Dagurinn í dag og helgin framundan

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Þvílíkur skjálfti, segi ekki annað. Ég var að tala í símann þegar hann reið yfir og rosalega var þetta mögnuð tilfinning. Svakalegt auðvitað að heyra svo fréttirnar af því hvernig allt fór fyrir austan fjall en sem betur fór slasaðist enginn mikið. Við erum ansi lítil gagnvart náttúrunni, svo mikið er víst.

En á morgun hefst helgi sem ég er búinn að bíða lengi eftir. Árgangsmótið okkar bekkjarfélaganna úr 69 árganginum á Reyðarfirði. Ég ætla að keyra austur og legg því af stað um kl 11 í fyrramálið. Það er svakaleg spenna í mér fyrir þetta því ólíkt flestum úr árganginum, þá hef ég ekki séð þau í mörg mörg mörg ár flest hver. Stór hluti árgangsins býr nefnilega ennþá fyrir austan eða eru komin þangað aftur. Þar fyrir utan þykir mér alveg ofboðslega vænt um æskustöðvarnar sem lýsir sér nú best í viðbrögðum mínum þegar einhver skýtur að mér með hæðni að mesta fjörið sé einmitt þar.

Það eru bæði góðar og slæmar minningar frá Reyðarfirði en taugarnar eru miklar, enginn vafi á því. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki komið austur síðan ég fór þaðan 1984 en það hefur verið í mýflugumynd og ég hef ekki hitt marga í þau skipti sem ég hef komið. Þetta verður æðislegt Smile

Það er ótrúlega margt sem ég gerði í fyrsta skiptið á ævinni á Reyðarfirði

Fyrsta ástin, fyrsti kossinn, fyrsta xxxx, fyrsta kærastan, fyrsti smókurinn, fyrsti sopinn, fyrsta íþróttafélagið mitt, keyrði fyrst bíl, keyrði fyrst mótórhjól, lennti í fyrsta skiptið í löggunni, slasaði mig í fyrsta skipti alvarlega, fyrsta rothöggið (both ways), fyrsta ballið, fyrsta hljómsveitin, fyrsti dansinn.................

þar lærði ég að lesa, skrifa, reikna, smíða, sigla, mála, veiða silung, pækla síldartunnur, kútta fisk, drepa máva, drepa rottur, stela kríueggjum, stela súkkulaði úr kaupfélaginu, spila fótbolta, synda, slást og að blanda á ferð W00t En þar lærði ég líka að lífið getur gjörbreyst á einu andartaki.

Á morgun er svo fyrsti dagur síðasta ársins sem ég er thirty-something og ég hef ekki haldið uppá afmælið mitt með bekkjarfélögunum síðan ég varð 10 ára eða fyrir 29 árum síðan. BARA gaman Grin

Góða helgi all i hoppa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Til hamingju með afmælið og góða skemmtun ;)

Andrea, 29.5.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Steini Thorst

Takk mín kæra :)

Steini Thorst, 29.5.2008 kl. 23:41

3 identicon

mamma sagði að þú hefðir alltaf verið svaka nörd, sem varst heima að læra 24/7, enn af þessu bloggi að dæma þá er það einhver misskilningur.

til hamingju með daginn á morgun

steini kani (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Steini Thorst

Já nafni,....það er algjör misskilningur hjá henni. Ég fæddist svona klár

En takk fyrir afmæliskveðjuna og ef þú rekst á Jolie, Zeta eða Demi, gefðu þeim einn rembingskoss frá mér ;)

Steini Thorst, 30.5.2008 kl. 00:08

5 identicon

sá Demi, fór í sleik.....Sagði henni að þetta væri frá þér, "the birthdayboy" , við skulum segja að John Mclane aka herra Die hard sé ekki sáttur ( því ef við erum raunsæir þá er Ashton "auli" kutcher ekki að fara að gera skít)

steini kani (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 09:28

6 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Til lukku með daginn ég vona og trúi  því að helgin hafi verið draumur.

Skemmtileg færsla hjá þér...

Linda Lea Bogadóttir, 1.6.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband