Færsluflokkur: Bloggar

Undanþágur

Æi ég vona nú að þessi læti verði ekki til þess að reykingar verði með öllu bannaðar í Leifsstöð. Ég er og var alltaf hlynntur reykingabanni á skemmtistöðum og veitingastöðum. En mér finnst nú svolítið annað með Leifsstöð því eftir að maður er kominn þangað inn, þá fer maður ekkert út aftur fyrr en í annað land er komið, nokkrum klukkustundum síðar. Og mér finnst það bara vera svolítið annað. Sumir segja líklega,...þér er nær að reykja. En halló, smá mannlegan þátt í þetta.

Hins vegar að það skuli vera reykherbergi í Alþingishúsinu finnst mér nú bara vera hneyksli og það af alvarlegri gerðinni því það eru fjöldamörg ár síðan lög voru sett á reykingar í húsakynnum hins opinbera. Að þau lög séu ennþá í dag brotin á hinu háa Alþingi, þar sem lögin eru sett er eiginlega bara alveg fáránlegt og sýnir nú reyndar bara hve eiginhagsmunasemi þingmanna er mikil. Setja lög á lýðinn en brjóta þau svo í æðsta embættishúsi þjóðarinnar. Eigum við að ræða það eitthvað eða.....??


mbl.is Leyfa reykingar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný hlið á MBL

Ekki að ég óski eigendum stólsins nokkurs annars en að finna hann,......en ég velti því samt fyrir mér hvernig FRÉTTAVEFUR mbl líti út ef allt sem stolið er af heimilum eða fyrirtækjum endar í fréttadálkunum þar sem lýst er eftir þeim? Hugsið ykkur t.d. myndaflóðið ef brotist væri inní Tölvulistann sem dæmi og þaðan stolið 6 mismunandi fartölvum, 18 vefmyndavélum, 10 hörðum diskum, 24 blekhylkjum og USB snúrum í tugatali.
mbl.is Lýst eftir nuddstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel Hekla um helgina

Ekki verður annað sagt en að dvölin á Hótel Heklu hafi verið skemmtileg og áhugaverð líka. Við mættum á staðinn seinnipart laugardagsins eftir akstur á flughálum vegum landins. Það var svo hált að þegar ég prófaði eitt sinn að bremsa, þá bara gerðist ekkert. Þannig að það var farið varlega yfir. En á áfangastað komumst við öll, Ég og Ólöf, Gunni og Lena og svo Raggi og Anna Fríða.

Fyrst var bara slakað á fram að kvöldmat en matseðillinn var fyrirfram ákveðinn fyrir okkur. Góður matur og fín þjónusta. Það var reyndar svo að við vorum eina fólkið á staðnum svo við sátum ein að þjónustunni sem í boði var. Eftir matinn tók við fjör og kjaftagangur í koníaksstofunni langt fram á nótt en þá ákvað hópurinn að skella sér í heita pottinn. Og þá kemur einmitt þessi áhugaverði partur af ferðinni því ég byrjaði að skoða útum hvern einasta útgang af húsinu í leit að pottinum en hvergi fann. Loks spurði ég eigandann hvar hann væri og fékk þá svarið að hann væri 60 metra vestur af húsinu Crying Málið er að það var hríðarbylur úti, mikill snjór og mikið frost. Við ákváðum þó að láta okkur hafa það, skella okkur í skýlur og bikini og hlaupa í gegnum skaflana. Eftir að hafa staðið í dyrunum í drykklanga stund og horfa út í myrkrið í leit að pottinum, ákváðum við Gunni að hlaupa af stað í átt að þeim stað sem við töldum víst að potturinn væri. Sem betur fer reyndist það rétt og þangað komumst við kaldir og hraktir. Stelpurnar fylgdu svo á eftir og það var bara hreint frábært að liggja þarna í sjóðandi heitum pottinum í þessum bilaða veðri. En svo kom auðvitað að því að við þurftum að herða okkur uppí að fara til baka. Það tók amk 2-3 drykklangar stundir Whistling En við komumst þó í land á endanum og ég held að allir hafi sofnað nokkuð vært eftir þessa raun.

Svo vöknuðum við á sunnudag og þá reyndist húsið rafmagnslaust og ekki nóg með það því rafmagnsleysinu fylgdi hitavatnsleysi þar sem rafmagnsdælur sjá um að dæla heita vatninu um húsið. Þetta þýddi að ekki var hægt að fara í sturtu og ekkert ristað brauð að fá í morgunmatnum Frown Og til að bæta gráu ofan á svart, þá fengum við þær fréttir að búið væri verið að loka Hellisheiðinni og hugsanlegt væri að Þrengslum yrði einnig lokað.

Húsráðandi var þó ekki í miklum vandræðum með að redda þessu með brauðristina

27012008241

Allt fór nú á endanum vel og við komumst heim á skikkanlegum tíma.

Ég vil svo bara á endanum mæla með Hótel Heklu sem áfangastað í helgarferð í sveitina. Ótrúlega þægilegt andrúmsloft þarna, afslöppuð og góð þjónusta, góður matur og frábært umhverfi. Mæli hins vegar með því að ætli fólk í pottinn að nóttu til í hríðarbyl, að það kippi með sér stígvélum og sjóstakk Joyful

 


Helgin framundan

Komandi helgi verður klárlega tileinkuð landsbyggðinni því á morgun er ég að fara á ísfirðingamót, Sólarkaffi ísfirðinga. Að vísu verður það ekki á Ísafirði, ekki einu sinni á landsbyggðinni heldur nákvæmlega hérna í Reykjavík þar sem menn berjast um völdin í almennilegum fötum :)

En hvað er ég að gera annars á ísfirðingamót? Ekki er ég ísfirðingur. Hef meira að segja bara einu sinni á ævinni þangað komið og það var árið 1985. En jú, Ólöf er ísfirðingur og bauð mér með sér :) Hlakka nú bara heilmikið til verð ég að segja. Gæti meira að segja svo farið að ég hitti mömmu hennar þar. Spennandi :)

Nú svo á laugardaginn þá ætlum við að skella okkur út úr bænum, á hótel með nokkrum vinnufélögum mínum. Það verður BARA fjör.

En já, semsagt helgin verður tileinkuð landsbyggðinni í einu og öllu :)


IKEA farnir að selja bíla,........hvar stoppar þetta???

Verðið er reyndar ekki komið á hreint en þessi ku verða nokkuð ódýr og kemur í þremur litum.

Hérna er svo allt sem þarf

III


Afmælisbörn dagsins

Í dag á hann sonur minn, Óðinn Örn 2 ára afmæli :D

ótrúlegt hvað tíminn flýgur en samt á hinn bóginn finnst mér hann hafa verið hluti af mér alltaf. Óútskýranlegt líklega :)

Hann fékk að sjálfsögðu fjarstýrðan bíl frá pabba sínum, hvað annað. Ég var svolítið hræddur um að það væri ekki tímabært,............en þetta er nú bara eitthvað sem ég gat ekki beðið öllu lengur eftir að gera. Hitt er svo reyndar annað mál að þetta reyndist síður en svo ótímabært því hann stoppaði ekki aksturinn fyrr en rafhlöðurnar voru búnar :) Ég man reyndar eftir því þegar ég fékk minn fyrsta og reyndar eina fjarstýrða bíl að gjöf frá foreldrum mínum. það var jólagjöf og ég held ég hafi verið 10 ára. Ég byrjaði auðvitað strax að leika mér með hann en fjörið entist stutt því pabbi hafði víst "prófað" á Þorláksmessu hvort hann virkaði ekki örugglega. Það próf ku hafa staðið lengur en til stóð og rafhlöðurnar kláruðust :) Á þessum tíma voru ALLAR verslanir lokaðar í 3-4 daga eftir Jólin svo þetta var visst áfall.

Óðinn er ekki sá eini í fjölskyldunni sem á afmæli því hún stóra (litla) systir mín á líka afmæli.

Til hamingju bæði tvö :)

Hérna eru þau bæði

19112007269


Örlæti

Ég verð bara að koma opinberlega á framfæri þakklæti mínu til mannsins sem gerði skiptidílinn við fyrir Jólin og lét mig hafa 8 rjúpur í skiptum fyrir nokkra blaðsnepla. Það þýðir skv þessari frétt að hann hafi bara átt 10 eftir fyrir sig og sína. Samt þekkir þessi maður mig ekkert,....ótrúlegt örlæti Wink
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá eftirfylgni

Jæja, loksins gef ég mér tíma til að taka smá stöðumyndir af eldhúsinu en ég hef verið rukkaður töluvert um það.

Staðan er semsagt svona í dag:

28122007004

28122007003

28122007002

Þetta er svo sannarlega breyting frá því sem áður var,....en þetta hefur gengið hægt og alveg sérstaklega hægt núna um Jólin þar sem börnin voru meira og minna hjá mér á Jólunum. Geri ekki mjög mikið þá. Jólin einkenndust eiginlega af álagi og pirringi yfir draslinu hérna hjá mér......en voru að flestu leyti alveg æðisleg bara,........og reyndar urðu Jólin allt öðruvísi að sumu leyti en ég hafði búist við Joyful

En semsagt,....nú er ég búinn að henda inn myndum og reyni að halda því áfram eftir því sem gengur. Rúsínan í pylsuendann, barstólarnir, verða svo tilbúnir um mánaðarmótin jan/feb og þá er þetta vonandi fullkomnað :)


Ég er við það að fá ógeð..............

.....á pizzum, hamborgurum og slíku bullfæði. En meðan eldhúsið er eins og það er, þá er víst fátt annað í matinn á kvöldin. Ég hlakka til að fá mér soðna ýsu, kjötbollur í brúnni sósu með kartöflumús og sultutaui ,..........Mmmmmmm :)))

Byrjaður að byggja upp veggina, búinn að múra og pússa niður gamla flísavegginn og byrjaður að byggja rammann í loftið. Ég eygi þá von að geta hætt snemma að vinna á morgun á skrifstofunni svo ég geti farið af krafti í þetta hérna en verður þó að segjast sem er að það er ekki beinlínis auðvelt að fara frá vinnunni á þessum tíma. En ég reyni það og er bara orðinn ansi bjartsýnn á að klára mjög mikið um helgina. Eftir sem áður tekur það viku að fá borðplötuna svo það er ljóst að verkið verður ekki klárt fyrr en 5 mínútur í Jól. En það verður þó klárt fyrir Jól :)

Svo er annað sem ég er líka búinn að fá ógeð á en það er draslið, rykið, drullan, óreiðan. Það er ekki alveg mitt uppáhald að hafa drasl heima hjá mér, eiginlega bara alls ekki. Og það get ég sagt að helgina 22. og 23. des eru allir sem vilja velkomnir að koma og þrífa með mér :))))))))

Svona er umhorfs heima hjá mér núna.......

13122007200

13122007202

Það er meira að segja erfitt að komast inní svefnherbergið

13122007201


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband