Hugsjón eða ??

Og hvað ætlar Sturla svo að hafa á stefnuskránni, afnema gjöldin af eldsneyti, kannski vaskinn líka? Æi common! Þessi barátta hans var fyrir löngu orðin skrípaleikur og nú þegar hann hefur ekki fengið athygli í nokkra daga og í raun enga jákvæða athygli svo vikum skiptir, þá ætlar hann að stofna stjórnmálaflokk :)

Þetta minnir nú um margt á manninn sem á víst þetta nafn, Lýðræðisflokkurinn, Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi. Sturla hefði kannski átt að íhuga bara forsetaembættið, Ástþór hefði borgað það fyrir hann.

Nei, að öllu gríni slepptu þá ætti hann bara að halda áfram að gera það sem hann er að gera og hann er örugglega öflugur í því að berjast fyrir hagsmunum sinnar stéttar. En stofnun stjórnmálaflokks með í raun bara eitt mál á dagskrá er út í hött og grefur nú bara undan trúverðugleikanum. Meira að segja Gvendur Jaki stofnaði ekki flokk heldur starfaði bara öflugt í þágu þess sem hann barðist fyrir og gerði vel.


mbl.is Gefur ekkert eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég tek ofan fyrir Sturla, um að gera að nýta sér lýðræðið. Sturla er ekki bara að berjast fyrir hagsmunum sinna manna, hann er einnig að gagnrýna sofandaháttinn og þar er ég honum algerlega sammála. Ég myndi ekkert skammast mín fyrir að vera með honum í framboði!

Aðalheiður Ámundadóttir, 7.6.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Steini Thorst

Ég er alls ekkert að gagnrýna hann fyrir að gagnrýna sofandahátt. Ég er ekki að gagnrýna hann fyrir það að berjast fyrir hagsmunum sínum og annara í sinni stétt. Ég er að gagnrýna hann fyrir það hvernig hann gerir það.

En ég spyr, hagsmunum hverra annarra er hann að berjast fyrir en sinna manna þegar hann berst fyrir breytingu á hvíldartíma bílstjóra?

Hann er að vísu einnig að berjast gegn olíugjaldinu, en hvaða forsendur hefur hann þar á að byggja? Opinber gjöld á olíu og bensíni á Íslandi eru eins og oft hefur fram komið með þeim lægstu sem gerist meðal þeirra landa sem við berum okkur helst saman við.

Þetta eru nú þau tvö baráttumál sem Sturla hefur á sinni könnu.

Umhverfismál eru eitt af stærstu málum heimsbyggðarinnar og ef eitthvað er, þá væri beinlínis eðlilegt að stórhækka álögur á þess konar eldsneyti sem við flest notum á farartækin okkar, ekki lækka. Svona ef maður pælir í umhverfismálum :)

Steini Thorst, 7.6.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband