100 km á línuskautum????

Tjahh, ég veit það ekki. Í maí setti ég mér það markmið að ná að fara 100 km á línuskautum á innan við 6 klst og klára það markmið fyrir lok ágúst. Heilmikil þjálfun fór í gang en um miðjan júlí og til dagsins í dag hafa ýmsar utanaðkomandi aðstæður komið í veg fyrir mikla þjálfun.

Ég hins vegar fór 40 km núna áðan og brá svolítið við að komast að því að allt í einu eru 40 km bara alveg ógeðslega erfiðir, ég er amk algjörlega búinn á því núna. 40 km og jafnvel 50 voru fyrir mánuði síðan ekki endilega svo mikið mál. Þetta þýðir ekkert annað en brjálaða þjálfun, herþjálfun, þessa 18 daga sem eftir eru af mánuðinum því markmiðinu SKAL ég ná.

Að skrifa þetta markmið niður á opnu bloggi er ein aðferðin til að berja sjálfan mig áfram.

Svo leggst ég bara á hnén núna að veðrið haldist á svipuðum nótum og var t.d. í dag, þó svo að örlítið minni vindur væri til bóta :)

En markmiðið er amk komið hér á blað og fjandakornið, fu***** do it.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband