Austurferðin

Jæja, þá er maður kominn til baka frá Reyðarfirði. Vá, þetta var geggjað og ekkert minna.

Ferðin byrjaði nú reyndar þannig að þegar ég var kominn rétt austur fyrir Hvolsvöll, ca 10 km, þá hvellsprakk á Benzanum á öðru framhjóli. Slapp nú reyndar alveg því ég var bara á 130,.....Undecided En það sem verra var, ég var ekki með varadekk. Hringdi þá á hjólbarðaverkstæðið á Hvolsvelli til að fá þá til að sækja mig en enginn svaraði, klukkan var nefnilega 12:30 og lokað í hádeginu. Ég húkkaði mér því far á Hvolsvöll með dekkið og þá var búið að opna. Dekkið var auðvitað ónýtt svo ég þurfti að kaupa nýtt og svo hélt bara ferðin áfram án frekari vandræða og við vorum komin austur um kl 19.

Föstudagskvöldið hófst svo formlega klukkan 21 heima hjá einni úr hópnum. Þar voru skoðaðar myndir frá unglingsárunum, hlustað á tónlist frá þessum tíma og rifjaðar upp skrautlega sögur. Enduðum svo á því að fara á pöbbinn og hitta fleiri reyðfirðinga en 3 aðrir árgangar voru með sín árgangsmót þessa sömu helgi, 68, 72 og 73.

Kl 11 á laugardagsmorgun hófst svo formleg dagskrá. Skoðuðum gamla og nýja skólann, íþróttahöllina sem er sú stærsta á austurlandi og með þeim stærstu á landinu, bærinn í heild sinni skoðaður sem og álverssvæðið og allar þær breytingar sem það hefur haft í för með sér fyrir bæinn. Allt meira og minna mjög jákvætt. Presturinn sem fermdi þennan hóp fyrir 25 árum síðan var svo fenginn líka til að bæði blessa þetta djamm okkar og minnast fallinna félaga, Garðars og Árna. Dagskráin um daginn endaði svo á stríðsminjasafninu með reiptogi við 68 árganginn. Við gjörsigruðum þau að sjálfsögðu enda um fertug gamalmenni þar að ræða Grin

Um kvöldið kom svo hópurinn saman á Café Kósý og borðaði. Allir árgangarnir djömmuðu svo frameftir nóttu með miklum söng, dansi og mögnuðum sögustundum.

Mig langaði ekki nokkurn skapaðan hlut að fara í burtu. Mig langaði að kaupa hús þarna. Mér þykir alveg hrikalega vænt um Reyðarfjörð og það sem kannski skiptir ekki minna máli, mér þykir óendanlega vænt um fólkið mitt þar, vinina sem ég ólst upp með. Vinina sem fóru í gegnum svo ofboðslega dýrmætan og mótandi tíma með mér. Ég hef aldrei áður áttað mig á hversu djúpar rætur mínar og taugar eru til þeirra. Og nú er ég að verða jafn væminn og ég var orðinn á laugardagskvöldið,.......Blush

En semsagt í einu og öllu frábær ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ekki nóg með að þú sért sjaldséður hvítur hrafn frá Reyðarfirði - heldur ertu "mjúkur maður" líka... Þetta verður bara betra með hverjum deginum
Frábært að ferðin tókst svona vel... alltaf gaman að fara á slíka fundi - þó ég hafi ekki reynsluna- því ég hef misst af 2 slíkum með mínum félögum.

Og eitt enn Steini... það er bara 90 km hámarkshraði á hraðbrautum landsins sko

Linda Lea Bogadóttir, 2.6.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, það er alltaf gaman að koma austur.   Enda fastur liður hjá mér á hverju ári.  Engin breyting í ár.  Ætla að bruna austur með krakkanna í sumarfrí enda líður þeim voða vel þarna.

Marinó Már Marinósson, 3.6.2008 kl. 00:02

3 identicon

sjjjiiii , séns á trúnó ;)

steini kani (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 03:03

4 identicon

Frábært að hitta Þig um helgina Steini, þetta var frábær helgi í alla staði.

Alli Þorvaldar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Steini Thorst

Linda: Já veistu, maður mýkist alveg svakalega undir þessum kringumstæðum, að hitta gamla bekkinn sinn á æskustöðvunum. En ég er samt alveg viss um að ég sá skilti þarna fyrir utan Hvolsvöll sem sagði 130.

Marinó: Það er æðislegt að koma austur, það er rétt hjá þér og ég stefni þangað aftur í sumar. Hitti Bibba bróður þinn þarna :)

Steini frændi: Já, þau voru mörg trúnaðarsamtölin sem þarna fóru fram :)

Alli: Takk sömuleiðis, það var virkilega gaman að hitta þig. Við eigum nú heldur betur fortíð saman frá þessum árum sem við vorum að rifja þarna upp. Nú þarf þinn árgangur bara að stefna að árgangsmóti líka. Bæði 68 og 69 eru að stefna á annað eftir 2 ár.

Steini Thorst, 3.6.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Andrea

Hummmm, það er alveg á mörkunum að ég geti haldið áfram að daðra við þig! Maður leggur EKKI af stað í ferðalag Austur á firði með EKKERT varadekk!!

Andrea, 3.6.2008 kl. 23:38

7 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég er alveg  græn úr öfund yfir þessum hittingi ykkar. Ég hef ekki séð mína gömlu skólafélaga frá Reyðarfirði síðan fyrir fáránlega mörgum árum ;) Vona að ég eigi eftir að taka þátt í re-uninon ´71

Inga systir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 991

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband