út,...þá held ég að með þetta sem "refsingu" þá væri mér sama þó blóðið fossaði úr fótunum á mér,....ég myndi samt klára frekar en að vera með aflitað hár. Er þetta eitthvað sem ég ætti að setja inn? Ég veit það ekki
Annars er stefnan tekin á Svíþjóð núna á föstudaginn. Er að fara á ættarmótið og tek börnin mín Allý og Óðinn Örn með. Þetta verður ekki auðvelt ferðalag því þetta er í fyrsta skiptið sem Óðinn fer í flugvél og því er þannig séð við öllu að búast af honum. En svo eftir lendingu, þá tekur við ca 6 klst löng lestarfer......úfffffff. Eins gott að vera með nóg af dóti fyrir litla manninn. Ég er annars frekar bjartsýnn á að hann muni bara skemmta sér vel að horfa útum gluggann á lestinni. Hann er jú strákur út í gegn :)
Ég gerði svolítið í fyrsta skiptið á ævinni um daginn. Ég spilaði golf :) Þetta var bara fjandi gaman sko. Komst að vísu að því að þetta er pínku ponsu erfitt líka. Ég var einstaklega laginn við að KLÚÐRA upphafshöggunum. En sem betur fer vorum við að spila Texas Scrample, var svona vinnustaðabjórgolf og þess vegna fékk ég ekki 45 víti. En gaman var þetta og ég mun pottþétt spila meira í nánustu.
Annars er alveg magnað hvað ég á erfitt með að vera í fríi. Ég er sífellt með hugann við vinnuna, fór meira að segja þangað í dag, á degi 2 í sumarfríi. Og það er alveg ljóst að ég verð að fara aftur í þessari viku. En þannig er bara þessi bransi, maður slekkur ekki á samkeppninni. Svo ekki sé nú talað um endalaust flakk á gjaldmiðlinum okkar,......því fylgir töluverð vinna. En ég ætla að gera mitt besta til að hanga í fríi. Er amk að njóta þess í botn að vera meira með börnunum og að sooooooooooooofa út :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 15:44
Ekki samt alveg að virka....
Reyndi að setja þann mæta stað Búðareyri við Reyðarfjörð inn en skilaboðin eru "We don not support adding a place here yet" +
Og hérna erum við ekki að tala bara um götu heldur heilan bæ.
Einmitt sko.
Hægt að búa til Google kort af Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2008 | 14:17
Sumarfríið hafið
Jæja, þá er maður dottinn í sumarfrí og mikið afskaplega er það gott.
Það eru nú reyndar ekki stór plönin þetta árið með hvernig skal nýta þessar vikur sem maður á fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Reyndar hef ég sjaldnast verið með stór plön um það þar sem ég vill helst af öllu eyða sumarfríinu mínu innanlands og þá bara gera það sem mér dettur í hug, þegar mér dettur það í hug. Það verður ekki mikil breyting semsagt á því þetta sumarið annað en að eftir viku þá fer ég með börnin til Svíþjóðar á ættarmót. Ég er part svíi og á nokkuð stóran hóp ættingja þar. Hef hitt stóran hluta þeirra áður og mörg hver nokkrum sinnum en svo er einnig hópur þar sem ég hef aldrei hitt svo það verður fjör í því.
Litli snúðurinn minn hann Óðinn Örn byrjar sitt sumarfrí eftir daginn í dag og verður hjá mér næstu 2 vikurnar straight. Að vísu eigum við mamma hans það sameiginlegt að eiga erfitt með að vera lengi í burtu frá honum svo við höfum samið um að hún fái hann lánaðann einhvern tíma á þessum tveim vikum og ég fái hann svo lánaðann einhvern tíma á næstu tveim vikunum þar á eftir.
Allý er svo bara að vinna í sjoppunni í sumar. Reyndar ekki alveg nógu mikið þar sem þau eru mörg sem eru að sinna þeim vöktum sem í boði eru. En hún fær samt að vinna 3-4 daga í viku svo það er ágætt. Hún er að standa sig vel en ekki svo að skilja að tamningu sé fyllilega lokið, nei hreint ekki. það eru ærin verkefni að ala upp börn og þessi aldur, unglingsárin eru ekki auðveldasti tíminn. Jesús Pétur nei. Prófa þetta, prófa hitt, gá hversu langt er hægt að ganga, misjafn félagsskapur, töluvert magn af leti, ótrúleg þörf til að sofa og fullkominn skortur af löngun til að hafa herbergið sitt hreint og snyrtilegt svona svo eitthvað sé nefnt. Var ég svona líka, er þetta bara eitthvað sem fylgir????
Ég held reyndar að ég hafi verið svona í sambandi við herbergið mitt, líka í sambandi við letina, líka í sambandi við að prófa hitt og þetta. En einhvern veginn þá finnst manni þetta öðruvísi. Líklega vegna þess að maður er daglega með hnút í maganum yfir því hvort maður sé að standa sig í foreldrahlutverkinu eða ekki.
En aftur að sumrinu og hvernig því verður varið. Eitt er víst að línuskautaglamrið mitt mun fá slatta af tíma en þó óvíst að svo verði fyrr en eftir þessar tvær vikur sem Óðinn verður hérna því ég fer ekki mikið með hann með mér. Ekki ennþá. En semsagt, nú er innan við mánuður í tímamörkin sem ég setti mér í að ná markmiðinu mínu, 100 km á 6 klst svo það er bara harkan sex. Er fullkomlega viss um að þetta mun nást
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar