Færsluflokkur: Bloggar
31.7.2008 | 16:23
Réttlætanlegt? Nei en.........
Þetta er auðvitað svo gjörsamlega út í hött, að gera þetta. Að láta sér detta það í hug er hins vegar kannski ekkert óeðlilegt þegar það er skoðað. En að gera þetta er á engan hátt réttlætanlegt þar sem hættan sem af þessu skapast er alveg gríðarlega mikil.
En þá kemur að hinu, að láta sér detta þetta í hug. Menn eru ekki að kaupa sér racer hjól til að sigla þeim alltaf á löglegum hraða, það sama á við um öfluga sportbíla og aðra kraftmikla ogt hraðskreiða bíla. Eigendur þessara tækja munu án undantekninga prófa að fara vel yfir hámarkshraða. Ég er hins vegar ekkert að reyna að réttlæta það, bara að henda fram staðreynd. Hvers vegna að eyða milljónum króna í 300-500 hestafla bíl ef ekki á að amk prófa tækið?
Það sem vantar eru brautir fyrir áhugamenn um mótórhjól og hraðskreiða bíla. Það vantar sárlega. Kvartmílubrautin gerir mjög lítið til að uppfylla spyrnuþörfina og gerir ekkert til að uppfylla hraðaþörfina, hún er of stutt til þess. Af hverju í ósköpunum taka ekki öll tryggingafélögin sig saman ásamt ríki, bílaumboðum og einhverjum fleirum hagsmunaaðilum sig saman um að gera kappakstursbrautir, svæði þar sem hægt er að þenja þessi tæki á sama tíma og hættan á slysum og dauðsföllum er miklu miklu miklu minni? Af hverju er þetta ekki löngu komið?
Bílslys vegna ofsaaksturs og afleiðingar þeirra kosta þjóðfélagið gríðarlegar fjárhæðir svo ekki sé talað um hvað það kostar marga sem í þeim lenda og aðstandendur þeirra. Ég er ekki verkfræðingur og veit ekki hversu mikið svona braut eða brautir myndu kosta,.....en ég er ansi hreint viss um að slíkt myndi samt borga sig upp á styttri tíma en t.d. Hvalfjarðargöngin. Og þá er ég að tala um gjaldfrjálsa notkun.
Þetta hlítur að vera hagsmunamál fyrir tryggingafélögin. Þetta er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þjóðfélagið. En bílaumboðin eiga fullt erindi í að koma að þessu líka og sjálfsagt enn fleiri,....t.d. olíufélögin.
Ég er alls ekki að segja að hraðakstur hverfi með öllu af götum landins með þessu móti en það er alveg á kristaltæru að það mun minnka til muna. Hópar sem koma saman á hinum og þessum stöðum um borgina til að spyrna eða hreinlega keppa í hraðakstri hafa engan annan stað til þess og lögin ein koma ekki í veg fyrir að áhugamaður um hraðakstur stundi hann. En þessi áhugamaður vill örugglega sjálfur miklu frekar gera þetta á stað þar sem ekki er hætta á 50-100.000 króna sekt, missis ökuleyfis eða hætta á að slasa fólk sem átti sér einskis ills von og bjóst alls ekki við að kappakstur væri í gangi.
Ég veit að þessi umræða er ekki ný af nálinni,....en common, er þetta ekki löngu orðið tímabært?
Á 245 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2008 | 20:07
Ferlega montinn :)
Fyrir einni og hálfri viku lét ég mig í fyrsta skiptið á ævinni hafa það að stökkva út í ískaldann sjóinn við Ísland til skemmtunar, hékk ofaní 8° heitum (köldum) sjónum í 5 mínútur. Daginn eftir gerði ég þetta aftur og var þá í 10 mínútur. Viku seinna synti ég svo einhverja 100-200 metra, þá að vísu í ca 12° heitum sjó, og setti mér um leið það markmið að fyrir ágústlok skyldi ég ná því að synda frá Nauthólsvík, yfir í Kópavog og til baka.
Ég hins vegar kláraði það dæmi núna áðan :) Þetta eru ca 1200-1300 metrar og tók mig um 30-40 mínútur. Að vísu er sjórinn í dag um það bil 14° að mér skilst. En andsk..... er ég stoltur af sjálfum mér að hafa klárað þetta dæmi. Næst er það Viðey
Hitt markmiðið mitt, 100 km á línuskautum á innan við 6 klst lítur aðeins verr út. Fór 40 km í gær og verð bara að viðurkenna að þreytan í fótunum eftir það gefur ekki beinlínis fögur fyrirheit um að ég nái þessu, amk ekki á tilsettum tíma. Reyndar er alveg öruggt að ég næ því ekki á tilsettum tíma þar sem ég var búinn að setja mér þetta fyrir lok júlí og á morgun er síðasti dagur júlí og Óðinn, litli prinsinn minn sem er búinn að vera í rúma viku hjá mömmu sinni kemur til mín yfir eina nótt. Því fórna ég ekki fyrir neitt enda farinn að sakna Mini-Me alveg skelfilega mikið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 15:03
Akureyri isssssss
Alltaf halda þeir að það sé bezt þar.
Tók þessa mynd áðan á bak við hús hérna í Reykjavík,......og í algjörum skugga
27,7 gráður á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2008 | 13:16
Flott kona
Ánægður með Keira núna. Í fyrsta lagi þá þarf hún engu að breyta og í öðru lagi þá er hún að axla þá ábyrgð að vera fræg og að vera fyrirmynd af þeim sökum.
Ég myndi nú bara vilja sjá miklu fleiri frægar konur með svona yfirlýsingar því það er alveg svakalegur misskilningur finnst mér hjá alltof mörgum konum að lítil brjóst séu ekki flott,....MIKILL misskilningur stelpur. Svo er stundum ekki einu sinni um lítil brjóst að ræða, heldur bara löngun í stærri. Og þá veltir maður fyrir sér hvað rekur konur í brjóstastækkun. Er ekki helsta ástæðan sú að þær halda að það sé flottara? Spyr sá sem ekki veit,.........en grunar þó.
Það getur vel verið og meira að segja sennilegt að í einhverjum tilvika þá sé einhvers konar "lagfæring" á brjóstum eitthvað sem hægt væri að verja og ástæða þætti til. En það er mín skoðun og trú að í yfir 90% tilfella þá sé akkurat engin önnur ástæða til staðar en sú að konan haldi bara að þetta geri hana meira kynæsandi, kvenlegri eða þokkafyllri. Ég hef sagt það áður og segi það enn, The real thing er ALLTAF það flottasta,...án undantekninga. En það er bara mín skoðun :)
Neitaði að láta stækka brjóstin á myndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2008 | 20:26
Sjósundið :)
Vá hvað þetta er geggjað, að synda í sjónum.
Skellti mér í dag út í og synti töluvert lengra en síðast. Reyndar synti ég mjög lítið síðast þegar ég fór enda voru það bara fyrstu tvö skiptin mín. En núna fór ég kannski 200 metra eða svo. Það var töluverður öldugangur líka í dag sem gerir þetta aðeins erfiðara. En mikið rosalega er þetta gaman og gott. Maður verður ansi ánægður með sig eftir á :) Alveg magnað að finna eftir ca 5 mínútur þegar kuldinn byrjar að hverfa og sjórinn verður allt í einu hlýr að manni finnst. Reyndar er það ekki sjórinn sem er að hlýna heldur er líkaminn að dofna og sömuleiðis að hamast við að halda hita. Ég held að þetta sé allt uppí huganum, maður er bara duglegur að segja sjálfum sér að þetta sé ekkert kalt og þá verður það ekki kalt :)
Annars er bara að ljúka fínni helgi. Fór á föstudaginn á línuskauta, kannski 25 km eða svo. Fór svo í grillveislu hjá systur minni,...þvílík veisla alltaf hjá henni enda snilldarkokkur :) Kvöldið endaði reyndar með því að ég hitti vinnufélaga minn og við skelltum okkur aðeins í bæinn. En svo bara heim að lúlla. Á laugardaginn hjálpaði ég vinkonu minni að flytja og eyddi svo kvöldinu heima í rólegheitum. Í dag var það svo barnaafmæli í fjölskyldunni en ég læt slíkt sjaldan framhjá mér fara enda súkkulaðikökufíkill :) Það vantaði heldur ekki súkkulaðið í þessu afmæli,..nammminamm. Fór svo í sjóinn á eftir.
Morgundagurinn verður svolítið erfiðari og sorglegri en flestir dagar því þá fer ég í jarðarför frænda míns sem fór því miður langt fyrir aldur fram á vit feðra sinna. Lífið hefur sinn gang og maður skilur ekki alltaf allt, svo mikið er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 12:34
Enn og aftur og eina ferðina enn.........!!!
Hvaða endalausa vitleysa er þetta með síendurteknar viðvaranir á notkun farsíma. Þessar viðvaranir hafa komið upp annað slagið á undanförnum 10-15 árum en aldrei rökstuðningur á bak við þær, ekki einu sinni núna enda tekur forstöðumaðurinn það fram. "Ráðleggur Herberman fólki að bíða ekki eftir að niðurstöður rannsókna staðfesti hugsanleg skaðleg áhrif farsímanotkunar" Hann vill SAMT vara við notkuninni.
Hvers vegna skyldi maður forðast það sem tugir eða hundruð rannsókna hafa EKKI getað leitt í ljós hættu vegna notkunnar? Það eina sem þeir vísindamenn sem vara við farsímanotkun segja er að það hljóti að vera hættulegt, geta bara ekki sýnt fram á það. Eru í alvörunni einhver rök eða eitthvað sem ætti að fá mann til að íhuga þetta einu sinni? Nei, ekkert.
Varað við mikilli farsímanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2008 | 15:13
Enginn smá sími.......og könnun líka :)
Ég þarf nú að hugsa ansi mörg ár aftur í tímann til að mér detti í hug farsími sem getur brotið hönd á manni eða konu. Nema honum hafi verið kastað svona svakalega fast. Ég vona bara símtækisins vegna að um höggþolinn síma hafi verið að ræða, sorglegt ef hann hefur brotnað líka.
Annars er farsímakönnun hérna vinstra megin sem þú lesandi góður mættir endilega taka þátt í
Fékk í sig farsíma og handarbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 12:56
Bubbi hefur nú alveg tjáð sig um álverin.......
Bubbi liggur undir ámælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 00:13
Hvad for helvede....
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar