Meira ruglið

Það verður gaman að sjá hvernig hún Jóhanna og co ætla sér að fylgja eftir þessum fáránlegu og fljótfærnislegu breytingum sínum. Ég er algjörlega orðlaus yfir þessari vanhæfni sem ég tel að núverandi stundarfjórðungsstjórn sé og held að margt að því sem þau eru að henda í framkvæmd eigi eftir að springa svo rækilega framan í okkur.

Mér finnst Jóhanna vera að setja sig í hóp ofbeldishneigðra mótmælenda með þessu. Hún er bara að framkvæma algjörlega óúthugsaða aðgerð.


mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur í mörg ár líkað vel við Jóhönnu. Hið sama get ég þó ekki sagt um Davíð. Hrokinn skín af manninum.

Elvar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:14

2 identicon

Hver s.s. vanhæfnin er Steini þá getur hún ekki jafnast á við það að keyra heila þjóð í gjaldþrot með tilheyrandi afleiðingum. Ég skil ekki þennan valkvíða og gríðarlegu gagnrýni á núverandi stjórn frá þeim sem ekki deila með þeim pólitískum skoðunum.

Að ekki henda út fyrrverandi stjórn og bankastjórum er sama og leyfa alkólista sem keyrt hefur fjölskyldufjármálin í rúst ætla að laga þau svo. Það verður að hreinsa blaðið og að fólk sjái það ekki er óskiljanlegt.

Simon 

Simon (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Steini Thorst

Hvaða einasta máli skiptir hrokinn í honum máli? maður er bara hæfur til verksins og það er það sem skiptir máli.

Bubbi er hrokagikkur dauðans - Hann er samt brilliant tónlistarmaður

Kristján Jóhannsson er hokagikkur - Hann er samt hrikalega góður söngvari

Bjössi í Worlclass er hrokagikkur - Hann er samt mjög successful í því sem hann er að gera.

Hroki er bara ekki issuið hérna heldur hæfni til starfsins.

Steini Thorst, 26.2.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Davíð Löve.

Einmitt og hvar er hæfnin hjá D.O.?

Davíð Löve., 26.2.2009 kl. 13:24

5 identicon

Það væri auðvelt að benda á mörg sláandi dæmi um hroka, út og suður, ekki síst hjá því leiða tætingsliði, sem nú um stundir fer með stjórn þessa lands. "Hroki" DO, felst mest í því, að hann segir meiningu sína, umbúðalaust á kjarngóðri íslensku og hittir langoftast naglann á höfuðið. Það fer greinilega mjög í taugarnar á þessum litlu tittum, sem finnst að sér og sínum "flokk" vegið, enda samviskan ekki góð! Þessvegna er hann þeirra höfuðfjandi. Burt með DO, svo við fáum að vera í friði fyrir allri gagnrýni!     EN FJALLIÐ HRYNUR EKKI; ÞÓTT MÚSIN TÍSTI Í MOSAÞÚFU SINNI!!

Högni V.G. (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:32

6 identicon

Simon: 

"Að ekki henda út fyrrverandi stjórn og bankastjórum er sama og leyfa alkólista sem keyrt hefur fjölskyldufjármálin í rúst ætla að laga þau svo. Það verður að hreinsa blaðið og að fólk sjái það ekki er óskiljanlegt."

Ef það er málið, að það hafi þurft að hreinsa til, þá finnst mér afskaplega skökk hreinsun að fyrrverandi stjórn fór bara að hluta og hinn hlutinn heldur áfram og reynir að næla sér í atkvæði með því að "láta verkin tala". Nema það að þar sem það eru svona fáir dagar til stefnu eru verkin ekki faglega unnin.  Það er eins og þessi 80 daga stjórn vinni í akkorði og hugi ekki að gæðum vinnubragðanna.

Það hafa eflaust margir gert mistök sem saman hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag, en hver sem ætlar að leiða okkur út úr þeim þá finnst mér við eiga rétt á því að þeir vinni faglega!!!

Oddný Lára Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:35

7 Smámynd: Steini Thorst

Davíð Oddsson er EINI maðurinn í öllu bankahrunsmálinu sem getur með skýrslum, fundargerðum, minnisblöðum og öðru bakkað upp ALLT sem hann hefur látið útúr sér eða frá sér. Og þetta hatur á honum er bara tilbúið frá A-Ö en á sér litla ef einhverja stoð aðra en að hrokinn fari í taugarnar. Þarf litlu að bæta við það sem Högni sagði.

Steini Thorst, 26.2.2009 kl. 13:37

8 identicon

Já en það er svo auðvelt að hata DO. Á nú að taka það af vesalings fólkinu sem hefur svo gaman af því að öskra og bölsóttast? Þarf endilega að minna á að maðurinn getur bakkað allt upp sem hann hefur sagt?

Þú ert nú meiri dóninn Steini

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:39

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála þér Steini.  Það verður gaman að sjá hvaða pólitíkus á vegum Jóhönnu og co verður settur í embættið.   

Marinó Már Marinósson, 26.2.2009 kl. 13:44

10 identicon

Jæja þá er Davíð farinn !

Geir H. er hættur.

Árni M. er hættur.

Björgvin hættur en ætlar að vísu að bjóða sig fram áfram.

Allir bankastjórar við hrunið og bankastjórar í annarri atrennu flestir.  Þriðja atrenna hefst fljótt og maður er hættur að ná tölu á bankaráðsmönnum inn og út.

Forstjóri FME er hættur.

fleiri ???

Er þá AFTÖKUM almúgans lokið ???

Hvenær hefst uppbyggingin - búsáhaldarbylting ???

Við erum að horfa á RÓM brenna á meðan almúginn skemmtir sér yfir aftökum á torgunum !

Neytandi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:49

11 identicon

Man engin eftir félagslegaíbúðakerfinu hennar Jóhönnu sem erað sliga flest sveitafélög úti á landi . Landsbyggðin er búin að vera í kreppu sýðan hún kom því í gegn heldur fólk að ástandið lagist þó að Davíð verði rekin Jóhanna kann bara eina leið sem er að valta yfir fólk svo er talað um hroka í Davíð . Fólkið sem hefur hæðst eins og td Bubbinn ætti að skammast sýn hann seldi Bjarna Ármanns höfunaréttin af tónlist sinni og fékk að mig minnir 70 millur fyrir hann og klúðraði þessum peningum  sjálfur það vissu allir að í hlutabréfum er áhætta svo bendir hann á aðra . Ég vil sjá Bubbann í flokk með Jóhönnu þau yrðu fín saman . Ekki gleyma því að Jóhanna var í sýðustu ríkisstjón og stæðstu efnahags slysin gerðust á hennar vakt

maggi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:06

12 identicon

Vandinn við DO var ekki aðeins sá að hann átti aldrei að vera seðlabankastjóri, vegna þess að það var augljóst frá upphafi hvaða hagsmunaárekstrum slíkt myndi leiða af sér, heldur einnig að hann var algerlega óhæfur til starfsins. Þetta opinberaði hann í Kastljósi í fyrradag, þar sem hann virtist hvorki gera sér grein fyrir virkni bindisskyldu né sambandi SÍ og ríkisstjórnar (sbr. Kastljós í gærkvöldi). Að fara nú að hylla DO sem einhverja hetju, vegna þess að menn trúa fullyrðingum hans sjálfs um eigin ágæti, er nú eiginlega súrrealískt.

GH (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:12

13 identicon

Það er svo fyndið hvað fólk virðist hafa gleymt því að reyndir hagfræðingar hvaðanæva úr heiminum minntust gjarnan á það að Davíð ætti ekki að sitja í Seðlabankastjórn. Svo segið þið að við viljum hann burt eingöngu sökum þess að okkur leiðist í honum hrokinn? Nei nei, það er vegna þess að heimurinn er sammála þessari staðreynd - Davíð á ekki heima í seðlabankanum.

