Færsluflokkur: Bloggar

Stjórnmálafræðingar óskast

Ég hef ekki neitt, akkurat EKKERT á móti Einari Mar en hvernig er það, er hann eini stjórnmálafræðingurinn á Íslandi? Eða er kannski bara sá besti? Eða kannski bara sá eini sem sér stöðuna í nákvæmlega sama ljósi reyndar og allur almenningur !!

Ástæða þess að ég skrifa þetta er eins og áður segir ekki vegna þess að ég hafi nokkuð á móti Einari, hann er eflaust ágætasti maður og stjórnmálafræðingur. En hann er SÁ EINI sem ég sé vitnað í síðustu mánuði.

Reyndar kemur hann hérna með sýn sem engum hefði dottið í hug, semsagt að öllum líkindum verði næsta ríkisstjórn skipuð VG og Samfó. Ekki hefði mér dottið það í hug !


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slutta nu !!!

Auðvitað fékk hún styrk frá fyrirtækjum eins og aðrir. Og það er bara ekkert að því.

Mér finnst alltof, alltof, alltof mikið úr þessu gert og ættu fjölmiðlar að eyða púðrinu í eitthvað annað en að grafa upp hvort og hverjir fengu styrki til að greiða fyrir rándýrar kosningabaráttur. Reynið að sjá hina hliðina á málinu. Ef styrkir eru bannaðir, að undanþegnum einhverjum krónum, þá eru það eingöngu þeir sem mikla peninga eiga sem geta staðið í kosningabaráttum. Þetta er rándýrt dæmi og var kostnaður á þessum tíma í algjöru hámarki enda var auðvelt að mjólka markaðinn í góðærinu.

Viljum við ekki fólk með hugsjónir á þing? Eða viljum við bara þá á þing sem eiga fyrir nógu mikla peninga til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir því að kynna sig og sín mál?

Hættið nú þessu endalausa kjaftæði. Og ég tek það fram að ég er hvorki stuðningsmaður Steinunnar Valdísar né þess flokks sem hún stendur fyrir. Tel hana þó vera heiðarlega konu.


mbl.is Styrkirnir vegna tveggja prófkjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt atkvæði farið

„Ég tel að það sé á sinn hátt ekki nauðsynlegt að það verði gert opinbert," Segir Bjarni Ben. Þetta er auðvitað kolrangt hjá honum og ég skil ekki hvernig honum dettur í hug að segja að það sé ekki nauðsynlegt, nú á þessum tímum sem þjóðin einmitt öskrar á að menn axli ábyrgð og hætt verði að þaga allt í hel. Menn séu dregnir til ábyrgðar.

Vandamálið er auðvitað, er ég orðinn skíthræddur um, að þeir sem hafa kallað Sjálfstæðisflokkinn spilltan stjórnmálaflokk, hafi í raun rétt fyrir sér. Verð bara að segja að þetta einstaka mál og viðbrögð æðstu manna í flokknum við því hafa orðið til þess að ég get ekki stutt flokkinn í næstu kosningum eins og ég hafði reyndar ákveðið að gera. En ég get það bara alls ekki og vill ekki. Það þarf að eiga sér stað miklu meiri hreinsun innan hans áður en hann getur sest við stjórnvölinn aftur. Og að svona mál séu að dúkka upp núna, rétt fyrir kosningar og allir benda frá sér en samt ekki á neinn segir mér bara að fleiri mál gætu allt eins dúkkað upp.

Það var svo bara brandara líkast að hlusta á Kjartan, fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins bera af sér alla vitneskju um þessa styrki í fréttum á Stöð 2 í kvöld. Það er ekki eins og hann sé bara Jón Jónsson á götunni, hann var í innsta kjarna bæði þyggjanda styrksins og veitanda hans, þ.e. 25.000.000 króna styrkurinn frá Landsbankanum.

Nei, ég er ekki að fara að setja X-D á seðilinn minn í næstu kosningum, því miður. Það sem verra er, ég mun líklega skila auðu því það er ekki sjens í helvíti að ég kjósi Samfylkinguna eða Vinstri Græna, ekki heldur þessi nýju framboð. Framsókn? Maybe,....hugsanlegt,.....ekki afskrifað amk á þessari stundu.


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úfffff,.......er þetta gáfulegt?

Með fullri virðingu,.....en er það gáfulegt að senda Össur til fundar við utanríkisráðherra Breta til að ræða svona viðkvæm mál.

Sorry, en ég held ekki.


mbl.is Össur og Miliband ræddu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerískur hroki

Ég er nú ekki með neina tölfræði á reiðum höndum en ég tel nokkuð öruggt að ég hafi lesið það alloft að ameríkanar séu einhver stærsta hvalveiðiþjóð heims. Samt alveg til í að bakka með þessa fullyrðingu ef hún reynist röng.

En hrokinn í þessari þjóð er alveg með eindæmum. Engin þjóð í heiminum drepur jafnmarga menn á ári eins og ameríkanar, bæði þegna annara þjóða í stríðsrekstri og eigin þegna á götum bandarískra borga. Engin þjóð í heiminum dælir jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið eins og ameríkanar og menga þeir því andrúmsloftið mest allra þjóða.

Á sama tíma eru þeir á væla yfir því að nokkrir hvalir séu veiddir.


mbl.is Hætta að kynna íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins !!!!!

Rosalega er ég sammála þessu en finnst þó að ganga ætti lengra hvað sunnudagana varðar. Ég tel að það væri mjög skynsamlegt að loka algjörlega bæði Kringlu og Smáralind á sunnudögum.


mbl.is Opnunartími verslana í Kringlunni styttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega óþolandi dómur

Mér finnst það mjög svo slæmt mál að þessi dómur skuli hafa fallið svona. Ástæðan auðvitað fyrst og fremst að mér finnst þetta skerða gríðarlega möguleika hæfra einstaklinga á vinnumarkaði.

Svo ég tali nú bara um sjálfan mig, þá hef ég verið að vinna innan sama geira meira og minna síðustu 12 ár. Ekki allan tímann hjá sama fyrirtæki þó en ég tel mig hins vegar vera fyrir löngu orðinn "sérhæfðan" í þeim geira sem gerir það að verkum að þetta er starfsvettvangur sem ég vill starfa í. Er í dag hjá mjög öflugu og góðu fyrirtæki, en myndi ég vilja vera bundinn því fyrirtæki með lögum ef vindar snerust? Nei, ég vill hafa frelsi til að selja þekkingu mína og hæfni án slíkra hafta.

Á sölumaður Toyota ekki að geta orðið sölumaður Mitsubishi ef hann er ósáttur hjá P.Samúelsson?

Eftir því sem mér skilst, þá er hérna um prófmál að ræða og það er bara svo að við, einstaklingarnir í landinu, töpuðum í dag fyrir fyrirtækjum landsins, það er ekkert minna. Og þá vill ég bara ráðleggja fólki að láta ekki setja sig í þá stöðu að skrifa undir starfssamning sem felur í sér slík höft því það að flytja sig á milli fyrirtækja í sama geira, í samkeppni, þýðir ekki að menn séu að misnota eitt eða neitt. Það er bara allt annað mál og ótengt því að menn vilji starfa í geira sem þeir þekkja. Ég hef sjálfur farið úr einu fyrirtæki í annað sem var í beinni samkeppni og það vita þeir sem með mér starfa að þó ég hafi komið með þekkingu, þá kom ég ekki með trúnaðarupplýsingar af einu eða neinu tagi frá fyrra fyrirtækinu.

Þessi dómur kemur auðvitað líka, geri ég ráð fyrir, í veg fyrir að við horfum á t.d. Loga Bergman lesa fréttir á Stöð 2 á föstudegi en á RUV á mánudegi. Er það gott fyrir starfsmenn í þeim geira svo eitthvað sé nefnt? Mér finnst þetta álíka vitlaust eins og að knattspyrnumaður í KR sé meinað að spila með öðru liði næstu 2 árin eftir að hann hættir hjá KR. Sumum finnst þetta líklega asnaleg líking, en knattspyrnumaðurinn er atvinnumaður á sínu sviði, hann er pro. Það sama á við um aðra menn og konur sem hafa sérhæft sig í ákveðnum geira, þeir eru atvinnumenn/konur á því sviði og vilja starfa á því sviði.

Nei, þetta er vondur dómur að mínu áliti..............fyrir okkur starfsmenn, einstaklinga þessa lands. Þetta á bara að snúast um frelsi einstaklinga til að selja þekkingu sína og hæfni sem og fyrirtækja að krækja í þá bestu. Frelsi!!!!


mbl.is Braut gegn samningi með störfum fyrir samkeppnisaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband