7.11.2007 | 19:05
Rúm, rúm og aftur rúm..........og eldhús
Núna áðan var ég að klára að rúmvæða fjölskylduna uppá nýtt.....loksins. Semsagt búinn að kaupa ein 6 rúm á árinu.
Fyrst keypti ég mér eitt notað og annað notað barnarúm fyrir prinsinn. Allý var í sínu gamla og Bella kúrði uppí hjá mér. Nú svo í sumar fékk Bella nýtt rúm og Óðinn líka, aðeins stærra og ekki ALVEG jafn barnalegt :) En fyrir stuttu keypti ég mér svo draumarúmið og annað geggjað fyrir Allý enda var hennar IKEA grindarrúm ansi ansi lélegt.
6 rúm á 7 mánuðum er nú bara alveg ágætt og vonandi þarf ég ekki að kaupa fleiri rúm næstu 10 árin eða svo :)
En þetta eru ekki einu framkvæmdirnar því ég er líka að fara að henda eldhúsinnréttingunni út og fá mér nýja um leið og ég endurskipulegg eldhúsið algjörlega. Sný því nánast við. Þegar það verður búið,....vonandi innan næstu 5 vikna, þá verður þessi íbúð eiginlega orðin eins og ég vill hafa hana og ég hlakka ekki lítið til,.............þó svo að ég hlakki ekki beint til framkvæmdanna sjálfra. Nenni þessu ekki. Spurning að ráða pólverja í djobbið og liggja í 10 daga á einhverri strönd í S-Ameríku á meðan þeir græja þetta?????
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki bara að djóka með að þú nennir þessu ekki....?? Þetta er bara það skemmtilegasta sem maður gerir!! Að taka allt í gegn SJÁLFUR!!
Ef þig vantar borvél - eða sög - eða bara einhver önnur verkfæri þá veistu hvert þú átt að leita - en.... verkfærin mín eru bleik, er það nokkur fyrirstaða
Kv, Inga systir
Inga systir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:38
Well, ég á eftir að nenna þessu þegar ég er lagður af stað og já, það verður skemmtilegra eftirá. Þar fyrir utan fæ ég örugglega ekki frí í vinnunni til að fara til S-Ameríku.
En þetta með verkfærin, liturinn er í fínu lagi. Ég er nú svoddan feministi ;)
Steini Thorst, 7.11.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.