Ég tek hins vegar undir gagnrýni á núverandi ríkisstjórn. Hún veldur miklum vonbrigðum með umræðu um niðurfellingu málsóknar gegn Bretum og að því er virðist algjöru aðgerðaleysi varðandi hag heimila í landinu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:18

14 identicon

Þú nefndir Bubba, Steini. Ég fór eimitt á tónleika með Bubba og EGO um daginn (talandi um ego; hljómsveitin hét áður EGO). Það var erfitt að heyra hvaða lög væru ný með hljómsveitinni, eða hvaða lög væru af sólóplötum hans. Hann, höfundur laganna, er ekki að gera neitt nýtt. Ef hann hugsaði skynsamlega þá myndi hann velta því fyrir sér hvort ekki sé þörf á einhvers lags breytingum. Allir þurfa einhvern tíma að staldra við og hugsa sinn gang.

Elvar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:25

15 identicon

Steini!  Hvaða sannanir hefur Davíð?  Eigin fullyrðingar og pappírsmiða sem enginn fær að sjá.  Eftir hann liggja aftur á móti fjöldi ræða og viðtala þar sem hann gerir allt annað en að vara við.

Davíð er meistari dylgjunnar.  Endalausar ósannaðar fullyrðingar.  300 kúlur í mútur, falsaðar skoðanakannanir, fundir sem enginn man eftir, hundruð spilltra eignarhaldsfélaga í eigu stjórnmálamanna. 

Geir hefur beinlínis lýst "aðvörunum" Davíðs sem framsetningu á mögulegum stöðum og viðbrögðum við þeim.  Davíð lafir eins og alltaf á fúnum hálmstráum og bíður þess að heimskingjarnir ýti undir botninn á honum með tungu og "ritsnilld".

marco (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:31

16 identicon

Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna frá upphafi til enda.
Aðal hugmyndafræðingur hans við þetta verk var Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Davíð Oddson er 100% ábyrgur fyrir þessu ferli.

Ég vil einnig vekja athygli ykkar á þessari staðreynd.
 
Samkvæmt  91. grein almennra hegningarlaga er Davið Oddson  lögbrjótur!


Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
 Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
 Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
 
Lýsing refsiverðs verknaðar:

Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn þann 7. október 2008 skýrir seðlabankastjóri Davíð Oddsson frá ráðagerðum og ályktunum ríkisins um málefni, sem heill þess gagnvart öðrum ríkjum er undir komið, og hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum.

Tjón vegna þessa verknaðar fyrir íslenska þjóð nemur 6000 miljarða ISK!

Embættismanni sem brýtur af sér á þennan hátt ber umsvifalaust að víkja úr starfi.

Sjá:
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/

"Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately."

Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:31

17 Smámynd: Steini Thorst

Jón, þetta er einmitt svo týpískt fyrir hluta af þjóðinni að slengja fram fáránlegum fullyrðingum að Davíð sé hugmyndafræðingurinn að öllu því sem varð til þess að bankarnir hrundu. Og til að reyna að bæta málflutning ykkar þá kallið þið það einkavinavæðingu. Er Jón Ásgeir einkavinur Davíðs? Er Björgólfur Thor það? Nei, hreint ekki. Og þess vegna kannski helst er varla hægt að nota þetta orð yfir það sem ákveðið var á sínum tíma, að einkavæða bankana. Voru gerð einhver mistök við þá framkvæmd? Hugsanlega! En þetta er svo ótrúleg þröngsýni og heilaþvottur að bara henda því fram að Davíð sé kóngurinn í þessu öllu.

Marco: Hvaða 300 kúlur? Honum voru boðnar mútur sem hann þáði ekki heldur gerði það lýðnum ljóst að einn af efnameiri mönnum landsins hefði boðið honum það. Eftir það fór í gang ákveðið stríð sem þó var bara í eina átt þótt reynt hafi verið að telja okkur öllum trú um annað. Það er ekkert í hendi, ekki neitt sem bendir til að Davíð hafi einhvern tíma beitt völdum sínum GEGN Baugsveldinu. Jón Ásgeir hefur á hinn bóginn látið útúr sér ótrúlegustu orð við ótrúlegustu tilefni í þá átt að það sé Davíð að kenna að honum tókst ekki að snúa á kerfið öllu lengur. Og hvað sannanir varðar eins og þú vísar í í upphafi "máls" þíns, þá eru einmitt pappírar a.k.a. fundargerðir, ágætis sannanir.

Ég held því ekki fram að Davíð sé með einhvern geislabaug,.....en það er alveg klárt að það hatur, já hatur, sem fólk ber til hans er að mestu ef ekki öllu leiti tilkomið vegna málatilbúnings andstæðinga hans í pólitík. Tilbúið hatur og heilaþvottur. Ég myndi vilja sjá fleiri en Davíð leggja fram gögn máli sínu til stuðnings þegar spurt er hvort menn og konur hafi séð fyrir hvernig færi. 

Árásirnar á Davíð eins og þær hafa verið eru engum til sóma, síst af öllum þeim sem stunda það að sprengja sprengjur fyrir utan heimili hans á nætur. 

Steini Thorst, 26.2.2009 kl. 18:44

18 identicon

Seðlabankinn er gjaldþrota!

Davíð Oddsson setti bankann á hausinn!

Það er þjóðarnauðsyn að fá hæfa menn til að endurreisa bankann og byggja upp traust á islenska efnahagskerfinu.
Nú eru íslensku "Kvislingarnir",  föðurlandssvikararnir á Alþingi að tefja þetta mikilvæga mál með málþófi og útúrsnúningum.
Sjálfstæðisflokkurinn er  hópur landráðamanna sem hefur gert þjóðina gjaldþrota. Fram á síðustu stund reyna þeir að valda sem mestum skaða og eyðileggja framtíð þjóðarinnar. 

Jón (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 19:46

19 Smámynd: Steini Thorst

Jón: Takk fyrir að henda þessari athugasemd inn, hún sýnir svo ekki verður um villst að þú ert algjörlega ómálefnalega á móti Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni. Hefur bara tekið ákvörðun að vera á móti þeim sama hvað tautar og raular :)

Í fyrsta lagi þá er Seðlabankinn ekki gjaldþrota og þar með hefur Davíð ekki sett hann á hausinn. Og hver er að tefja hvaða mikilvæga mál með málþófi? Ertu að tala um Framsóknarflokkinn sem vildi ekki blint samþykkja heldur fá að lesa skýrslur og fleira málinu tengt áður en þeir tóku ákvörðun? Er það málþóf að skoða hlutina ofan í kjölinn áður en ákvörðun er tekin? Ég svosem skil að þér finnist það málþóf, ert greinilega sömu skoðunnar og Samfylking og Vinstri grænir sem taka SVONA STÓRA ákvörðun á einni kvöldstund.

Og er Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkur Íslands síðustu ég veit ekki hvað mörg ár, hópur landráðamanna? Í guðanna bænum hugsaðu áður en þú talar. Ég myndi frekar líta á hina áður, og hugsanlega enn, vellauðugu menn frekar vera hóp landráðamanna. Hannes Smára, Jón Ásgeir, KB bankastjórana og fleiri og fleiri. Það eru þeir og þeirra fyrirtæki sem hafa keyrt efnahagskerfið í þrot.

Þetta Davíðs Oddssonmál eru svo miklar nornaveiðar að það hálfa væri nóg. En sumir hafa bara einfaldlega tekið þessa ákvörðun innra með sér að vera bara á móti honum og vera andstæðingur hans BARA AFÞVÍ. Ég þekki alveg svoleiðis menn, ekki marga, en þekki samt. 

Steini Thorst, 26.2.2009 kl. 20:07

20 identicon

Að lesa athugasemdirnar frá þessum Jóni er vægast sagt sorglegt.

Greinilegt að maðurinn er búinn að hlusta aðeins of mikið á Útvarp sögu.

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 997

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband