Færsluflokkur: Bloggar

Ha? Nú missti ég alveg úr........

Bíddu nú aðeins við. Það lék grunur á að maðurinn hefði hefði verið búinn að neyta áfengis EN SAMT VAR EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ TAKA BLÓÐPRUFU??? Og ekki nóg með grun um áfengisneyslu heldur dregur hann upp hníf og ógnar öðrum úti á götu,.........EN SAMT EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ KANNA HVORT HUGSANLEGA VÆRI EITTHVAÐ ANNAÐ OG MEIRA EN ÁFENGI Í BLÓÐI ÞESSA ÖKUMANNS.

Nú væri gott ef einhver mér fróðari útskýrði fyrir mér og öðrum hvers vegna ekki þótti ástæða til blóðprufu ef fyrir lá grunur um áfengisneyslu.


mbl.is Ógnaði ökumanni eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og eftur undarlegar fréttir tengdar iPhone

Já, ég held áfram að "böggast" yfir undarlega mikilli athygli sem iPhone fær hjá blaðamönnum mbl. Hver er "fréttin" hérna? Er þetta eitthvað nýtt?

Það er akkurat ekkert nýtt hérna á ferðinni frekar en í flestum fréttum sem tengjast iPhone. Farsímar eru og hafa verið niðurgreiddir svo árum skiptir gegn tímabundins þjónustusamnings sem kaupandinn gerir við ákveðið símafélag.

1998 og 1999 voru t.d. gerðir hér á landi svokallaðir Tal12 samningar við þá sem keyptu síma í Tal. Símana var hægt að fá allt niður í 1 krónu. Hins vegar þurfti kaupandinn að borga fullt verð fyrir símtækið ef hann vildi ekki skrifa undir símaþjónustusamning. Ég var sjálfur á fullu að selja þessa síma og gera þessa samninga við fólk, án þess þó að vera starfsmaður Tal.

Slíkir samningar eru ennþá gerðir í dag hér á landi þó ekki sé um fulla niðurgreiðslu að ræða lengur eins og var á þessum tíma. Og víðast hvar í Evrópu er um krónusamninga að ræða hjá fjölda símfyrirtækja.

Semsagt, ekkert nýtt hérna á ferðinni.


mbl.is 3G iPhone mun dýrari án þjónustusamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Línuskautar - 47 km - Blöðrur á iljum :(

Jæja ég var að koma frá einum stífasta hring sem ég hef tekið hingað til. Fór 47,3 km á tímanum 3.03 klst. Það er auðvitað ekki alveg nógu gott þar sem markmiðið er 100 km á 6 tímum og seinni 50 km eru að sjálfsögðu hægari. Ég verð því að herða mig. Ég hef reyndar farið lengri túra, en ekki svona erfiða.

Í þessum hring er mikið um mjög brattar brekkur sem bæði hægðu mikið á mér og má segja stútuðu fótunum því blöðrur á iljarnar hef ég aldrei áður fengið en er með núna. Á, það er bara vont sko Crying

En rosalega var þetta gaman. Veðrið alveg snilld þó það hafi reyndar verið aðeins meiri vindur en ég hefði kosið en samt slapp það ágætlega. Byrjaði hringinn á Gróttu Seltjarnarnesi og fór uppí Mosó. Mestallan tímann með vindinn með mér. Í bakaleiðinni að Gróttu aftur var ég svo með vindinn á móti mér en á móti þá er bakaleiðin auðveldari þar sem meira er um brekkur niðurá við.

Ég var að sjálfsögðu með kveikt á Nokia Sports Tracker í símanum og þannig er leiðin öll skráð. Þeir sem vilja skoða leiðina geta farið inná þennan link hérna http://sportstracker.nokia.com/nts/workoutdetail/index.do?id=256976

Til að fá kortið upp þarf að ýta á S eða H takkann sem eru neðst á kortinu sjálfu, þá kemur satelite mynd af borginni upp. Sports Trackerinn notast við GPS tæknina og þeir sem vilja fræðast um þetta snilldar forrit ættu að snúa sér til Hátækni og spyrja um það.

Og fyrir þá sem eru með Google Earth í tölvunni sinni þá geta þeir séð leiðina líka þar. Það er gert með því að ýta á Download as KML file (það er einn af grænu tökkunum fyrir ofan kortið) og velja Open. Þá opnast Google Earth og sýnir leiðina þar. Hrikalega cool :)

Jájá, smá sölumennska í gangi. En ég er nú líka sölumaður :)


Listasmíð

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvernig best væri að ná í hönnuðinn og verkfræðinginn sem smíðuðu danska undraverkið. Þetta er þvílík listasmíð að ég er hissa að ekki skyldi hafa verið leigð undir þetta brynvarin herflutningavél þegar ákveðið var að flytja gripinn til Íslands.

Ég trúi því vart að íslenskt fyrirtæki hafi burði og þekkingu til að setja saman svona búr eins og danirnir hafa átt í ,......tjahh, af útlitinu að dæma, 200 ár.

Joyful


mbl.is Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkudagur að kveldi kominn

Jæja þetta er nú búinn að vera þvílíkt aktívur dagur, verður ekki annað sagt.

Dagurinn byrjaði snemma eins og venjan er þegar sonurinn er heima. Við fórum auðvitað út í garð þar sem veðrið var mjög gott. Hömuðumst þar í 2 tíma og svo inn að borða. Svo þurfti hann að fara í hvíld en minn var nú ekki beinlínis á því, ónei. Ekki að ræða það því hann vissi jú að við vorum á leið í 10 ára afmælisveislu systur hans.

Við vorum komnir í afmælið kl tvö og það var standandi fjör allan tímann, mikið af kökum, mikið af nammi og svo ís í þokkabót. Og allt var þetta utandyra úti í garði svo actionið varð þeim mun meira. Veislan stóð yfir í um 3 klukkutíma. Afmælisbarnið fór svo með okkur og vinkona hennar fékk líka að koma og mun gista hérna hjá okkur í nótt. En við fórum ekki beint heim því við ákváðum að nú væri gott að skella sér í sund,....svona af því að ennþá áttu börnin eitthvað smá eftir af orku,.....enda búið að innbyrða ósköpin öll af sykri.

Við skelltum okkur í nýju sundlaugina í Mosó og þar kom reyndar í ljós að það var ekki bara smá eftir af orku, hún var ótæmandi. Óðinn vildi ólmur prófa stóru rennibrautirnar og ég gaf eftir eftir mikið þref um það. Hann stóð sig eins og hetja og ég held ég hafi aldrei rennt mér jafnoft niður rennibraut í sundlaugum hérlendis. Hann sagði eftir hvert einasta skipti,....eiju sinni enn, eiju sinni enn pabbi. Og aftur og aftur fórum við einu sinni enn og einu sinni enn. Þetta varð að tveggja tíma sundferð og none stop action.

Mér tókst að koma öllum þremur börnunum ósködduðum uppúr lauginni og þá lá leiðin beina leið á McDonalds því ef einhver var búinn á því þá var það ég og eldamennska því ekki ofarlega á listanum yfir það sem ég vildi gera.

Vorum svo komin heim um klukkan 8 í kvöld og ég sagði Óðni að nú væri kominn háttatími. Minn sturlaðist alveg og fannst ég ekki lítið ósanngjarn. Mikil óánægja með pabbann. En það fór nú þannig að hann var sofnaður um það bil einni mínútu eftir að hann lagðist á koddann :)

Núna eru semsagt bara ég og tvær tíu ára snátur hérna og mér sýnist á öllu að ég sé að fara að slaka á yfir einhverri bíómynd sem þær tóku með sér,......Errm

Ætli ég steinsofni ekki bara líka á einni mínútu.


Er lækkun á iPod aðalfréttin hérna???

Alveg finnst mér þetta furðulega fyrirsögn á þessari stórfrétt.

Hvað hefur iPod með þetta að gera annað en að vera ein af þúsundum vara sem lækka mun í verði við þessa breytingu? Ekki neitt!

Afnemun vörugjalda á raftæki þýðir miklu meira en lækkun á iPod. Þetta þýðir að sjónvörp, hljómtæki almennt (ekki bara iPod), kæliskápar, þvottavélar, DVD spilarar og svo lengi mætti telja mun lækka sem nemur vörugjaldinu. Á flestum þessum vörutegundum er 25% vörugjald en lægra á öðrum.

Fréttamennskan í þessari frétt er með eindæmum og alveg magnað að blaðamaðurinn skuli einblína á iPod fyrir utan að segja að ríkissjóður verði af hundruðum milljóna í vsk tekjur vegna þess að fólk kaupi iPod erlendis. Halló,....ríkissjóður MUN verða af hundruðum milljóna í tekjur af vörugjöldum eftir þetta. Athuga þarf að mest seldu sjónvörpin sem seld eru kosta á bilinu 100 - 200.000 svo hlutfall vörugjalds af slíkum vörum er nú slatti hærra en vsk af ódýrum iPod. Það sama má segja um margar aðrar vörur. Langflestir íslendingar kaupa nefnilega sín raftæki hérna heima.

iPod eru ágætir MP3 spilarar en dýrkun ákveðinna fréttamanna á þeim gerir þá gjörsamlega blinda á hvað annað er að gerast í þessum heimi, bæði hvað varðar þá breytingu sem niðurfelling vörugjalda þýðir sem og bara í tækniheiminum. Gjörsamlega blindir á það.

Ég segi það aftur, það að iPod muni lækka í verði í verslun Apple við niðurfellingu vörugjalda er bara dropi í hafið fyrir heimilin í landinu þegar að þessu kemur. Bara pínulítill dropi. Fréttamenn ættu að skoða betur hvaða raunverulegu áhrif þetta mun hafa til hagsbóta fyrir heimilin og fólkið í landinu og hananú :)


mbl.is Verð á iPodum mun lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona smá update um börnin

Í dag, 20. júní á hún Ísabella mín 10 ára afmæli. Til hamingju elsku dúllan mín Wizard

Það verður sjálfsagt mikið um dýrðir hjá henni á morgun þegar afmælisveislan sjálf verður en mamma hennar er nú ekki beint þekkt fyrir að vera neitt að farast úr hógværð og hugmyndaleysi þegar góða veislu gjöra skal :)

Af Allý minni er svo það að frétta að hún er bara mjög sátt við þá breytingu sem átti sér stað í apríl þegar hún flutti alfarið til mín. Það fer vel um okkur og samkomulagið bara fínt þó svo að ég þurfi nú aðeins að temja hana og forrita :) Hún er byrjuð að vinna í sjoppu rétt hjá okkur sem er bara hið besta mál. Fínt að geta hringt í hana á laugardagskvöldi rétt áður en hún hættir að vinna og láta hana koma með ís fyrir kallinn :)

Reyndar var Allý að eignast lítinn frænda um daginn en Rósa Björk systir hennar eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun júní.

Nú svo er það prinsinn, Óðinn Örn. Hann tók það stóra skref í vikunni að pissa í fyrsta skipti í kopp Grin. Hann var hjá mömmu sinni þegar það gerðist og stoltur og ánægður hringdi hann í pabba gamla og sagði mér frá. Og hann var sko að springa úr stolti..........og ég líka :)))

Börnin mín, Alexandra, Ísabella Mist og Óðinn Örn

Ég þyrfti nú að fara að vinna í því að fá nýrri mynd,....þau hafa nú vaxið og þroskast svolítið síðan þessi var tekin.


Ljótar myndir...úffffff

Ég ætlaði að birta hérna myndir sem ég fann á netinu, myndir af fórnarlambi árásar Hvítabjörns en lifði þó af. Ég hætti við myndbirtinguna, set bara linkinn í staðinn,...þetta er frekar ljótt og líklega ekki fyrir viðkvæma.

http://www.hondahookup.com/forums/showthread.php?t=117389

 

The Polar Bear:
The polar bear is the most deadly of all. While his normal food is seal, they have been known, for centuries, to attack humans. Until the introduction of firearms, the native people of the north have lived in fear of them. Many early explorers have told horror stories of polar bear attacks. These bears are known to stalk and hunt humans. If you are in polar bear country carry a firearm or avoid the area.

 


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Like father, like son

Varð að smella mynd af prinsinum mínum sofandi um daginn því stellingin sem hann var í var nákvæmlega sú sama og ég tamdi mér lengi framan af. Þetta er allt í lagi stelling þegar maður sefur einn en hættuleg ef einhver er við hliðina. Ég komst að því the hard way í minni fyrstu sambúð,.....eða eigum við ekki að segja að sambýliskonan mín þáverandi hafi komist að því the hard way BlushCryingUndecided

click to go back

Hann er sko ekkert lítið sætur þessi litli engill minn InLoveKissing


Esjuganga og línuskautar

Í gær skellti ég mér á topp Esjunnar. Mikið djöfull er ég með mikla strengi í fótunum, þó ekki jafnmikið og þegar ég fór síðast þarna upp. Þá gekk ég ekki eðlilega í 3 daga á eftir enda var þar um kapphlaup við vin að ræða sem er með jafnmikið eða meira keppnisskap en ég. Munurinn á þessum tveim göngum er basicly sá að í gær var ég 70 mínútur að ná toppnum en í kapphlaupinu var ég 45 mínútur og 20 mínútur niður.

En asskoti var þetta gaman og rosalega var gaman að horfa yfir borgina og reyndar allt höfuðborgarsvæðið frá toppi Mount Esja í góða veðrinu sem var.

Esjuganga 11.06.2008

Ætlunin var að fara að heiman á línuskautum með skó í bakpoka og labba svo upp. Komst hins vegar að því að það er enginn hjólastígur að Esjurótum svo það var vonlaust. En ég verð líka að viðurkenna að þegar ég var kominn niður þá hugsaði ég með mér "mikið er ég ánægður að þurfa ekki að skauta núna" enda var ég má segja búinn í fótunum. Hef ekki mikla reynslu af Esjugöngum eða yfirhöfuð, fjallgöngum. Að klífa klettana sem fara þarf í gegnum til að ná toppnum gerði ég á viljastyrknum einum. Sagði í sífelldu við sjálfan mig, þú getur þetta, þú skalt upp og hættu þessu væli Sick

Hins vegar eins og veðrið er í dag, þá er alveg ljóst að ég mun taka langan línuskautatúr að vinnu lokinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband