8.8.2007 | 12:52
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Hvern hefði grunað að ég myndi, á gamalsaldri, fara til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð? Well, ekki hefði mig grunað það amk fyrr en ég var allt í einu búinn að taka ákvörðun þess efnis að sjá hvað þarna færi fram.
Ég verð bara að segja þetta var ótrúleg upplifun og ég hreinlega skil ekki hvers vegna þeir sem mig þekkja og hafa farið þangað, hafa ekki sannfært mig fyrr um að þetta sé eitthvað sem allir verði að sjá. Umgjörðin, flugeldasýningarnar, blysin, tónlistin, brekkusöngurinn, listamennirnir, veðrið, hvítu tjöldin, lundi með smjöri og jólaöli.............þetta var æðislegt allt.
Í mínum huga, svona fyrirfram, þá var þetta hálfgerð unglingahátíð,...eða að minnsta kosti þá væri ég orðinn heldur gamall og "ráðsettur" til að taka þátt í svona brjálæði. En þarna voru bara allir. Aldur er eitthvað sem hefur ekkert með Þjóðhátíð að gera því ég sá 5 mánaða gömul börn og ég sá háaldraða einstaklinga líka. Meira að segja Menntamálaráðherra var þarna klukkan 4 um nóttina að dansa og syngja fyrir framan sviðið. Hún var auðvitað bara flottust :)
Jónsi, Toby, Magni og Bubbi stóðu sig frábærlega en því miður get ég ekki fyrir minn smekk sagt það sama um Stefán Hilmars, hann vantaði sárlega að hafa Sálina á bak við sig.
Þetta var mín fyrsta heimsókn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,...............en alls ekki sú síðasta.
Til hamingju Eyjamenn með frábæra hátíð og takk fyrir mig.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.