Færsluflokkur: Bloggar

Stærstu mistök Samfylkingarinnar

Alveg er það makalaust að Katrín skuli koma með þessa setningu. Samfylkingin ber semsagt enga ábyrgð??? Reyndar er ekki nýtt að Samfylkingin hafi þá skoðun og það sama má kannski segja um Sjálfstæðisflokkinn,.....eða bara íslenska stjórnmálaflokka alla.

En Katrín segir það stærstu mistök flokksins að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokk. Ertu þá mín kæra að segja að formaðurinn ykkar eigi heiðurinn af þessum stærstu mistökum ykkar? Er þá þessi sami formaður hæfur til að stýra flokknum áfram? Ertu að lýsa vantrausti á sitjandi formann? Mér þykir það nokkuð ljóst.

Ég hins vegar virði Mörð fyrir að líta í eigin barm og viðurkenna að hann hefði átt að gera betur. Stundum sér maður slíkt ekki fyrr en eftirá en þá er einmitt gott að viðurkenna það. Er það ekki það sem ALLIR þingmenn stjórnarflokka síðustu Ríkisstjórnar þyrftu að gera, viðurkenna að þeir hefðu getað gert betur?


mbl.is Mörður: Ég átti að fylgjast betur með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanasveiflur á ESB

Það var svolítið sérstakt að sjá fréttir um þetta á Stöð 2 en þeir birtu fjórar niðurstöður skoðanakannana um ESB aðild sem gerðar hafa verið á síðustu fjórum mánuðum og það merkilega var hversu gríðarlegur munur er á þessum skoðanakönnunum. Yfir 70% vildu aðild í nóvember, 40% í janúar.

Mér finnst þetta auðvitað bara segja mér að það er bráðnauðsynlegt að stjórnvöld kynni rækilega hvað fellst í þessari aðild. Og þá þarf að kynna það rétt, ekki að Sjálfstæðiflokkurinn kynni sína sýn á það og Samfylkingin sína,...os.frv. Heldur að þetta verði bara kynnt rækilega óháð flokkapólitík. Það má ekki byggja aðildarumsókn byggða á dagsformi hvers og eins.


mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörningurinn fullkomnaður

Jæja, þá er Ólafur útrásarvíkingur Grímsson búinn að fullkomna gjörninginn. Hann er búinn að skrifa undir að koma skuli Davíð frá, eina tilgang frumvarpsins. Nú hlítur allt að verða betra er það ekki? Sjálfstæðisflokkurinn ekki í stjórn og Davíð farinn úr Seðlabankanum. Verður ekki lífið yndislegt núna kæru mótmælendur?

Ég verð bara að viðurkenna að ég kvíði næstu mánuðum enn meira núna. Þessi 80 daga stjórn á eftir að "koma svo mörgum málum í verk", málum sem eru til þess eins fallin að vinna atkvæði í vor, bara tímabundið vinsæl málefni, engin erfið mál,....

Í ástandi eins og því sem nú er, þurfum við að mjög reynslumiklu fólki að halda við stjórnvölinn. Ég er skíthræddur um að nú sé hins vegar komin ríkisstjórn sem mun ekki og kann ekki að taka á málum með þeim hætti sem þarf að gera. Þora ekki í þann niðurskurð sem þarf. Eru á kafi í nornaveiðum og slá ryki í augun á kjósendum með því að draga til baka þann niðurskurð sem þegar var búið að ákveða að nauðsynlegur væri.

Þessi gjörningur um Seðlabankann er ein endaleysa frá upphafi til enda og til þess gerð að þóknast nokkrum mótmælendum. Þetta verða dýrkeypt fljótfærnismistök.


mbl.is Búinn að staðfesta lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira ruglið

Það verður gaman að sjá hvernig hún Jóhanna og co ætla sér að fylgja eftir þessum fáránlegu og fljótfærnislegu breytingum sínum. Ég er algjörlega orðlaus yfir þessari vanhæfni sem ég tel að núverandi stundarfjórðungsstjórn sé og held að margt að því sem þau eru að henda í framkvæmd eigi eftir að springa svo rækilega framan í okkur.

Mér finnst Jóhanna vera að setja sig í hóp ofbeldishneigðra mótmælenda með þessu. Hún er bara að framkvæma algjörlega óúthugsaða aðgerð.


mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setning aldarinnar

Í umfjöllun Stöðvar 2 um þessi mál um daginn þá fannst mér nú sá sem fyrir svörum varð hjá þessu ágæta fyrirtæki algjörlega skjóta sig í fótinn, jafnvel báða og hafa í leiðinni neytendur að fíflum þegar hann svaraði þeirri spurningu hvers vegna þessi erlenda framleiðsla bæri heitið Íslenskt meðlæti. Hann sagði, "Jú, þetta er sko meðlæti fyrir íslendinga"

Ekki það að ég hafi nokkuð á móti innfluttum matvælum, sama hvers kyns er. En ég er sammála því að þarna er verið að beita blekkingarbrögðun til að fá fólk til að halda að um íslenska framleiðslu sé að ræða.


mbl.is Brutu lög með upplýsingum á grænmetisumbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mobile World Congress - Barcelona

Héðan frá Barcelona, þar sem ég er staddur, er reyndar töluvert fleira spennandi að sjá en ný hleðslutæki :)

Snertiskjásímar eru mjög svo áberandi hérna en allir stærstu farsímaframleiðendurnir og reyndar hinir minni líka eru að kynna mjög svo öfluga síma hérna í þeim flokki. Nokia er að sýna sína 2 sem eru 5800 og N97 sem klárlega er sá sími sem er að hljóta langmestu athyglina enda er Nokia að taka risastórt skref í bæði hönnun hans og tæknilegri útfærslu.

SonyEricsson kynnti líka mjög öflugan snertiskjásíma með 12 megapixel myndavél en myndavélarnar eru sömuleiðis mjög áberandi hérna þar sem allir eru að kynna 8-12 megapixla myndavélasíma.

Hérna er margt að skoða og merkilegt og mættu Tækni og vísindi hjá MBL alveg endilega skrifa meira um þær nýjungar sem eiga sér stað í farsímaheiminum enda er mjög ör þróun í þeim geira.

Hitt er svo annað mál í sambandi við hleðslumálin, þá er Nokia búnir að hanna síma sem þarf ekki hlaða með rafmagnssnúru heldur eru sólarrafhlöður í honum. Þeir vilja þó þróa þetta lengra eða þannig að rafmagnsljós muni vera nóg til að hlaða símann. Þessi tækni mun þó ekki líta dagsins ljós fyrr en eftir eitthvað lengri tíma en 2012.

h


mbl.is Eitt hleðslutæki fyrir alla síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já góðan daginn !!!!!

Það er nú gott að Glitnir fjármögnun skuli loksins vakna,........hefði þó verið betra að vakna aðeins fyrr.
mbl.is Lækka leigugreiðslu af bílasamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra

"Ráðuneytið segir, að í heild megi því segja að í meginatriðum gangi vonum framar að framfylgja þeirri metnaðarfullu áætlun sem stjórnvöld settu fram í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurreisn íslensks efnahagslífs."

En hvað skyldi gerast nú þegar ný Ríkisstjórn hefur tekið við? Ætlar þessi nýja Ríkisstjórn að halda áfram því starfi sem fyrri Ríkisstjórn stóð fyrir og halda áfram að ná góðum árangri? Tjahh,.....eftir því sem ég best veit og líklega allir aðrir, þá tók ný Ríkisstjórn við vegna þess að Samfylkingunni fannst hitt samstarfið ekki ganga upp. Hver var mælikvarðinn ef ekki sá að "í meginatriðum gangi vonum framar að framfylgja þeirri metnaðarfullu áætlun sem stjórnvöld settu fram" ???

Ég bara spyr??


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira bullið

Þetta er svona eins og ásaka fjármálastjóra bókabúðarinnar á Eskifirði um fjármálahrunið á Íslandi.

Ísland er bara pínulítill dropi í fjármálahafi hins vestræna heims, jafnvel þótt það væri margfaldað með 10.

Og svo bara þetta,.......mér er farið að finnast svo ljótt allt í kringum þessi mótmæli og ofbeldi gagnvart Davíð. Hvað í alvörunni gerði Davíð sem kallar á svona ofsóknir og einelti. Það er margsýnt að Davíð varaði hvað mest við þessu. Davíð er sá þingmaður og ráðherra sem reyndi að koma í veg fyrir hringamyndun eigna. Hann lagði fram Fjölmiðlafrumvarpið og allir höfnuðu því og á endanum Forsetinn sjálfur sem hefur nú ekki verið lítið áberandi í útrásinni og öllu sem henni fylgdi. En hann er stikkfrí og Ingibjörg Sólrún er stikkfrí vegna þess að þau eru vinstrisinnuð. 

Heldur virkilega einhver að eitthvað lagist þegar Davíð fer frá? Heldur virkilega einhver að hlutirnir hefðu ekki farið svona ef hann hefði ekki setið í Seðlabankanum? Þessar árásir eru orðnar ljótar og eru ekkert annað en ofbeldi og einelti.

Ég veit ekkert hvort ég dáist að Davíð fyrir að sitja undir þessu,.....en ég er hræddur um að ég og margur annar væri búinn að hrökklast úr starfi eftir slíkar ofsóknir.

Kannski á Davíð að fara og kannski ekki, ég bara veit það ekki og efast um að meirihluti mótmælenda viti það. En ég er á móti þessum ljótu aðferðum. Ég er orange !!!


mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki get ég sagt að ég sé hissa

það undrar mig nú ekki mikið að Seðlabankinn skyldi ekki grípa í taumana snemma árs 2007 þegar þeir vissu (skv Davíð) að spilaborgin væri að hrynja ef þeir eru ekki fljótari að hugsa en þetta.

Hvað þarf að hugsa svona mikið? Það er búið að þessa menn þó fínt hafi verið farið í það til að byrja með. Þjóðin hefur meira og minna krafist þeir að þeir fari og það er hlegið að þessu víða erlendis skv erlendum fjölmiðlum.


mbl.is Bankastjórn hugsar sig enn um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband